Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 34
Skipstjóri heiðraður virkjanir á hinu mikla vatna- svæði Suðurlands, á miðju Suð- urlandi, þar sem blómlegar byggð ir og gott land liggur umhverfis. Leiðir af sjálfu sér að þessar framkvæmdir mundu lyfta undir og stórbæta lífsafkomu fjölda fólks í stórum og víðlendum hér- uðum. Undirstaðan undir fjölskrúð- ugt menningarlíf, hlýtur að vera fjölþætt og blómlegt athafnalíf. byggt upp á traustum grunni, er á rætur í orku sjálfs landsins. Unga kynslóðin hlýtur að eiga stóra drauma um mikil verkefni, hvað sem líður gjaldeyris- og efnahagsvandræðum yfirstand- andi tíma, sem vitanlega verður daglegt viðfangsefni allra tíma hjá þjóð sem mikið byggir upp og meira þarf að byggja. Þess vegna verða ábyrgir menn hvers tíma að finna úrræði, hiklaus og ákveðin í hverju stór-framfara- máli, og það þó að út fyrir land- steinana verði að leita um að- stoð til að hrinda framkvæmd- unum af stað. Það er skylda lærði'a og leikra að hugsa um í alvöru að hrinda af stað umræðum og láta fram fara athuganir heima og erlendis hvernig sem fyrst verði hagnýtt vatnsorkan á Suðurlandi til hags og heilla fyrir þjóðina. Fyrsta skrefið í þeim athug- unum og undirbúningi á að vera að rannsaka til hlítar aðstæður um hafnargerð við Dyrhólaey, og gera fullkomna kostnaðaráætlun u mþað verk, ef það að loknum rannsóknum þykir framkvæm- anlegt. Um þessi stóru framtíðarmál má ekki lengur ríkja þögn og tómlæti. Það sem þýðingarminna er verður að víkja fyrir því sem er frumskilyrði fyrir blómlegu athafnalífi og vekur bjartsýni og trú á framtíðina og farsælt líf á íslandi. Þess vegna mun nú verða með vaxandi áhuga fylgzt með því á Suðurlandi hvernig brygðist verður við þessum mál- úm. Vík, 27. nóv. 1957. Óskar Jónsson. Frá því hefur verið skýrt í dagblöðum, að Snæbjörn Ólafs- son skipstjóri á togaranum Hval- felli, var heiðraður með verð- launaveitingu úr „Minningar- sjóði systkinanna frá Hrafna- björgum“. Þau hjónin Kristín Svein- björnsdóttir og Ragnar Guð- mundsson bóndi að Hrafnabjörg- um, Arnarfirði, stofnuðu á sín- um tíma sjóð, er vera skyldi í vörzlu Slysavarnafélags Islands, til minningar um son þeirra, Ólaf Ragnarsson, sem drukknaði 29. marz 1948 með þeim hætti, að hann tók út af togaranum Kára. Tilgangur sjóðsins er sá, að veita viðurkenningu fyrir björg- un frá drukknun, þegar menn falla útbyrðis af skipum eða fyrir að koma í veg fyrir að dauðaslys verði með þeim hætti, annað hvort með því að finna upp hagkvæm ráð til að bjarga mönnum, er falla út af skipum eða til að veita þeim skipstjór- um viðurkenningu, er sérstaka árvekni þykja sýna um líf skip- verja sinna. Skömmu síðar misstu þessi sömu hjón tvö önnur efnileg börn sín, Höllu og Grétar, með sviplegum hætti og ákváðu þá sveitungar þeirra hjóna að auka sjóðinn með nýju fjárframlagi og var þá nafni sjóðsins breytt í björgunar- og minningarsjóð systkinanna frá Hrafnabjörgum, Ólafs, Höllu og Grétai-s. En for- eldrarnir ákváðu að leggja ár- lega kr. 100,00 í sjóðinn, meðan þeim entust heilsa og efni til, en þá tæki við eitthvert barna þeirra eða afkomenda meðan ætt- in héldist við lýði, svo að sá vís- ir, er foreldrarnir lögðu gæti orð- ið stórt og mikið tré, sem bæri ávöét til blessunar þessu mál- efni, sem að framan greinir. í stofnskrá sjóðsins er ákveðið að stjórn Slysavarnafélags Is- lands haí'i stjórn sjóðsins með höndum og að veita skuli úr honum í fyrsta skipti 17. sept. 1957 á 30 ára afmæli Ólafs Ragn- arssonar. Stjórn Slysavarnafélagsins á- kvað að veita viðurkenningu úr sjónum eins og reglur hans fyr- irskipa og varð ásátt um að hana skyldi hljóta skipstjóri er sér- staka árvekni hefur þótt sýna um líf skipverja sinna. Tilnefndi stjórnin einróma Snæbjörn Ól- afsson skipstjóra á b.v. Hval- felli til að hljóta þessa mikils- verðu viðurkenningu. I reglugerðinni fyrir verð- launaveitingunni skal ávallt leita samþykkis formanns slysavarna- deildarinnar Vinabandsins, Auð- kúluhreppi, fyrir veitingu úr sjóðnum, en formaður þeirrar deildar hefur frá upphafi verið stofnandi sjóðsins, Ragnar Guð- mundsson, frá Hrafnabjörgum, en það var einmitt ósk hans að verðlaununum yrði þannig út- hlutað í þetta skipti. Snæbjörn Ólafsson skipstjóri er Álftnesingur að ætt, sonur Ólafs Bjarnasonar útvegsbónda frá Gestshúsum. Árið 1924, þá 25 ára gamall, varð hann togara- skipstjóri og hefur verið það óslitið til þessa dags. Fyrst á togaranum Ver frá Hafnarfirði, því næst á b.v. Tryggva gamla og síðan 1946 á b.v. Hvalfelli. Alla sína skipstjóratíð hefur Snæbjörn verið í röð fremstu togaraskipstjóra og tíðum afla- kóngur á togveiðum og síldveið- um. Hefur hjá honum farið sam- an dugnaður og umhyggja fyrir skipverjum sínum svo að til fyr- irmyndar er. Viðurkenningin, sem fyrst og fremst er heiðurs- skjal, mun verða afhent skip- stjóranum, er 'hann kemur næst úr veiðiför. <$>------------------:--- -----4> Þaö var í veg'avinnunni að karlana vantaði skóflur. Ég hef ekki fleiri skóflur, sag-ði verkstjórinn. Þið getið hallað ykkur hver upp að öðrum. «4 234

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.