Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 30
smið. En úrsmiðurinn notaði
nema sína til alls annars en úr-
smíða, kenndi honum ekkert í
iðninni og þrælaði honum út í
alls konar skítverk. Fitch varð
brátt leiður á að læra hjá manni,
sem ekkert vildi kenna honum,
og yfirgaf „lærimeistara" sinn.
Hann tók að flakka um landið
og vann fyrir ,sér með úravið-
gerðum, en hann hafði aflað sér
sjálfur þekkingar á úrsmíðum.
Auk þess hafði hann þann starfa
að sjá hermönnum í frelsisstríð-
inu fyrir byssustingjum. Með
þessum störfum tókst honum
nokkurn veginn að sjá sér far-
borða. Síðustu ár stríðsins sigldi
hann niður Ohiofljótið á timbur-
floka, komst til Kentucky og
mældi þar og eignaði sér nokkra
skika af frjósömu landi, þar sem
hann vænti þess, að hann gæti,
eftir að hafa skráð það á sinu
nafni, hagnast á því að selja það
innflytjendum.
Á ferðalögum sínum um hin
víðáttumiklu héruð þessa lands,
sem þá var nærri óbyggt, sá hann
með eigin augum hvílíkar sam-
göngubrautir ár og vötn þessa
iands gætu verið, og hugmyndin
um að byggja samgööngutæki,
sem farið gæti móti straumi, hef-
ur að ööllum líkindum kviknað
með honum.
Þegar Fitch tók að gera til-
raunir sínar ásamt öðrum Banda-
ríkjamanni, árið 1786, var hug-
myndin um að hagnýta gufuvél-
ar í samgöngutæki miklu fjar-
lægari hugsunarhætti manna en
hugmyndin um ferðalög til ann-
ara hnatta er nú. Fitch vissi, að
til voru gufuvélar, en hann hafði
aldrei séð þær. Hann varð því
að feta sig áfram með hjálp síns
eigin hugvits, knúður af einhvers
konar innblæstri. Fyrst datt hon-
um í hug að knýja ökutæki með
gufu, en sá fljótt, hve lítil not
yrðu að slíku tæki, þar sem þjóð-
vegir í þá tíð voru settir djúpri
leðju, og yfir vegleysur kæmust
gufuknúin tæki hvergi. Líklega
hefur John Fitch orðið fyrsti bif-
reiðasmiðurinn, ef vegakerfi
Bandaríkjanna hefði ekki verið
í slíkum ólestri sem þá.
Fitch gerði hið sama og allir
uppfinningamenn, fyrir og eftir
hann; hann setti saman líkan að
gufubát. Síðan sótti hann um
leyfi til þess að sigla gufubát
á Dehvareánni. Að því fengnu
fékk hann nokkra menn í Phila-
delphiu til að leggja 300 dali í
fyrirtæki sitt. Síðan stofnaði
hann til sambands við úrsmið
nokkurn, Henry Voight, og í
verkstæði hans var véln smíðuð.
í júl, 1786 hljóp svo fyrsti gufu-
bátur heimsins af stokkunum
með Fitch og Voight innanborðs.
Voight var kyndari, en Fitch
stóð við stýrið og leit eftir öllu
í hinu merkilega farartæki. Skip-
ið var hvorki knúið með skrúfu
né hjóli, heldur með árum, sem
var komið fyrir á báðum hliðum
og reru því áfram með taktföst-
um áratogum. En upp straum-
inn tókst þeim félögum að sigla,
og Fitch aflaði sér sérleyfis til
að stunda flutninga með gufu-
bátum í fjórum ríkjum, og þeg-
ar í júní áttu þeir fullgerðan nýj-
an bát. Hann var 40 feta lang-
ur, 11 feta breiður og risti 3,8
fet. Stimplar vélarinnar voru 12
þumlungar í þvermál, og ketill-
inn var múraður inn með múr-
steini. í reynsluferðinni náðist
þó aðeins 21/2 mílu hraði móti
straumi, þótt Fitch hefði reiknað
með 8 mílna hraða. Orsökin var
m. a. sú, að stýrið var þungt og
illa lagað og þess vegna illt að
stjórna skipinu. Hinir fáu far-
þegar stukku í land og Fitch varð
fyrir margs konar aðkasti og
varð skotspónn fyndni manna
þeirra, er á horfðu. Þrátt fyrir
mistökin, missti Fitch ekki kjark-
inn, og gerði nýja tilraun. I júní,
árið eftir, gat hann boðið hlut-
höfunum að vera með í reynslu-
ferð nýbyggðs gufubáts. Voight
var kyndari, Fitch stóð við stýr-
ið. Skipið var knúið með skóflu-
hjóli, sem komið var fyrir aftan
á því og öslaði rösklega upp fljót-
ið, og brátt voru bryggjur Fíla-
delfíu með fjölda glottandi and-
lita úr augsýn. Skipið nálgaðist
Burlington, hraðinn var kominn
upp í 5 mílur. Voight kynnti
stöðugt meira og meira, og reyk-
háfurinn spúði þykkum reykjar-
bólstrum. Vinur nokkur á hafn-
arbakkanum í Burlington lét
hleypa af einu fallbyssuskoti. Og
þá, er fögnuðurinn var í algleym-
ingi, varð ketilsprenging, stimpl-
arnir stöðvuðust og skipið tók
að reka aftur á bak fyrir ár-
straumnum. Báðir hugvitsmenn-
irnir höfðu gleymt að hafa ör-
yggisventil á katlinum, en þeir
höfðu auðvitað hvorugur haft
spurnir af slíkum öryggisútbún-
aði. En hinn þrautseigi Fitch
missti enn ekki móðinn. Hann
endurbætti vélina, og vorið 1790
hleypti hann enn einum gufubáti
af stokkunum og hóf nú reglu-
legar gufuskipaferðir.
En nú var fólk farið að hafa
Fitch og uppfinningar hans að
háði og spotti, og honum tókst
ekki að fá það inn í höfuðið á
neinum, að slíkt farartæki, tré-
skip, knúið með eldi og gufu,
ættu nokkra framtíð. Með öðr-
um orðum, þegar Fitch hafði
sigrast á öllum tæknilegum örð-
ugleikum og tekizt að byggja
gufubát, sem reyndist prýðilega,
fékk hann að reyna hin gömlu
sannindi, að enginn verður spá-
maður í eigin landi. Enginn vildi
hlusta á raust hans. Jafnvel mað-
ur eins og Benjamín Franklín,
sem ætla mætti, að hefði fram-
sýni og skilning til að sjá hvers
virði uppfinningar Fitchs voru,
hristi aðeins höfuðið og hlustaði
ekki á fortölur hans.
Það er átakanlegt að lesa það,
sem Fitch skrifaði þessum mikla
manni: „Hér er um að ræða mál,
sem hefur ekki aðeins geysilega
þýðingu fyrir Ameríku, heldur
allar siglingaþjóðir heims. Gufu-
skip mitt mun alveg eins geta
siglt um úthöfin eins og á fljót-
unum og vötnunum hér heima,
og ég sé hilla undir þann tíma,
þegar skip af þeirri gerð, sem ég
nú hef byggt, sigla í heilum flot-
um um Mississippi". En hvorki
Franklin né þingið vildu ljá upp-
finningamanninum eyra, og þá
gafst Fitch upp við frekari til-
raunii'. Aðeins einn málsmetandi
maður þeirra tíma skellti ekki
skollaeyrum við því, sem Fitch
230