Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 36
veldið afnumið í Danmörku, án þess að svo væri gei*t í ísl. þjóð- félaginu. Danskir grundvallar- lagaráðherrar settust inn á stjórnarskrifstofur konungs. Konungur fól þeim að annast stjórnarstörf íslands og Græn- lands. Þetta var aðeins aftur- tækt starfsumboð. Sem fyrr hélt konungur hinum ísl. yfirráða- rétti og einveldi yfir þessum löndum í sinni eigin hendi Árið 1904 voru stjórnarski'ifstofur Is- lands fluttar til Rvíkur, án þess að Grænlandsmálin, sem þá var búið að færa á annan stað í stjórn konungs, fylgdu með. Á fslandi var einveldið afnumið í áföngum: 1874, 1903—4, 1915 og 1918 með Sambandslögunum! Þá hélt konungur þó eftir einveld- inu í ýmsum málum, þ. á. m. yfir Grænlandi. Vorið 1944 voru þau mál, er í síðari heimsstyrjöld höfðu verið í höndum ísl. ríkis- stjóra, lögð í hendur þjóðkjörins forseta. Við þessa lýðveldisstofn- un var konungurinn alls ekki hrópaður af. Við þessa lýðveldis- stofnun sendi Kristján X hinni íslenzku þjóð og Alþingi sínar heillaóskir. Slíkt myndi enginn afsettur konungur hafa gert. ís- land á því enn yfirráðaréttinn yfir Grænlandi í höndum síns einvalda konungs. Stjórnarfram- kvæmdin og þjóðfélagsvaldið á Grænlandi er nú í höndum Dan- rnerkur, en yfirráðaréttinn yfir því á hún ekki fremur en Severin kaupmaður eða Grænlandsfélagið í Björgvin, er höfðu hliðstæða að- stöðu gagnvart einvaldskonungi fslands á 18. öld. ísland á yfir- ráðaréttinn yfir Grænlandi, en það kann að orka tvímælis, hvort meðferð hans sé samræm heit- orðum konungs í Gamla sátt- mála! II. í Grænlandsmálinu milli Dana og Noi-ðmanna 1931—33 sagði Danmörk margsinnis fyrir Fasta alþjóðadómstólnum, að hún ætti eklci annan rétt til yfirraða á Grænlandi, en að hún hefði lengi farið þar með stjórn. Hægt er að vinna yfirráðarétt yfir iandi á þenna hátt, ef það er yfirráða- laust, er það er tekið. En sé það undir yfirráðarétti er ekki hægt' að vinna nýjan yfirráðarétt yfir því á þennan hátt. En allt síðan íslendingar fundu og námu Grænland, hefur það aldrei verið yfirráðalaust, heldur ætíð staðið undir ísl. yfirráðarétti. Þegar þjóðfrelsisöldur frönsku byitinganna ógnuðu danska kon- ungsdæminu með upplausn og íslendingar liöfnuðu samleið með Dönum, bjuggu Danir til þá kenning, að Grænland hefði verið sjálfstætt lýðveldi, og þvinguðu henni inn í 3. bd af Grönlands historiske Mindesmærker, er út kom í Khöfn 1845. Ekkert gerðu þeir þá eða síðar til að sanna þessa kreddu enda ósannanleg og andstæð öllum staðreyndum. En ekki hafa þeir dregið af sér að útbreiða hana, einnig hér á landi. En nú hefur danska ríkis- stjórnin sjálf, sjálfviljug og ótil- kvödd, algerlega afneitað þessari kreddu og það frammi fyrir al- heimi á þingi allra þjóða. Á að- alþingi SÞ í nóv. 1954 dreifði danska ríkisstjórnin út 2 bók- um til upplýsingar um stöðu Grænlands. önnur var prentuð og gefin út af utanríkisráðuneyt- inu og hét „Grænland". Hin var síðasta skýrsla dönsku stjórnar- innar til aðalritara SÞ sam- kvæmt 73 gr. stofnskrárinnar. I „Grænland“ segir danska stjórnin: „Eiríkur rauði var íslendingur og það fólk, sem fór með hon- um til Grænlands í lok 10. ald- ar og stofnaði þar nýlendu, sem dafnaði um 500 ára skeið . . . var ætíð talin tilheyra sameinuðu skandinavisku réttarsamfélagi. Hinir dönsk-norsJcu konungar, sem einnig ríktu yfir Færeyjum og íslandi, gleymdu því aldrei, að þeir voru einnig herrar Græn- lands. . . . Skandinavarnir, sem fylgdu Eiríki rauða til Græn- lands, tóku með sér þeirra á tungunni varðveittu félagslegu skipulög án nolckurs afdráttar. Þeir stofnuðu tvær stórar hænda- byggðir. . . . Bændurnir mættu á héraðsþingum, þar sem þeir sátu í dómum og séttu lög, ná- kvæmlega eins og á íslandi og um alla Skandinavíu. . . . Græn- land var óbyggt, er Skandinav- arnir fundu þuð“.x Með því að segja, að útflytjendurnir hafi stofnað nýlendu (settlement) en ekki þjóðfélag, með því að segja Grænland ætíð verið hafa hluta úr réttarsamfélagi, og kannast aðeins við þingssókn bænda á héraðsþing, er því algerlega af- neitað, að Grænland hafi átt nokkurt sjálfstæði, og beinlínis sagt, að það hafi verið hluti út þjóðfélagi. Við nánari athugun á því, hvaða þjóðfélag þetta geti hafa verið, sést, að það getur að- eins hafa verið ísland eða „vár lög“. Það kemur heim við stað- hæfinguna um, að hinir ísl. land- námsmenn hafi tekið þjóðfélag sitt með sér til Grænlands (þeirra félagsl. skipul. án af- dráttar). Með staðhæfingunni um áhuga konunganna fyrir yf- irráðum sínum á Grænlandi er gefið til kynna, að yfirráðaréttur þeirra yfir Grænlandi hafi aldrei slitnað, því eitt sinn unnum yfir- ráðarétti má halda við með hug- anum einum. í skýrslunni um Grænland segir danska stjórnin: „Grænland hefur aldrei verið ný- lenda í þeim sama skilningi og eignarsvæði annara Norðurálfu- velda handan hafa, sem áttu rót sína að rekja til landafunda-ald- arinnar og verzlunarpólitíkur hins eftirfarandi iðnaðartímabils. en landið hefur allt síðan á dög- 1 Eric tlie Red was an Icelander, and the people who went with him to Greenland at the end of the tenth century and there established the sett- lement which flourished for 500 years . . . were always regarded as belonging to an unified Scandinavian communi- ty. The Dano-Norwegian Kings who also reigned over Færoe Islands and Iceland never forgot that they were the ruler of Greenland as well, and after the cessation of regular con- nections with Denmark in the Middle Ages Frederic II and Christian IV sent out exspeditons to reestablish them (bis. 29—31). 236

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.