Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 9
ir blárauðir af kulda, og við viss- um, að við myndum ekki þola þetta öllu .lengur. í rúmlega 50 klukkustundir höfðum við setið í vatni upp undir mitti. Þennan dag dó enn einn. Ég hjálpaði til að varpa honum útbyrðis, og hrollur fór um mig, er ég sá há- karlana, sem alltaf fylgdu okkur, gína við ætinu. Nokkrir struk- ust við kjöl bátsins. Ég hafði heyrt getið um hákarla, sem lyftu björgunarbátum og flekum að neðan frá til þess að ná í menn- ina, og ég kreppti tilfinninga- lausa fingurna um borðstokkinn og bað guð um hjálp. Klukkan var um hálf finim leytið, og birtu tekið að bregða, þegar Dummer reis upp og sagði, þar sem hann stóð riðandi á fót- unum: „Við höfum horft á marga félaga okkar deyja. Kannski deyja enn nokkrir í nótt, kannski allir. Þó finnst mér einn verða að reyna að lifa, þangað til öll von er úti. Við erum e. t. v. þeir einu, sem hafa komizt af, einn okkar verður að lifa til þess að segja frá örlögum Pamir heima í Þýzkalandi“. Hann sneri sér við til að setjast aftur, og þá um leið birtist okkur skip frelsun- arinnar. Við héldum fyrst, að eingöngu væri um ofsjónir að ræða og við hefðum allir misst vitið við taugaéreynsluna; en svo heyrðist í sírenu. Við sáum skip- inu snúið og skipshöfnina hlaupa forviða til og stara á okkur yfir borðstokkinn. Ég heyrði sjálfan mig hvísla eitthvað, en vissi ekki, hvort það væri bæn. Ég grét og skalf, þeg- ar ég reyndi árangurslaust að standa upp í björgunarbátnum. Svo sá ég nafn skipsins, er það lagði að og byrjaði að setja nið- ur björgunarbáta, SAXON, bandarískt flutningaskip. Ég lokaði augunum og nuddaði nokk- uð af saltinu burtu og galopn- aði þau aftur og trúði þeim vart. Var ég kannski líka gripinn óráði? En þ ávar tekið blíðlega undir axlir mér og mér lyft upp úr vatninu. „Easy now feila“, sagði rödd Bandaríkjamanns, takau það bara rólega, vinur. Ég var eins og í einhverjum óráðsheimi, þar sem hvirfilbyl- urinn geysaði enn; ég heyrði óp manna rg drengja og drunur risavaxinna sjóa, sem hvolfdust yifr okkur. Þegar þeir lögðu mig í koju, sá ég í sýn Pamir, freið- andi hafið og sjómenn og ungl- inga, sem köstuðu sér út úr björgunarnum, — og ég vissi, að minningin um þennan dag og hina 54 tíma, sem við hinir 5, er af komumst, velktumst í bátn- um, hefði brennt sig að eilífu í vitund okkar; við vorum ekki samir menn. Alla ævi myndi salt- vatnsbragðið haldast í munni okkar. Mark Twain var að halda eina af sínum kímnifullu ræðum í miðdegis- verðarboði: „Þegar ég minnist á egg, verður mér hugsað til bæjarins Squash. Ég fór eitt sinn til Squash í fyrirlestrar- ferð, er ég var ungur. Það var áliðið dags, er ég kom þangað, leiðindaveður og bærinn ömuriegur útlits. Ég gekk inn í aðalmatvöruebúðina í plássinu og fýsti að vita, hvort nokkur vissi um fyrirlesturinn um kvöldið. „Góðan dag- inn, vinur“, sagði ég við kaupmann- inn, sem stóð þar, slorugur upp fyrir haus að fletja þorsk. „Nokkur skemmt- un hér á boðstólum í kvöld, þar sem einmana ferðamaður gæti stytt sér stundir. Kaupmaður svipti af sér slor- svuntunni og svaraði hressilega: „Ætli það eigi ekki að verða fyrirlestur, ég hef selt svoddan reiðinnar ósköp af eggjum í dag“. Ég skil það vel, dóttir mín, að þig langi til þess að sjá sem mest af heim- inum, en góða gættu þess að heimur- inn sjái sem minnst af þér. Hjálpar maðurinn þinn þér við upp- þvottinn. Nei, en það kemur fyrir að ég hjálpa honum með hann. Hvort viltu heldur giftast banka- stjóra eða lækni? Ja, það er mjög erf- itt að velja, því hér er um annaðhvort að velja, peningana eða lífið. R.F.D. björgunarbátarnir Meðal útlendinga hafa íslend- ingar fengið orð fyrir að vera fljótir að taka upp alls konar tæknilegar nýjungar í atvinnu- vegum þjóðarinnar og munu nú standa þjóða fremstir í öryggis- málum, sérstaklega í útbúnaði skipa. Starfsemi Slysavamarfélags íslands undanfarin ár hefur markað djúp og heillarík spor í öryggismálum íslendinga, enda hefur markið verið sett hátt og og hvergi slakað á kröfunum um eins fullkominn öryggisútbúnað og kostur hefur verið á. Nú eru gúmmíbjörgunarbát- arnir að ryðja sér til rúms og þykja hafa marga kosti og yfir- burði framyfir venjulega björg- unarbáta. Brezka fyrirtækið B.F.D. Ltd., hefur um langt skeið haft fram- leiðslu alls konar björgunartækja með höndum, bæði fyrir flugvél- ar og skip og fengið viðurkenn- ingu brezkra stjórnarvalda fyrir einna fullkomnustu framleiðslu á þessu sviði. Umboðsmenn firmans hér á landi Ólafur Gíslason & Co. efndu á síðastliðnu hausti til 3ja sýninga hér á R.F.D. björgunar- bátunum. Bátar þessir eru mjög léttir í meðförum og öruggir í sjó- gangi. Þeir hafa margs konar útbúnað, s. s. matvæli, drykkjar- vatn, reykbombur, neyðarljós, árar og ýmislegt fl. Botninn er tvöfaldur og þykir það mjög hagkvæmt til þess að verja skipbrotsmenn kulda. Bát- urinn loftfyllir sig sjálfur og má kasta honum samanbrotnum fyr- ir borð og er þá nóg að kippa í línu til þess að hann blási sig út. Óli Barðdal seglagerðarmaður hefur tekið að sér viðhald og við- gerðir á R.F.D. björgunarbátun- um. Er hann að setja upp full- komna viðgerðarstöð í þessu skyni. Dvaldist óli í sumar í Eng- landi til að kynna sér allt sem þessu starfi viðvíkur. 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.