Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 18
Vélbáturinn Hafþór, VE 2, áður Smárl frá Húsavík, siglir hér undir Heimaklctti. Pálmi SigurSsson, skipstjóri M.S. Haiþór strandar á Mýrdalssandi Kluklcan rúmleg’a níu á laugardagskvöld 17. febrúar s. 1. barst frétt til Víkur um, að bátur úr Vestmannaeyjum væri strandaður einhvers staðar í námunda við Hjörleifshöfða. — Björg- unarsveit bjóst begar til að fara á strandstaðinn undir forystu Ragnars Þorsteinssonar,. bónda á Höfðabrekku, sem er stjórnandi björgunarsveit- ar Slysavarnafélagsins í Vík. Með honum fóru menn úr björgunarsveitinni, einnig menn úr Flugbjörgunarsveitinni í Vík, en stjórnandi henn- ar er Brandur Stefánsson og sjálfboðaliðar. — Fyrstu bílar lögðu af stað laust fyrir klukkan 10 um lcvöldið. í leiðangrinum var snjóbíll, tíu hjóla trukkur, tveir Dodge-bílar og tveir jeppar. Var bá talið að báturinn hefði strandað beint suður af Hjör- leifshöfða. Um kl. 11 komu fréttir um, að búið væri að miða bátinn og væri hann strandaður nokkru fyrir austan höfðann. Fóru bá enn tveir bílar af stað, til að flytja björgunarsveitinni bessar fréttir og veita aðstoð, ef með byrfti- MIKIL ÓFÆRÐ Þótt ekki sé 'nema um fimmtán kílómetrar frá Vík austur að Hjörleifshöfða og greiðfarið í góðri færð, var allt öðru máli að gegna nú. Eng- in leið var að fylgja venjulegum brautum, heldur varð að fara alls konar króka eftir bví hvar greiðfærast var. Víða hálffestust bílarnir í sand- inum, bví að hann er allur sundurskorinn af 58 djúpum skorningum. Varð bá að draga bá upp með hjálp sterkustu bíla. Þó fór svo, að tveir bílamir voru skildir eftir á sandinum. Þannig var viðstöðulaust haldið áfram niður að sjó sunn- an við Hjörleifshöfða. Var síðan ekið áfram eft- ir ströndinni austur að svonefndri Höfðakvísl, sem rennur til sjávar skammt austur af Hjör- leifshöfða. Tveir bílanna komu við í skipbrots- mannaskýlinu sunnan undir höfðanum og tóku bar burr föt til að senda til skipbrot&manna. GANGANDI A STRANDSTAÐ Engin leið var að komast á bílum austur yf- ir kvíslina, en auðséð, að báturinn hlyti að vera allmiklu austar. bví að engin ljós sáust. Var bví ákveðið að björgunarsveitin legði af stað gang- andi með björgunartækin, en bílamir reyndu að kanna möguleikana á að komast austur á sand- inn, allmiklu ofar. Þá var klukkan um eitt um nóttina, og bví liðnir rúmir bvír tímar frá bví fyrstu bílarnir lögðu af stað úr Vík. Má bað teljast ótrúlega góður gangur miðað við færðina, bótt ekki séu nema um tuttugu kílómetrar aust- ur að kvíslinni. Allan tímann var slagveðurs- rigning og SV stormur. SNJÓBÍLLINN BROTNAR Bílamir héldu aftur upp á sandinn og reyndu fyrir sér að komast yfir kvíslina uppi við Hjör- leifshöfða, en bað var vonlaust með öllu. Þá ætl- VlKINGUE J

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.