Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 16
sem við geymdum okkur brást, þandist ekki út nema hálfur. önnur þrýstiloftsflaskan var óvirk. Nú héldu margir að öll von væri úti. Samt kom ekkert fum á mannskapinn og voru menn rólegir eftir sem áður. Loks sáum við Júpiter bregða fyrir, en hann hvarf okkur aftur í sortann. kom í ljós aftur og nú rann upp úrslitastundin. — Kristján skaut og hitti. Við létum reka frá skipinu í bátnum, sem Júpiter sendi okkur. Þegar við fórum um borð í hann, lá Elliði mikið til á hliðinni og það var nokkrum erfiðleikum bundið að príla upp á síð- una, en niður hana gátum við rennt okkur með aðstoð kaðals úr bátnum,, sem bundinn var í rekkverkið á keisnum. Þegar Kristján skipstjóri fór frá borði,, síðastur manna, gekk hann á lá- réttri síðunni. Þar fór gott skip. Það var þröngt fyrir 26 menn að kúldrast í 18. manna báti,, en þröngt mega sáttir sitja og lágum við hver á öðrum. Við vorum lengi að komast frá skipinu, því að það rak hratt með okkur. Við vorum komnir rétt aftur fyrir það, þegar það endastakk sér í djúpið. Þar fór gott skip.__Ég held að við höfum verið 15—20 mín. í bátnum þangað til Júpiter komst að okkur. Þar var röskum strákum að mæta, því að við bók- staflega svifum um borð einn eftir annan, Krist- ján síðastur. Aðbúðin um borð í Júpiter var frábær,, þar var gert fyrir okkur allt, sem unnt var og meira til, held ég, en á þessari einstöku björgun er dimmur skuggi. Tveir félagar okkar koma ekki lífs heim“. „ÞAÐ VAR ME1STARASK0T“. Strákamir gátu ekki leynt aðdáun sinni á skipstjórunum báðum og loftskeytamönnunum. Þeir sögðu að Kristján skipstjóri hefði sagt, er skipið var komið á hliðina: „Þetta er allt í lagi strákar, hvernig var það ekki með Þorkel mána, hann lá á hliðinni í 24 stundir og hann er ofan- sjávar ennþá“. — Strákamir sögðu að það hefði ekki heyrzt æðruorð frá nokkrum manni meðan á þessu öllu stóð. — Reyndar trúðu flestir því lengst af að Elliði myndi ekki sökkva. Loftskeytamaðurinn var alltaf jafn rólegur meðan á þessu stóð og gátum við ekki merkt á honum að honum hefði brugðið hið minnsta. Hér var gangastúlka á Skjaldbreið sammála, því hún sagðist hafa heyrt er loftskeytamennirnir á Júpí- ter og Elliða töluðu saman og það hafði verið undursamlegt að heyra hvað þeir voru báðir ró- legir. Björgunin stóð mjög tæpt, svo tæpt, að ekki hefði mátt muna nokkrum mínútum. Veðrið var óskaplegt og það gekk á með kolsvörtum hríð- arbyljum. Þannig var það, er skipbrotsmennim- ir sáu til Júpíters, þá héldu þeir að það væri bara skynvilla, því hann hvarf sjónum þeirra eftir að þeir sáu til hans í fyrsta skipti. Þegar skipbrotsmennirnir fóru í bátinn, lægði. Þeir fóru 26 í sama bát og sátu hver ofan á öðr- um. Þeir álitu að báturinn hefði ekki flotið lengi með þá svo marga. Afgerandi þáttur í björguninni var, þegar Kristján skipstjóri skaut línunni yfir í Júpíter. Það var meistaraskot, sögðu strákarnir. Línan kom á hvalbakinn á Júpiter. Sjómennimir, sem voru á þilfarinu á Júpiter sáu ekki línuna,. en maður í brúnni sá hana og gerði strax aðvart. Þá var komið að því að ná Elliðamönnum um borð og það voru engin vettlingatök, sögðu þeir á Elliða. Við bókstaflega flugum um borð. Mót- tökurnar voru alveg skínandi,, rjúkandi kaffi og brennivín. Fínir strákar á Júpiter, sögðu þeir Elliðamenn. Skipreika áður. Hér lýkur frásögn Sigurgeirs, en hann sagði frá því, svona 1 framhjáhlaupi, að hann hefði áður- orðið skipreika. Árið 1935 var hann á vb. Æskunni og var að koma á henni úr róðri. — Voru þeir þá staddir undan Sauðanesi, þegar brotsjór steyptist yfir bátinn og línuna, sem lá á dekkinu, tók út. Hún fór í skrúfuna. Ekki varð vélin keyrð að gagni, svo að formaðurinn tók happadrýgsta ráðið. Lónaði upp í fjöru á Sauða- nesi og þar komust þeir í land með aðstoð vita- varðarins. „ÞETTA VAR GUÐLEG FORSJÓN“. Klukkan tæplega 23,00 sunnudaginn 11. febr- úar s.l. renndi togarinn Júpiter upp að bryggju í Reykjavíkurhöfn og hafði innanborðs 26 menn af áhöfn Elliða, sem sólarhring áður sökk út af Breiðafirði. Sú björgun var einstætt happaverk unnið á síðustu stundu. Fjöldi fólks var kominn niður á bryggju til að fagna skipbrotsmönnum, sem þó eru nálega allir Siglfirðingar. En þeir eiga margir skyldfólk og vini hér og það kom til að fagna þeim. Frétta- menn fóru þegar um borð, en lítið tækifæri var til að ræða við skipbrotsmenn, þar sem þeir hugðust fyrst og fremst komast í land eftir hina söguríku útivist. Togarinn Júpiter var nýfarinn á veiðar, er hann varð til að bjarga mönnunum. Ætlunin var að varðskipið Óðinn tæki skipbrotsmennina af Elliða um borð til sín og héldi tafarlaust með þá norður til Siglufjarðar. Þetta reyndist þó ófært, því veðurhæðin var svo mikil á Breiðafirði, að ekki þótti gerlegt að flytja mennina á milli. Við hittum Bjarna Ingimarsson, skipstjóra á VÍKINGUE 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.