Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 5
um élum. Tókst 1. vélstjóra þó að ná sambandi við varðskip, síðan hafði hann samband við Tröllafoss, sem kvaðst mundu fara til hans. En á daginn kom, að Þór var næstur og ákveðið að hann færi til hjálpar. Stóð í sjó upp í mitti og stýrði. Annar vélstjóri stóð í dyrum kortaklefans og stýrði skipinu. Stóð hann þar öðru hverju í sjó upp í mitti. Annars staðar var hvergi stætt á stjómpalli. Allir voru mennirnir hlífðar- fatalausir. 1. vélstjóri kvað hnútinn hafa verið það snöggan, að í korta- klefa, sem var opinn, þegar að var komið, var lítill sjór. Pakk- ar, er þar voru geymdir, voru þurrir. Sjór kom enginn í skip- ið, nema lítils háttar niður um loftventla í vélarrúmið, þegar skipið lá á hliðinni. Matsveinninn gegndi störfum vélstjóra á leið til lands. Þegar skipið fékk brotsjóinn, fékk það mikla slagsíðu,, því farmur þess, sem var lýsi í tunnum, hafði kastast til í lestinni. Sama skipshöfn í U ár. Mótorbáturinn Dofri frá Pat- reksfirði fékk vitneskju um, að Særún hefði orðið fyrir áfalli um kl. 8,30 og lagði þegar af stað til aðstoðar. Særún hafði þá lónað af stað í áttina hingað og var komin inn á Patreks- fjarðarmynni, er Dofra bar að og skömmu síðar Þór, sem tók Særúnu í tog, eftir að hafa sent þrjá menn um borð í gúmmíbát,. samkv. ósk skipshafnar á Sæ- rúnu. Skipin komu svo inn til Patreksfjarðar kl. 12,20. Særún er 140 lestir að stærð, byggð 1919. Eigandi er Einar Guðfinnsson í Bolungarvík og hefur skipið verið í vöruflutn- ingum milli Reykjavíkur og Vestfjarða í nokkur ár. Áður hét það Sigríður og var línu- veiðari. Þannig- leit stjómpaUurinn á Særúnu út eftir áfallið. Sama skipshöfn hefur verið á skipinu óslitið s. 1. 4 ár. Frétt þessi er mikil harmafregn, ekki eingöngu aðstandendum þeirra sem hér fórust, heldur mun svo vera um alla Vestfirði og víðar, þar sem skipshöfnin hefur ver- ið einstaklega farsæl og vinsæl. Hugleiðingar uml öryggismál og afreli Framhald af bls. 43 sem leggjast á huga lands- manna, vegna þeirra slysa, sem skeð hafa, lýsir ljómi af afreki þein-a manna, sem báru gæfu til að bjarga á síðustu stundu tugum hraustra drengja. Nöfn Bjarna Ingimarssonar, skipstjóra á Júpiter og Krist- jáns Rögnvaldssonar, skipstjóra á Elliða og þá Halldórs Hall- dórssonar,, skipstjóra á Júní, bera hátt og eru íslenzkri sjó- mannastétt fagurt vitni. Þá væri óviðeigandi að gleyma loftskeytamanninum á Elliða, Birgi Óskarssyni. — Þeir voru margir í landi, sem hlustuðu á viðskipti hans í talstöðinni á hættunnar stund. Öllum bar saman um, að hann hefði verið eins rólegur og ekkert væri að ske, utan venjuleg viðskipti. Það er og verður heiður fyrir loft- skeytamannastéttina að eiga slíka menn, og nafni hans verð- ur ekki gleymt. Drjúgan þátt í þeim afrekum, sem minnistæð eru, á björgun- arsveitin í Vík í Mýrdal, sem braust yfir ófærar ár og illfæra sanda til þess að koma nauð- stöddum skipverjum á mb. Haf- þóri til bjargar. Þar var einnig unnið afrek, sem ekki mun held- ur gleymast. Sú karlmennska og yfirlætis- leysi, sem þessir menn og ef- laust fleiri, sýndu á augnabliki geigvænlegrar hættu,, mun verða sígildur mælikvarði á þá beztu arfleifð, sem íslenzkir sjómenn hafa tileinkað sér gegnum þá hörðu lífsbaráttu, sem forfeður þeirra háðu, oft við önnur og jafnvel verri skilyrði. VÍKINGUE 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað: 3. Tölublað (01.03.1962)
https://timarit.is/issue/289247

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. Tölublað (01.03.1962)

Aðgerðir: