Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 36
Njarðv.kurbátur, framleiddur af Bjama Einaijssyni í NjarSvíkum. Báturinn er úr
trefja-plasti og er 12 V4 fet á lengd.
Nýjungar og tœkni
Plastbátar og kraftblokk
Það veiðitæki, sem nú ríður
sér ört til rúms, er kraftblokkin,
en reynslan hefur sýnt að síld-
veiðar með eldri aðferðum eins
og herpinót eða hringnót munu
lifa sem endurminningar. Það
var tilkommikil sjón að sjá síld-
veiðiskipin með nótabáta í ugl-
um á báðum síðum, en erfitt og
stundum í misjöfnum veðrum.
Nótabátum er nú breytt í trill-
ur.
Ekki er það svo að skilja, að
kraftblokkin útheimti ekki bát,
þótt kastað sé frá síldveiðiskip-
inu sjálfu ,en sá bátur sem nú
er notaður er léttur og viðráð-
anlegur í fyrstu voru notaðir
norskir trébátar með innan-
borðsvél, sem vega 3—4000 kg.,
en oft getur verið óþægilegt að
taka þá upp í misjöfnu veðri,
svo og þegar skipið er orðið
hlaðið, en það munar um svo
mikinn þunga á annarri síðunni.
Oft hefur mátt sjá síldveiðibát-
inn með léttbátinn í togi, þar
sem ekki voru tök á að taka
hann upp. Þungur bátur gerir
það einnig að verkum, að hann
er sjaldnar settur í sjóinn og
getur því tjón hlotizt af á nót-
inni.
Þeir bátar sem nú ryðja sér
æ meira til rúms eru úr trefja-
plasti, léttir og liðlegir, vega að-
eins 1—200 kg. með utanborðs-
Norskur trefja-plastbátur (Norbruk). —
Báturinn er 16 feta langur og vegur
250 kgr.
vél, en á s.l. sumri voru fluttir
til landsins 30 slíkir bátar af
Gunnari Ásgeirssyni h.f., svo og
nokkrir framleiddir í Skipasmst.
Njarðvíkur og var reynslan sú,
að nauðsynlegt má telja að hafa
slíkan bát í hverju skipi.
Notkun þessara báta er aðal-
lega fólgin í því að draga síld-
veiðibátinn frá nótinni, ef hann
hefur rekið inn í hana, losa nót-
ina, ef hún hefur festst hæln-
um á bátnum eða fara meðfram
teininum, til að laga hann eða
setja auka-flotholt.
Það var haft eftir Eggerti
Gíslasyni, skipstjóra á Víðir II.,
í einu dagblaðinu í haust, að
léttbáturinn hafi bjargað síld-
veiðinni hjá honum.
Það er mikið atriði að bátur-
inn sé rétt byggður, þ.e.a.s., þoli
kraftmikla vél, en trefjaplast-
bátar fást með mi&munandi
botnlagi, en ef það er ekki rétt,
er voðinn vís, þar sem lítið þarf
til ef vélin er of stór, að bátur-
inn lyftist upp að framan og
hvolfi. Þeir bátar, sem hentug-
astir eru þurfa að vera byggðir
sem hraðbátar, breiðir og með
góðu botnlagi, en innrétting að
sjálfsögðu eins og í róðrarbát-
um.
Blaðið hefur kynnt sér þá
báta, sem Gunnar Ásgeirsson
h.f. býður síldveiðiflotanum nú,
en það eru norsk byggðir bátar
svo og Njarðvíkurbátur — en
þessir bátar hafa verið reyndir
með kraftmiklum vélum í drætti
og hefur reynsla þeirra verið
með ágætum.
Það er varhugavert að nota
stærri vél en seljandi gefur upp
og reynslan hefur sýnt það.
Sumir skipstjórar höfðu þann
sið á s.l. síldarvertíð fyrir N.-
og A.-landinu að setja léttbát-
inn í sjóinn strax að loknu kasti
og hafa hann viðbúinn, ef á
þyrfti að halda, en rifin nót er
allkostnaðarsamt í útgerð svo og
töpuðu kasti og er það lítil hag-
kvæmni að spara kaup á léttbát
sem kostar 30—40 þús. kr. með
vél, en fá í staðinn e.t.v. tjón,
sem getur numið hundruðum
þúsunda.
Það mun nú vera í athugun
hjá Skipaskoðun ríkisins að
leyfa léttbáta og annan útbúnað
í stað lífbátanna, sem stærri
síldveiðiskip hafa orðið að hafa,
en fyrirferð þeirra hefur verið
til mikilla óþæginda á bátadekki.
Þótt trefjaplastbátar séu sér-
lega sterkir og traustir á sjón-
um, ef rétt er valið, þá er ávallt
hyggilegra að vera varfærinn,
sérstaklega ef þessir bátar eru
notaðir í landlegum í sporti, en
þá er gangur þeirra mjög mik-
ill. Að sjálfsögðu þurfa þessir
bátar að vera með flothylkjum,
svo þeir geti ekki sokkið.
VÍKINGUB
76