Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 15
TaliS frá vinstri: Örn Pálsson,
Siffurður Jónsson ('sá yngsti I
hópnum, aðeins 15 ára), Stein-
grímur Njálsson, allir hásetar,
og Pctur Þorsteinsson, kynd-
ari. Pétur heldur á tíkinni
Ellí, en hún bjargaðist á und-
ursamlegan hátt. FaSir henn-
ar, Bob, var einnig meS skip-
inu, en hann fórst meS því.
Ellí hafSi fariS í sjóinn og var
talin af, en á einhvern óskilj-
anlegan máta komst hún »m
borð í björgunarbátinn. Ellí
hefur verið um borð í Elliða
frá fæSingu, en hún er fjórða
aldursári.
Hér sitja á Hótel Borg, talið
frá vinstri: Axel Schiöth 1.
stýrimaður, Páll Jónsson há-
seti og Guðmundur Bagnars-
son háseti (þeir tveir lentu á
korklflekanum), síðan sést á
hnakkann á Sigurði Jónssyni,
yngsta manninum um borS, og
lengst til hægri er Jóhann
Matthasson háseti.
SÍllsSÍ
við komnir suður undir Snsefellsnos. Ekki var
reynt að kasta aftur, enda bráðófært veður.
A laugardagskvöldið átti ég að fara á vakt kl.
hálf sjö, en um hálf sexleytið fengum við á okk-
iu biot, sem lagði skipið illa. Það rétti sig ekki
strax, sem var mjög óvenjulegt, því að Elliði var
mikið og gott sjóskip. Ég fór niður í vél, því að
mér var ljóst, að eitthvað var öðru vísi en það
átti að vera. Ég fékk fljótlega að vita, að leki
væri kominn að skipinu og hann væri ástæðan
fyrir því að það rétti sig ekki. Okkur tókst samt
að rétta togarann, en í því reið yfir annað brot,
sem lagði hann á hina hliðina og eftir það ólag
rétti hann sig ekki.
Út á skyrtunni.
Hallinn á skipinu var það mikill að ekki var
hægt að hreyfa vél og eftir að Ijósamótorarnir
stöðvuðust, hafði ég ekki meira þarna niðri að
gera og fór upp.
I Því éS kom upp, sá ég að þeir voru eitthvað
að braska með bátana og fikaði ég mig niður í
káetu, því að ég átti forláta góða úlpu geymda
þar í skáp. Niðri var svartamyrkur og hallinn
á skipinu svo mikill, að ég átti í hinu mesta basli
VÍKINGUE
að finna skápinn, en aldrei opnaði ég hann,, því
að ekki þorði ég að tefja lengi þarna niðri. Bjóst
við að skipið sykki þá og þegar. Ég varð því að
fara út eins og ég stóð, á skyrtunni. Það var kalt,
4ra til 5 gráða frost og fengum við, þessir létt-
klæddu að vera í brúnni, en hinir voru flestir
gallaðir og stóðu í vari við keisinn.
Við hímdum þarna í brúnni og hinir við keis-
inn og allir blíndum við út í sortann, því að við
áttum von á Júpiter. Tveir bátar voru settir út
og átti að hafa þá klára við síðuna, ef brátt yrði
um skipið. Þeir slitnuðu frá og ráku burt, annar
með tveim mönnum. Korkflekinn, sem við höfð-
um á bátadekkinu fór í sjóinn. Á hann stukku
tveir strákar og rak þá burt á honum. Ekki átt-
um við von á að sjá þá aftur, en sem við stóðum
þarna og einblíndum út í sortann rúmlega klst.
síðar, sjáum við einhverja þúst framundan og
síðai- kom í ljós að þar voru piltarnir á flekan-
um lifandi komnir og okkur lánaðist að innbyrða
þá.
Gengið á síSunni.
Skömmu áður en Júpiter kom á vettvang, feng-
um við, held ég, versta áfallið. Stóri báturinn,
55