Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 27
Lífeyrissjóður
í kaupdeilu F.F.S.Í við far-
skipafélögin sumarið 1957, vai'
lausn deilunnar bundin við lof-
orð þáverandi ríkisstjórnar, að
hún hlutaðist til um, að allir
yfirmenn á íslenzkum farskip-
um fengju aðild að lífeyrissjóð-
um.
Skal hér til fróðleiks og til
staðfestingar ofanrituðu, birta
orðrétt yfirlýsingu þáverandi
ráðherra fyrir hönd ríkisstjórn-
arinnar um þetta mál, er varð
til þess að flýta fyrir því, að
hin harða kaupdeila leystist:
„Ríkisstjórnin mun hlutast til
um, að yfirmönnum á kaupskip-
um (stýrimönnum, vélstjórum,
aðstoðarvélstjórum og loft-
skeytamönnum) — verði öllum
tryggð lífeyrisréttindi sambæri-
leg lífeyrisréttindum yfinnanna
á skipum Sambands ísl. sam-
vinnufélaga eða Skipaútgerðar
ríkisins, enda takist samningar
í yfirstandandi kjaradeilu yfir-
manna og skipaútgerðanna.
Til lífeyrisréttindanna skal
stofnað ekki síðar en 1. janúar
1958.
Reykjavík, 1. ágúst 1957.
F. h. Ríkisstjórnar íslands
LúSvík Jósefsson.
(signJ).
Gylfi Þ. Gíslason“.
(sign.).
Þetta loforð var efnt og frá
áramótum 1958 voru stofnaðir
lífeyrissjóðir, sem tóku til allra
þessara aðila.
Var hér merkilegum áfanga
náð í tryggingarmálum sjó-
manna, enda undanfari þess, að
allir undirmenn á farskipum
urðu á árinu 1959 aðnjótandi
þessara sjálfsögðu hlunninda.
Þó hafa hvorki undirmenn á
varðskipum né strandferðaskip-
unum fengið aðild að lífeyris-
sjóðum, enn sem komið er, en
greiðslur munu hafa farið fram
VÍKINGUB
bátasjómanna
og þær lagðar til hliðar, sem
uppistaða í væntanlega aðild að
lífeyrissjóði. Skal hér ekki lagð-
ur dómur á, hvers vegna ekki
hefur verið fyrir löngu síðan
gengið frá slíkum málum til
hagsbóta fyrir þessa menn.
Nú hefur þróunin haldið á-
fram í tryggingarmálunum og
með lögum, er staðfest voru 2.
júní 1958, tók til starfa Lífeyr-
issjóður togarasjómanna, sem
starfað hefur óslitið síðan og
starfsemi hans leitt áþreifanlega
í ljós, að hér er um stórfellt
hagsmunamál að ræða, vegna
lánveitinga og annars. Þess má
til gamans geta, að þess hefur
vandlega verið gætt, að F.F.S.Í.
fengi engan fulltrúa í stjórn
togara-lífeyrissjóðanna — enda
þótt yfirmenn myndi kjarnann.
Með frumvarpi, sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi mn „Lífeyris-
sjóð togarasjómanna og undir-
manna á farskipum“, er hins-
vegar hvergi minnst sérstaklega
á undirmenn á varðskipum eða
strandferðaskipum, svo að vafi
getur leikið á, hvort þeir, sam-
kvæmt orðanna hljóðan, eignist
aðild að sjóðnum.
Stjórn F.F.S.Í. hefur sent
Alþingi umsögn um frv. þetta,
þar sem bent er á, að mikið
skorti á og að miklar breyting-
ar þurfi á því að gera, til þess
að það nái tilgangi, sem miði
að endurbótum á tryggingakerf-
inu, og leggur til að því verði
frestað meðan athuganir fari
fram á þeim lífeyrissjóðum, sem
fyrir hendi eru.
Freistandi væri að gera þessu
efni frekari skil, en rúm ekki
til staðar sem stendur, og ætla
ég því að snúa mér að megin-
kjarna þessarar greinar, en það
er: „Lífeyrissjóður Bátasjó-
manna“.
Allt bendir til þess, að aðkall-
andi verkefni fyrir sjómanna-
samtökin sé að hefja undirbún-
ing að stofnun slíks lífeyris-
sjóðs.
Hin síðari ár, hafa bætzt við
íslenzka bátaflotann tugir fiski-
báta, 100—250 rúmlestir, sem
öll skilyrði hafa til þess að
stunda veiðar mestan hluta árs-
ins, ekki hvað sízt eftir að
kraftblokkin og nylon veiðar-
færin komu til sögunnar, en
síldveiði er að verða stunduð
allan ársins hring. Þessi gjör-
bylting í veiðiháttum fiskibát-
anna kallar í allar áttir á ný
viðhorf, sem hljóta að skapást
og sem bregðast verður við
jafnhliða þróuninni í þessum
efnum.
Má nú þegar segja, að báta-
sjómenn séu yfirleitt orðnireins
árvissir í starfi og togarasjó-
menn og er þá sérstaklega átt
við skipstjórnarmenn og vélstj.
Þessum staðreyndum verður
ekki gengið framhjá og er því
heiilavænlegast fyrir alla aðila
að gera sér ljóst, án óeðlilegra
tafa, að ekki má dragast lengur
að leggja drög að þessum mál-
um.
Ekki verður öðru trúað, en
framsýnir áhrifamenn innan
samtaka útgerðarmanna séu fús-
ir til samninga um þessi mál,
því vart verður annað séð, en
að hér fari hagsmunir beggja
aðila saman, jafnframt því, að
hér er um að ræða þjóðhagslegt
menningar- og framfaramál —
sem stuðlar að aulrnu afkomu-
öryggi íslenzku sjómannastétt-
inni til handa, og tryggir enn-
fremur þeim, sem nærri þeim
standa í landi, öruggari fram-
tíð, ef fyrirvinnan bregzt, sem
því miður skeður alltof oft á
meðan sjómennska er stunduð í
jafn ríkum mæli og gert er hér
á landi.
Bátasjómenn! — Ég skora á
ykkur alla að taka lífeyrissjóðs-
málið til alvarlegrar íhugunar
og leggja fram ykkar skerf inn-
an ykkar samtaka, til þess að
leiða þau farsællega til lykta.
Takmark okkar á að vera:
Líf eyrissjóóur Bátasjómanna
skal vera kominn á laggirnar
um næstu áramót.
Guóm. Jensson.
67