Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Side 12
■ Á myndinni gefur að líta gúmmibjörgunarbátinn, sem áhöfnin á EUiða fór í, er hún bjargaðist yfir i Júpiter. Bát- urinn var settur í land, þegar Júpiter lagðist að bryggju í Reykjavík, og eru þeir, sem tóku á móti togaranum, að virða gúmmíbátinn fyrir sér. þess að togarinn kæmist út á mið, þegar skoðun- in var framkvæmd, svo að einum hefði verið sleppt. Ekki kvaðst skipstjóri vita, hvort það var hinn óskoðaði, sem ekki blést upp, en allir hefðu bátarnir verið gallaðir. Tveir slitnuðu frá, annar tómur, en hinn með tvo menn, þótt þeir ættu að taka tólf menn hvor, svo að varla hefði átakið verið of mikið á taugina, sem átti að halda þeim við skipið. Taldi hann, aðspurður, ekki eðlilegt að böndin skyldu slitna, en faðmspotti hékk eftir af tauginni á bátnum, sem Óðinn fann. Hefði snúran ekki núizt af vegna nuggs við skipið. — Þá taldi skipstjóri, að útilokað hefði verið að koma trébátunum í sjóinn vegna hallans á skip- inu. SKÝRSLA VÉLSTJÓRA Þá kom fyrir rétt 1. vélstjóri, Jens Pálsson. Fer hér á eftir mestur hluti skýrslu þeirrar, er hann lagði fram: „Laugardaginn 10. febrúar 1962 var ýmist andæft upp í vind og sjó eða haldið undan veðri. Lensað á venjulegan hátt. Var keyrt ýmist á hálfri eða hægri ferð og skeði ekkert óvenjulegt þar til um kl. 16,20, að verið var að rétta skipið eftir ólag, er riðið hafði yfir það og orsakaði töluverðan stjórnborðshalla. Um sama leyti kom í ljós, að austursía frá lestum hafði stíflazt, og var hún tekin upp og kom þá í ljós, að um mjög mikinn sjó og óvenjulegan var að ræða í lestum skipsins. Var þá hafizt handa um að dæla lest- arnar, bæði með austurdælu aðalvélar og einnig með „jaktor“, en þegar augljóst var, að um mjög óvenjulegan sjó var að ræða í lestum, flautaði vélstjóri upp til stjórnpalls og bað um að maður yrði sendur niður í lest að athuga, hversu mikill sjór væri í lestunum. Það var mjög rnikill sjór í afturlest skipsins. Kl. 16,40 var búið að rétta skipið og var andæft upp í, ýmist með hálfri eða hægri ferð og var stöðugt haldið áfram að dæla frá lestum með tveimur dælum. öðrum dæl- um verður ekki við komið samtímis við að dæla frá lestunum, þar sem ekki er um fleiri leiðslur að ræða. Það skal tekið fram hér, að skipið var venjulega rétt af á þann hátt, að olíu er dælt á milli síðugeyma skipsins, og má búast við, að þar sem um verulega stjórnborðsslagsíðu var að ræða, hafi verið komin eitthvað meiri olía bak- borðsmegin. Um kl. 17,00 fór skipið yfir til bak- borða, og var þá olíu enn dælt á milli geyma, og stöðugt var haldið áfram að dæla frá lestunum. Þannig gekk þetta til, að það var dælt á milli geyma, ýmist til stjórnborða eða bakborða eftir halla skipsins, þar til kl. 18,15, að skipið tók skyndilega að hallast mjög mikið til bakborða. Var enn reynt að dæla olíu á milli, en þá var hallinn orðinn það mikill, að ljósavélin missti kælivatnið og stöðvaðist. Aðalvélin, sem verið hafði í gangi á hægri ferð, var þá stöðvuð. Var þegar reynt að koma hinni ljósavélinni í gang (en hún er með hringrásar-vatnskælingu, sem aftur er sjókælt frá sama sjóinntaki og hin ljósa- vélin). Tókst það, en hún gekk aðeins í nokkrar mínútur, unz hún stöðvaðist einnig, þar sem kælidælur ljósavélanna hafa báðar sama sjóinn- tak, og verða þá báðar óvirkar, ef vatn fer af inntaksloka. Stöðugt jókst hallinn á skipinu. — Skömmu síðar var hringt á hálfa ferð. Var aðal- vélin sett í gang til að reyna að snúa skipinu sem tókst. Að því loknu var vélstjóra fyrirskipað að koma til stjómpalls, með því að sýnt var, að ekkert var hægt að gera frekar í vélarrúmi. Það skal tekið fram, að tímatakmörk eru ónákvæm". 52 VllINGUE J

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.