Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 25
Að nokkrum tíma liðnum klekj- ast lirfumar úr egginu, lifa um skeið sem kviðpokaseiði, en ger- ast svo sjálfstæðir einstaklingar, sem þurfa sjálfir að afla sér fanga. Nokkra mánuði lifa seið in í yfirborðslögum sjávar og berast með straumum. Að þess- u,m sviftíma liðnum, leita þau botns og nærast þá á botndýr- um. — Þetta tiltölulega stutta tímabil frá hrygningu til botn- stigs, er talið örlagaríkasti á- fanginn í lífsskeiði þorskfisk- anna, og á þeim tíma gjalda einstaklingarnir mest afhroð. Styrkleiki árganganna, sem síð- an koma í gagnið, er því að mestu leyti komin undir því, hvernig móðir náttúra býr að ungviðinu á hinu örlagaríka svifskeiði. Ein af þeim hættum, sem seiðunum er búin,, er ágang- ur stærri dýra, t.d. étur þorsk- urinn sín eigin afkvæmi. Fiska- egg eru viðkvæm fyrir hnjaski og lendi þau í ölduróti, getur egghimnan rifnað. Af völdum storma er talið að milljónir eggja geti farizt. Upplýsingar um fjölda stormdaga á hrygn- ingartímanum gætu því gefið vísbendingu um örlög stofnsins. Berist eggin með straumi eða vindi upp undir land í mjög ferskan sjó, getur svo farið, vegna hins mikla munar í gegn- flæðiþrýstingi — (osmótiskum þrýstingij — að þau bólgni svo út, að þau springi. Þegar seiðin leita botns liggur líf þeirra við, að botninn sé á hæfilegu dýpi. Berist þau út á regindýpi, er hætta á að þau týni unnvörpum tölunni. Stöðug norðan- eða norðvestanátt á svæðinu sunnan við landið gæti borið eggin út fyrir landgrunnið og þannig haft hinar alvarlegustu afleið- ingar fyrir seiðin. Rannsókn á vindátt í hafinu sunnan íslands gæti því veitt nokkra vitneskju um afdrif þeirra. Má í því sam- bandi nefna, að fyrir fáum ár- um gerði bandarískur vísinda- maður hliðstæða rannsókn á sambandi milli vinda og hrygn- ingar ýsunnar á Georgs Bank við austurströnd Bandaríkjanna. Komst hann að þeirri niður- stöðu, að allnáið samhengi sé milli árangurs hrygningarinnar hverju sinni og vindáttar á hrygningartímanum. — Þá má benda á, að þar sem flutningur eggja og seiða er háður straumi og vindi, geta mælingar á haf- straumum veitt mikilvægustu upplýsingar um lífið í sjónum, og svona mætti lengi telja. WILFRID GIBSON: Farsæld Ilvað flytur þú, sæfari, fémætt á land? Filabeinsdyngjur og gull ems og sand? — Sem aleigu út í mitt langferðalíf, ég lagSi meö spánnýjcm vasahníf. Siglt hef ég árin fimmtiu full til fílabemsstranda og eyja með gull. Og önnunr eins heyyni eftir allt þetta líf: Ég á emtþá minn gamla vasahmf! (Þýö. Magnús Ásgeirsson). Myndir þessar eru teknar neðansjávar af botnvörpu. Til vinstri má sjá hvernig- hlerinn tekur við sér í draettinum og lieist beint uppi vegna tengslanna á baki hans. Til hægri sést framan á vörpuna í drætti, hvernig kúlurnar á höfuðlínunni lyfta henni upp, en jafnhliða tilhneygingu tU að sveigja höfuðiínuna aftur. VÍKINGUR 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.