Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 18
urnar út af Seley. Lét ég manninn frá Geir gefa skipstjóranum á Geir signalmerki um það. Vor- um við komnir þarna í mjög krappan straum og grunnsjó. Var skipstjórinn á Geir fljótur að beygja fram frá brotinu. Sagði hann mér á Eski- firði að hann hefði óttast mjög að hann mundi missa okkur aftan úr, því mjög braut þarna sjór- inn á skipunum, þó enn meir á Geir, sem allur var í hálfgerðu kafi, því ekki vantaði hann kraft- inn áfram. Súlan varði sig miklu betur, þó hlaðin væri. Er hún ágætis sjóskip. Frá Eskifirði til Reykjavíkur fengum við gott veður að Reykjanesi, en norðanrok inn Faxa- bugtina. Ekki var að sjá að við drægjum mikið úr ferðinni á Geir þó við hengjum aftan í hon- um. Var skrúfan á honum gerð til dráttar. Inn bugtina lá Geir undir áföllum, en við vorum ofan á hverri báru og börðum sjóinn eins og ill- hveli, og illa lét Súlan, því að nú var hún skrall- tóm. Þegar til Reykjavíkur kom, var Súlan tekin upp í dráttarbrautina þar. Var hún tekin í ræki- lega .skoðun út af strandinu, og síðan byrjað að , gera við hana. Vegna tsrandsins fékk skipið nýj- ar kjalsíður Va tommu þykkari en þær sem í voru, líka til að styrkja kjölinn í skipinu. Einnig fékk skipið nýtt spil fyrir það sem í var, líka vegna strandsins. Skoðunarmennirnir dæmdu að spilið hefði verið ofreynt þegar verið var að hífa skipið út af grunninu. Við viðgerðina kom fram trémaur í stjórn- borðskinnung skipsins fyrir ofan sjó. Voru bönd og byrðingur skipsins meira og minna upptærð- ur þarna á stórum parti. Var þetta eins og gróft þurrt mél viðkomu, sem var hægt að sópa lausu í burtu. Varð eigandi skipsins algjörlega að borga þessa viðgerð. Efni í böndin, sem voru um 10 tommur á kant, keypti ég að mestu leyti hjá milljónafélaginu í Viðey, sem þá var að verða gjaldþrota eða litlu síðar. Voru það ferköntuð tré úr rauðfuru, 14 tommur á kant. Voru þessi tré afgangur af bryggjuviði. Kostaði rúma 1 krónu kúbikfetið í þessum fallegu trjám, en mundi kosta núna rúm- ar 56 krónur. Efni í byrðinginn, sem var fura 33/2 tomma á þykkt, keypti ég hjá Slippfélaginu. Ég var fyrir hönd eigenda skipsins umsjón- armaður þeirra um veturinn meðan viðgerð skips- ins stóð yfir. Var ég því í Reykjavík þenna vetur. Tvennu vil ég segja frá, sem viðkom þessu um- sjónarstarfi mínu. Súlan var allan veturinn upp í dráttarbraut- inni 0g var flesta daga eitthvað verið að vinna við hana, 3 og 4 menn í einu. Sá Eyjólfur Gísla- son, ágætis skipasmiður, að mestu leyti um við- gerðina undir umsjón Ellingsen. Súlan var víst lengsta skipið, sem þá hafði verið tekið upp í dráttarbrautina. Varð því í sam- bandi við það að steypa einn viðbótargarð fyrir ofan efsta garðinn, svo Súlan gæti líka staðið á honum, þegar hún var færð til hliðar af braut- inni. Vinnan og efnið við að búa þennan garð færði Ellingsen á viðgerðarreikning Súlunnar. Þetta vildi ég ekki viðurkenna. Lögfræðilegur ráðamaður minn var Axel Tulinius sýslumaður, sem þá átti heima í Reykjavík, bróðir Ottó Tul- iniusar. Þegar ég hafði skýrt honum frá þessu með viðbótargarðinn kærði hann þetta fyrir Slipp- stjórninni og kallaði hún saman stjórnarfund. Var ég og Ellingsen mættir þar til andsvara. Lauk þeim fundi svo, að viðbótargarðurinn var strikaður út úr viðgerðarreikning Súlunnar. — I annað skipti stóð uppi á vagninum til viðgerð- ar samtímis Súlunni stór' þrímöstruð frönsk skonnorta. Var verið að hita í svitakistunni 4 tonrniu eikarkjalsíðuplanka, sem átti að fara í frönsku skonnortuna; við áttum samtímis inni í svitakistunni 3y% tommu, fleiri en einn furu- planka, sem áttu að fara í byrðinginn á Súlunni. Nú þoldu furuplankarnir ekki eins mikinn hita. Þegar Eyjólfur ætlaði að láta taka byrðingsplanka Súlunnar út úr svitakistunni, neitaði Ellingsen að opna kistuna fyrr en eikarplankinn væri orð- inn nógu heitur, án þess að hafa látið Eyjólf vita um það áður. Þetta þýddi það, eftir því sem Eyj- ólfur sagði mér, að allir piankarnir sem inni í svitakistuni væru og ættu að fara í byrðing Súl- unnar, yrðu ónýtir vegna afhitunar. Lét ég Elling- sen vita um þetta, og sagði honum að Súlan borg- aði ekki þá planka sem ónýtir yrðu eða vinnu við að tegla þá til. Tveir af byrðingsplönkum Súlunnar, sem inni í svitakistunni voru, sprungu þegar þeir kólnuðu á byrðing hennar. Þessa planka lét Ellingsen færa á viðgerðarreikning Súlunnar. — Ég hafði leyfi til að skoða daglega það sem var fært inn í viðgerðarreikning hennar. Ég sagði Ellingsen að ef hann léti ekki færa þessa tvo planka til baka úr viðgerðarreikning Súlunn- ar, mundi ég biðja Axel Tulinius að kæra það fyrir slippstjórninni. Plankarnir voru færðir til baka án þess að til þess kæmi. Ég vil taka fx-am, að þi-átt fyrir þetta sem ég hef nú sagt um Ellingsen, þá féll mér í alla staði ágætlega við hann. Hann var glaður og skemmti- legur maður í allri framkomu og bráðduglegur í starfi sínu. — Seinna, eftir að hann fór að verzla fyrir eigin reikning, átti ég nokkrum sinn- um viðskipti við hann, var hann mér þá hjálp- legur og mjög lipur á allan hátt, svo á betra varð ekki kosið. Seint í apríl 1914 var viðgerð Súlunnar lokið. Tók ég þá í hana fullfei-mi fi*á Reykjavík til Ak- ureyrar. Gekk sú ferð slysaiaust. Lýk ég svo hér að segja frá þessari löngu og viðburðaríku sjófei’ð, sem mátti segja að stæði yfir í í'úmt hálft ár. 218

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.