Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 14
Þessi mynd er tekin á Hótel Skjaldbreiö. TaUð frá vinstri: Kristinn Konráðsson og Frið- rik Bjömsson hásetar, Ólafur Björnsson 2. matsveinn og Birgir Óskarsson loftskeyta- maður, sem sýndi dæmafáa stillingu í sínu erfiða starfi. SKÝRSLA I. STÝRIMANNS. Næstur kom. fyrir rótt Axel Schiöth, 1. stýri- maður. — Áleit hann, að 8 vindstig hefr’' verið á slysstaðnum, en allt hefði verið með eciilegum hætti, þrátt fyrir stórsjó. Kvaðst hann telja, að allt hefði átt að vera í lagi með að halda sjó í þessu veðri. Hann taldi, að skipið hefúi ríínað um miðju, stjórnborðsmegin. Korkflekinn, sem tveir menn fóru út á, var ekki nema faðmur á annan veg og hálfur faðmur á hina, og var hann ekki ætlaður til björgunar. Eftir að tveir gúmmí- bátar höfðu slitnað frá skipinu, var reynt að gera hinn þriðja sjófæran, en hann blést ekki upp til fulls, og taldi Axel, að ekki hefðu getað verið fleiri í honum en tveir menn, þótt fleiri hefðu e. t. v. getað hangið á honum. Hann kvaðst hafa fengið skriflegan lista fyrir skömmu frá Skipaskoðun ríkisins um það, sem ábótavant væri á skipinu, en ekki hefði verið minnzt á gúmmí- björgunarbátana. Skipstjóri lét hafa lífbátana reiðubúna, en bannaði að nokkur færi frá borði án síns leyfis. Fjórir menn hlýddu því ekki; fóru tveir út á korkflekann og komust aftur um borð við illan leik, en tveir út á gúmmíbát, sem sleit frá og rak í burtu. FRAMBURÐUR LOFTSKEYTAMANNS Þá kom Birgir Óskarsson, loftskeytamaður, fyrir rétt. Kvaðst hann hafa beðið um hjálp kl. 17,30 að beiðni skipstjóra. Vestmannaeyjaradíó svaraði fyrst, en skömmu síðar Reykjavíkurradíó. Síðan svöruðu ýmis skip. Bað Birgir Reykjavík- urradíó að koma tilkynningu í Ríkisútvarpið, þar sem- bv. Júpiter var beðinn að hafa samband við bv. Elliða á neyðarbylgju. Engin tilkynning var lesin í útvarpinu, fyrr en klukkan rúmlega sex, og hafði þá orðalagi verið breytt þannig, að skip og bátar undan Öndverðarnesi voru beðin að hafa samband við Reykjavíkurradíó. — Því bað Birgir um samband við Júpíter, að hann hafði grun um að sá togari væri nærstaddur. Samband náðist bráðlega við Júpíter, og hélt Birgir því allt þar til gúmmíbáturinn frá Júpíter hafði ver- ið dreginn hálfa leið yfir til Elliða. Vék Birgir ekki frá neyðarsendinum þann tíma, en samband- ið var ekki alveg stöðugt, bæði vegna veðurtrufl- ana af völdum kafalds og hins, að spara varð rafmagn neyðarsendisins. Þá kom bátsmaðurinn á bv. Elliða, Haukur Ólafsson, fyrir rétt. Áleit hann, að sjórinn hefði komið inn í skipið um „ganeringu" á næstöft- ustu stíu, stjórnborðsmegin. Ekki sagðist hann vita orsakir slyssins með neinni vissu, en líklegt væri, að gat hefði rifnað á skipið. (Tr blaöaviðtolum — æðrulauslr menn gengu niður síðuna á Elliða. ÆSrulausir menn. — Ég dáist mest að því, hvað allir voru ró- legir. Æðrulausari menn get ég ekki búizt við að sjá við þessar aðstæður. Það gildir umi þá alla, frá þeim elzta niður í þann yngsta, og framkoma skipstjórans var afburða karlmannleg; hið sama er að segja um loftskeytamanninn. Þannig komst Sigurgeir Jósefsson, 3. vélstjóri á Elliða, að orði, er fréttamaður Þjóöviljans átti tal við hann í gær. —Sigurgeir er Eyfirðingur að ætt, en hefur búið á Siglufirði í fjöldamörg ár. Hann er 53 ára og hefur stundað sjóinn mest- an hluta ævi sinnar, bæði á vélbátum og togurum. Rétti sig eftir fyrsta brot. „Við fórum út á miðvikudaginn hinn 7. þ. m. og héldum sem leið liggur í Víkurálinn. Leiðinda- veður var. en við köstuðum og tókum eitt hal, en þegar við tókum það aftur, var ekki lengur togveður og var þá farið að „slóa“. Við höfum líklega slóað á þriðja sólarhring og lónuðum þetta suðureftir og á laugardagskvöldið vorum TÍKINQUR 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.