Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 20
T höfninni í New York lá norska skólaskipið Christian Ra- dich. Frá skipinu andaði ilmur af tóbaki, seglum og tekkviði, þar sem það lá og „sleikti sól- skinið“. Um skipið lék ljómi róman- tíkur og ævintýra og hver myndi ekki óska eftir að sigla með slík- um fai-kosti, ekki sízt þar sem þessi „fullrigger" var einn af átta, sem enn sjást á höfum úti. Þar við má bæta að um borð í Christian Radich var heill hóp- ur af kvikmyndatökumönnum, sem höfðu það hlutverk að filma ferð skipsins frá Osló, um Vest- ur-Indíur, New York og heim til Noregs aftur. Ég fór að brjóta heilann um hvernig ég gæti orð- ið þátttakandi í ævintýrinu. Fyrst datt mér í hug að ég kynni að fá „job“ sem aðstoðarmaður við kvikmyndatökuna um borð, og daginn eftir þrengdi ég mér um borð undir því yfirskini að ég væri fréttamaður og náði tali af yfirkvikmyndatökumanninum. Hann tjáði mér að vegna sér- stakrar tækniaðferðar við myndatökurnar gætu ekki aðrir en sérþjálfaðir menn anhast þær. Filman var nefnilega tekin með svokölluðu „Cinemiracle". Hann var tregur til að útskýra þetta nánar, en ég komst þó að því að 'þetta var aðferð sem við eru notaðar 3 myndavélar sam- tímis og taka þær * myndir af sama hlutnum eða viðburðinum frá 3 stöðum í einu, en það or- sakar að áhorfanda filmunnar finnst sem hann sé með í sjálf- um atburðinum. Þegar t. d. sjó- maður klifrar upp í rejðann til að rifa segl og skipið tekur dýfu, fær áhorfandinn svo raunveru- lega mynd af atburðinum að hon- um finnst eins og manninum í reiðanum, sem hafið lyftist á móti sér. Þetta hljómaði allt vel, en ekki tryggði það mér skiprúm. Ótal margir höfðu reynt það í hverri höfn, sem skipið kom til en árangurslaust. Ég ráfaði fram og aftur um skipið og ósjálfrátt fór ég að skyggnast eftir stöðum þar sem hægt væri að fela sig. Mér fannst þetta hlægilegt upp- átæki. Hver hafði heyrt getið um laumufarþega á seglskipi? En þegar ég hafði séð hina mörgu björgunarbáta, matar og seglageymslur, varð ég æ ákveðn- ari í að gera alvöru úr því að gerast laumufarþegi. Sú stað- reynd að í seinni tíð hefur eng- inn ferðast með fullrigger sem laumufarþegi mælti með þessari tilraun þar sem litlar líkur voru til að nokkur maður mundi <s>------------------—® Lanmu- farþeginn i------------------<s> skyggast eftir laumufarþega á hægfara seglskipi. Mér er ævintýraþráin í blóð borin, og frá því í síðustu styrj- öld hef ég ratað í ýmsum ævin- týrum víðs vegar um heim. Og þegar ég stóð þarna og virti fyrir mér „hinn seglprúða knör“ varð ég ákveðinn í áformi mínu, hvað sem það kostaði. Ég hafði enga hugmynd um hvað við mig mundi verða gert þegar til Noregs kæmi, en ég hafði ávallt heyrt að Norðmenn væru vingjarnleg þjóð og ævin- týraþráin lægi þar í landi. Með tilliti til þess bjóst ég varla við að ég hætti lífi eða limum. Fyrsta skilyrði fyrir laumu- farþega er að tryggja sér að- stoðarmann. Daginn eftir gaf ég mig á tal við hásetana og fann loksins einn, sem ég taldi mig geta treyst. Ég kalla hann hér Friðrik. Hann virtist líta mjög björtum augum á lífið og hafa ótakmarkaða kímnigáfu, enda fannst honum strax uppástunga mín um að gerast laumufarþegi reglulega spennandi. Ég lofaði honum að undir engum kringum- stæðum skyldi ég koma upp um hann, þótt hann liðsinnti mér, en hann lofaði mér að hann skyldi færa mér vatn og mat. ef í nauðirnar ræki. Friðrik fræddi mig á því að skipstjórinn hefði einu sinni sagt að bezti felustaður fyrir laumu- farþega væri seglageymslan, og hver veit betur um þetta en skip- stjórinn? Við urðum ásáttir um að ég skyldi fela mig í segla- geymslunni. Daginn eftir gekk ég frá formsatriðum varðandi brottför úr landinu, vegabréfi o. fl„ og svo labbaði ég niður að Christian Radich búinn sem há- seti — og stökk um borð. Eng- inn veitti mér eftirtekt og augna- bliki síðar var ég kominn ofan í koldimma segiageymsluna og hafði komið mér fyrir á afvikn- um stað bak við þilfarsbjálka og dró segl yfir höfuðið. Nú var teningunum kastað og ekki annað að gera en liggja kyrr og taka því sem að hönd- um bar. Það var nær miðnætti þegar lúkunni að geymslunni var lyft og einhver kom niður stigann. Það var Friðrik með vasaljós í hendinni. Hann horfði undrandi á mig. „Ég hélt alls ekki að þú gerðir alvöru úr þessu, ég kom hingað niður aðeins til að fullvissa mig um að þú værir ekki um borð“. Hann sagði mér að við hefðum hið bezta veður og skipið gengi 10 mílur á vöku. Stefnan var beint til hafs og enda þótt við værum komnir langt frá landi, áleit hann hyggi- legast að ég léti fyrirberast í geymslunni til morguns og féllst ég á það. Friðrik hikaði, en sagði svo. „Eru allir Ameríkanar eins vitlausir og þú?“ Ég varð að við- urkenna að í Ameríku væru víst frekar fáir, sem hefðu þann sið að læðast um og fela sig í skip- um. Síðan yfirgaf Friðrik mig og ég læddist upp á þilfar til að anda að mér fersku lofti. Eng- in veitti mér eftirtekt. Á þessari nóttu fylltist ég aðdáunar á þessu stóra seglskipi, sem sveif yfir 220

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.