Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 3
Sjómannablaðið VÍKINGUR Útgefandi: Farmanna- og Ftshlmannaaamband íslands Eitstjóri Halldór Jónsson 3. tölublað — Marz 1962 ------ XXIV. árangur --------------- Guðm. Jensson: Hugleiðingar um öryggismál og afrek Efnisyfirlit Bls. Hugleiðingar um ðrygglsmál og afrck 43 Guðm. Jensson. ,—' Sjóslys á m.s. Særúnu í Látraröst . 44 ,—< M.s. Stuðlaberg sckkur út af Stafnesi 46 ,—' B.v. Elliði sekkur £ Jökuldjúpi .... 49 .—' M.s. Skarðsvík sekkur í Jökuldjúpi . 57 M.s. Hafþór strandar á Mýrdalssandi 58 Neðansjávarsjónvarp ............... 60 Leifur Magnússon, verkfræðingur. ,—' Sjórinn á hrygningarsvæðunum við SV-land ......................... 63 Unnsteinn Stefánsson, efnafr. ,—' Farsæid (kvæði) ................... 65 Wilfrid Gibson (Þýð: M. Ásg.). Lifeyrissjóður bátasjómanna .... 67 Guðm. Jensson. ,—< Ekið um Reykjavíkurhöfn (4. grein) 68 Guðfinnur Þorbjörnsson. ,—' Frá kvikmyndatöku i skuttogara .. 69 Dagbókarblöð úr fcrðareisu ....... 70 Ólafiu- Halldórsson, loftskm. Eru væntanlegar nýjungar í björg- unartækjum skipa? ............... 71 Guðm. Jensson. .—• Úr Mýrdalnum til miðnætursólar- innar ........................... 72 ,—' Gunnar Magnússon frá Reynisdal. Frívaktin ......................... 74 ,—' Plastbátar og kraftblokk .......... 76 ,—> Félagsmál (Aðalf. ísl. loftskm.) ... 77 ,—< Draumur veturinn 1906 ............. 77 ★ FORSÍÐUMYNDIN er tekin úr tímariti sænska vélstjóra- sambandsins, „Maskin befalet". S j ómannablaðiS YlKINGUK Útgefandi: F.F.S.f. Ritstjóil: HaUdór Jónsson. Ritnefnd: Guðm. H. Oddsson, form., Þorkell Sigurðsson, Henry Hálf- dánsson, Halldór Guðbjartsson, Pétur Sigurðsson, Egill Jóhannsson, Akur- eyri, Eyjólfur Gíslason, Vestmanna- eyjum, Hallgrimur Jónsson, Slgurjón Einarsson. Blaðið kemur út einu sinnl 1 mánuði og kostar árgangurinn 100 kr. Ritstjóm og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavik. Utanáskrift: „Viklngur". Pósthólf 425. Reykjavík. Sími 156 63. — Prentað í ísafoldarprentsmlðju h.í. Hin geigvænlegu slys undan- famar vikur munu rista djúp spor í hug allra landsmanna. Raunar vitum við af reynzlu margra ára, að síðari hluti jan- úarmánaðar og þó öllu heldur febrúarmánaðar, eru árstíðir, sem alltaf má búast við slysum á skipum og mönnum. Þetta er staðreynd, sem við verðum að hafa í huga og jafnframt verð- um við öll að leggjast á eitt með að bregðast við þeim veðra- brigðum, sem í hönd fara upp úr áramótum á þann hátt, að allt — bókstaflega allt, sem í mannlegu valdi stendur verði gert til þess að koma í veg fyrir að það slys hendi, sem rekja megi til vanhalda á þeim örygg- istækjum, sem fyrir hendi eru. Sjálfsagt er, að menn skiptist á skoðunum um gagnsemi björg- unartækja og svo er gott til að vita, að fjöldi manna innan og utan raða sjómannastéttarinnar hugsa sífellt um þessi mál, og leitast við að finna einhver þau tæki, sem gætu orðið til þess að bjarga mannslífum. íslenzka þjóðin er auðug af dugandi sjómönnum. Það er ef til vill ekki háttvísi gagnvart öðrum stéttum þjóðfélagsins að segja að dýrmætasta eign ís- lendinga séu sjómennirnir, en mætti ég í allri hógværð benda á, að það eru fiskimennirnir okkar, sem hingað til hafa afl- að þjóðarbúinu þeirra tekna, sem duga til að halda uppi vel- gengni og stórstígum framför- um í landi okkar. Fimm- til sexhundruð þúsund tonn af fiski árlega eru ekki hrist út úr erm- inni af neinum aukvisum, og vonandi verður í ár bætt við þá tonnatölu. Neikvæðar deilur uir öryggismál sjómanna ættu ekk^ að eiga sér stað, hinsvegar eru jákvæðar rökræður fagnaðarefni og allt það, sem miðar í þá átt að fullkomna þau öryggistæki, sem fyrir hendi eru, og þá jafn- framt að gefa sjómönnunum sjálfum nauðsynlegt aðhald um að sinna sínum eigin öryggis- málum er hið eina jákvæða. Um leið og við hörmum þau slys, sem nú hafa skeð, vildi ég flytja öllum þeim aðilum, sem hluttakendur hafa verið í því að bjarga ótöldum mannslífum •— innilegustu þakkir og aðdáun samtaka okkar fyrir þeirra at- hafnir og fómfýsi. Yfir þeim dimmu skuggum, Framhald á bls. 45 VÍKINGUR 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.