Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 35
J □ N DÚASDN: FRJÁLSIR ÍSLENZKIR ÞEGNAR VORll EVRSTU LANDNEMAR GRÆNLANDS I. íslendingar (Snæbjörn Galti) fimdu Grænland fyrir 980. Sá á fund, sem finnur! Grænland var mannlaust þá. Á árunum 982—985 könnuðu íslendingar Grænland í þeim til- gangi að eiga það og nota og reisa þar byggð, og hófu fyrstu byrjun á því 983. Allt frá upphafi íslenzka þjóð- félagsins 927—930 lágu hlutar austurstrandar Grænlands inn- an þess svæðis, sem upphaf Úlf- ljótslaga og síðari íslenzk lög tóku yfir. Svo var Grænland sumarið 986 numið af frjálsum ísl. þegn- um, er fóru með alla þætti hins ísl. þjóðfélagsvalds yfir því. Grágás, Járnsíða, Kristinn rétt- ur Áma biskups og hin enn gild- andi lögbók Islands, Jónsbók (frá 1281), allar lögbækur Is- lands, sýna og sanna, að Græn- land er nýlenda íslands. Á árunum 1257—1261 sóru Grænlendingar Hákoni Noregs- konungi hvorki land og þegna né trú og hollustu. Þeir lofuðu honum aðeins ótilgreindum skatti, fjárgreiðslu. Eftir þágild- andi lagareglum hlaut það lof- orð að falla niður við dauða Há- konar 1263. Við gerð gamla sáttmála 1262 —64 komst ísland með nýlendu sinni Grænlandi í málefnasam- band við Noreg, er stóð til 1814 —1821. Með Gamla sáttmála og lög- bókunum Járnsíðu og Jónsbók komst Grænland undir íslenzka konungsstjórn og framkvæmda- vald íslenzkrar miðstjórnar sam- kvæmt Jónsbók. Þetta fram- kvæmdarvald hinnar íslenzku miðstjórnar á Grænlandi var ís- lenzkt, þótt konungar Islands sætu erlendis. I Grænlandsdómnum frá 5. apríl 1933 (Leyden 1933), bls. 47—48, lýsir Fasti alþjóðadóm- stóllinn því yfir, að um miðja 13. öld hafi verið orðinn til yfir öllu Grænlandi réttur, er svar- aði til landsyfirráða nú, og hon- um hafi verið af hinum norsku, norsk-dönsku konungum verið haldið nægilega vel við um alla tíma, svo að hann hafi verið í óslitnu gildi er dómurinn gekk, að sjálfsögðu því þjóðfélagi kon- ungs til handa, er átti hann fyrir öndverðu. Konungarnir töldu sig eiga erfðakonungdóm á Grænlandi. Þann erfðarétt gátu þeir einung- is haft úr réttarheimildum, er á Grænlandi giltu, þ. e. Gamla sáttmála og konungserfðatalinu í Jónsbók. Eftir 1662 töldu konungarnir sig vera einvalda á Grænlandi. Það einveldi gátu þeir aðeins haft úr ísl. einvaldsskuldbind- ingunni frá 1662, er hlaut eins og öll önnur ísl. lög að grípa yfir Grænland. I Kópavogi lét Friðrik III. Islendinga auk þess sverja sér „hans arfsrétt til ís- lands og þess undirlig gjandi insuler og eyja“, er hlýtur að eiga við lönd í vestri. Slík við- bót er að vonum hvorki í norsku né dönsku éinvaldsskuldbinding- unni. Norskt þjóðfélagsvald náði aldrei lengra vestur en að miðju hafi, en þar tók yfirráðasvæði „várra laga“ við (sbr. Grgs. Ia 142—143). Þar sem norska ein- valdsskuldbindingin tók aðeins yfir Noreg sjálfan, varð að setja aðra einvaldsskuldbinding fyrir Færeyjar árið eftir (1662). Þessi nýlendustaða Grænlands olli því, að enginn konungur reyndi að fá Grænlendinga til að ganga sér á hönd fyrir 1262, né leitaði síðar (eftir 1262) nokkru sinni hyllingar á Græn- landi. Hylling móðurlands gilti í nýlendum þess. Fyrir 1814 hafði það aldrei verið efað af nokkrum manni, að Grænland væri nýlenda Islands eða „Islandorum colonia". Eng- inn efaði þá heldur, að Eystri- byggð, er ranglega hafði verið staðsett á Austui’-Grænlandi, stæði þar enn, væri enn alís- lenzk að uppruna og tungu, og að þar gengju íslenzk lög. Allar aðgerðir voru miðaðar við þetta. Árið 1914 voru aðeins 2 full- valcla lönd í Noregskonungs veldi, Island og Noregur, og að- eins öðruhvoru þeirra gat Græn- land tilheyrt. Eins og Grænland hafði 1262—64 komið með Is- landi undir Noregskrónu, lét stjórn í Khöfn Grænland fylg.j- ast með íslandi burt frá Noregi 1814—21, og sýndi með því í orði og verki að Grænland tilheyrir Islandi en ekki Noregi, enda var þessi réttarstaða Grænlands til Islands á allra vitorði þá. Þessi færsla íslands og Græn- lands frá krónu Noregs undir krónu Danmerkur gaf ekki Dan- mörku nokkurn rétt yfir þess- um löndum, og konunginum eigi heldur aukinn rétt yfir þeim. Frá 1662 til 1848 hafði kon- ungur Islands stýrt íslandi og Grænlandi sem einvaldur, sem og öllum öðrum sínum löndum. Frá dögum Hans Egedes og fram til 1774 hafði stjórnarfram- kvæmdin á Grænlandi lengst af verið aðskilin frá yfirráðarétt- inum, sem konungur íslands hélt stöðugt í sinni eigin hendi. En 1774 tók hann einnig í sínar hendur st.jórnarframkvæmdina á Grænlandi. Árði 1848 var ein- 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.