Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 14
Umsetinn af sæslöngum
Sæslöngur teljast meðal hinna
minnst þekktu og eitruðustu
skriðkvikinda, sem fyrirfinnast
á jörðunni. Allar eru þær eitr-
aðar, hvaða nafn, sem þær bera,
og bit þeirra, sem heyra til Hyd-
ropidae-flokksins, er tvisvar
sinnum banvænna en bit hinnar
ægilegu gleraugnaslöngu, sem ár-
iega drepur þúsundir manna á
Indlandi. Þessi saga, sem nú
verður sögð, er um venjulegan
fiskimann á Ecuador, sem lifði
það af að standa innikróaður á
örmjórri syllu í hellisskúta, sem
brim hafði sorfið í klett langt
undan ströndinni, augliti til aug-
litis við ekki eitt heldur tugi
þessara andstyggilegu kvikinda.
Bátinn hans hafði rekið í burtu
undan straumnum og nú stóð
hann þama á syllunni, sem brátt
myndi færast í kaf með aðfall-
inu. Og hefst síðan frásögn hans
sjálfs eins og hann sagði mér
hana:
Eyjan Puna liggur þarna úti,
sagði hann og benti út á hafið
með brúnu höndinni sinni. Á
björtum degi þá geturðu séð hana
greinilega frá Playas. Púna rís
upp úr Kyrrahafinu nálægt
mynni hins mikla Guayaquilflóa,
og stundum fara fiskimennirnir
þangað til þess að veiða sardín-
ur. Þegar tungl var í fyllingu
á vorin, var ég vanur að sigla
balsaviðarbátnum mínum að
ströndum Púnu, þar sem sjórinn
er tærari en annars staðar, og
tunglgeislarnir leika sér. Stund-
um, þegar ég var heppinn, lenti
ég í sardínuvörpu, svo þéttri að
báturinn bókstaflega skreið yfir
hana. I hvert skipti, sem ég kast-
aði handnetinu, innbyrti ég
hundruð sardína og þannig hélt
ég áfram, þangað til næstum
flaut yfir litla farkostinn. Bát-
ar, eins og notaðir eru í Playas,
geta alls ekki sokkið, sjáðu til,
vegna þess að þeir eru gerðir af
stórum balsaviðardrumbum,
reyrðum saman, og balsi er lctt-
astur allra viða.
Daginn, sem ég varð fyrir
þessari reynslu, var veiðin mjög
treg. Ég fylgdist með flugi Gavi-
otanna og annarra sjófugla, sem
vanalega eru óskeikulir að finna
sardínuvöðurnar og annan smá-
fisk. Reyndur fiskimaður treyst-
ir ævinlega hinni skörpu sjón
þessara fugla og gáir vandlega
að, hvar þeir hringsóla yfir sjón-
um og steypa sér svo allt í einu
yfir bráðina. En á þessum óláns-
degi gátu hvorki Gaviotarnir né
Pelicanarnir hjálpað mér. Um
hádegi var ég staddur rétt undan
hinum klettóttu ströndum Púna.
Hyldýpið náði næstum alveg að
ströndinni, og svo var sjórinn
tær, að á fimm faðma dýpi mátti
greinilega 1 íta risaskeljarnar
sem þarna lifa á botninum.
Ferðamenn kaupa þessar skeljar
dýru verði, og mér datt í hug,
að ég gæti kannski kafað nógu
djúpt til að sækja nokkrar skelj-
ar til þess að bæta upp daginn.
eftir einhverju vopni til þess að
verja þig með gegn þessu hræði-
lega dýri? Nei, það hefðirðu ekki
gert, ekki, ef þú þekkir þessar
slöngur eins vel og ég geri. I
sjónum myndi þessi snákur lík-
lega óttast mig eins og ég ótt-
aðist hann. Hann myndi forðast
mig og synda í burtu, á því er
enginn efi, því að yfirleitt ráð-
ast sjóslöngur ekki á menn. Er.
h'érna á prammanum voru við-
brögð hans hin sömu og rottu
í gildru eða særðs fjallaljóns.
Allt í einu hjó hann til mín. En
ég rétt slapp undan þessum ban-
vænu tönnum, því að á sama and-
artaki kastaði ég mér aftur á
bak, öskraði upp yfir mig og
hvarf síðan niður í dimman sæ
hellisins. Sparkið, sem ég gaf
Ég stakk mér nokkrum sinnum
og skreið síðan kútuppgefinn upp
á flekann til að jafna mig. Rétt
í því brá fyrir skugga af lítilli
sardínuvöðu fyrir framan stóran
helli í berginu. Ég þreif netið
og kastaði fyrir þær. Kastið mis-
heppnaðist og sardínurnar hurfu
inn í hellinn. Ég flýtti mér að
fella mastrið, vafði saman seglið
og lagði það þvert á bátinn. Þá
tók ég nokkur áratog, sem fluttu
bátinn inn í hellinn á eftir veið-
inni. Inni í skútanum var auð-
vitað myrkara en úti, en samt
mátti ég vel greina glitrandi bláa
og hvíta boli sardínanna, þar sem
þær syntu fram og aftur. Ég
kastaði öðru sinni, og nú heppn-
aðist kastið vel. Ég dró inn netið
og hellti úr því innihaldinu í bát-
inn. Um það bil ein tylft serdína
kom úr netinu, og mér til hinnar
ægilegustu skelfingar sé ég, að
þeim fylgir stærðar sjóslanga,
sem fellur niður í bátinn á eftir
þeim. Hún lyfti hinum ljóta
hausi hátt frá þilfarinu, opnum
kjafti og bjóst til þess að höggva
í mig baneitruðum vígtönnunum.
Tennurnar eru örgrannar og
hvassar og líkjast engu fremur
en nálinni á sprautu læknisins,
og þær geta eins auðveldlega og
nálin sprautað inn í blóðsstraum-
inn einhverju sterkasta eitri, sem
til er, og hefur í för með sér
óhjákvæmilegan dauða.
Hvað hefðir þú gert? Hefð-
irðu verið kyrr um borð og leitað
bátnum um leið og ég kastaði
mér af honum, ýtti honum út úr
hellinum og út á auðan sjóinn.
Ég skammast mín ekkert fyrir
að viðurkenna, að ég var ekki í
skapi til að synda eftir bátnum
með þennan hræðilega nýja far-
þega innanborðs. Ég þráði ekk-
ert heitar þá stundina en kom-
ast eins langt frá honum og ég
gat. Ég vissi að slangan myndi
ekki dvelja lengi um borð og
ákvað að bíða hana af mér og
" synda út að rekandi bátnum síð-
ar. Þegar ég leit í kringum mig
í hálfrökkri hellisins, veitti ég
strax athygli lítilli klettasyllu.
Ég synti yfir að henni og hóf
mig upp á þennan friðastað. Ha,
griðastað, sagði ég? já, griða-
stað hins dæmda, hins fordæmda.
Litlu síðar hefði ég viljað gefa
aleiguna fyrir að vera kominn
um borð í prammann með þess-
214