Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 32
ÚR MÝRDALNUM TIL MIÐNÆTURSÚLARINNAR Mýrdalurinn er þannig stað- settur, að þar sér vel til skipa og breytileika hafsins — við strönd hans. Þar var stundaður árabátaút- vegur þá er ég var barn að aldri, og var það mér nýr heim- ur að fá að fara „í sandinn" og sjá það sem þar fór fram á sviði þeirrar sjósóknar, sem þar tíðkaðist. En úti á miðunum ösluðu tog- arar, og skútur svifu þöndum seglum austur og vestur vetur hvern. Ég fékk strax að róa heima, þegar að ég hafði aldur til og þótti mér það nýlunda að glíma við þorskinn. — En hugur minn stefndi að því að komast á tog- ara, eins og margir fleiri Mýr- dælingar. Svo var það afráðið, að ég legði út í ævintýrið, þá er ég var átjánv ára gamall. Ég hafði aldrei komið til Reykja- víkur og þekkti þar engan. En það dró ekki kjark úr mér að heldur. Það var allstór hópur manna, sem lagði af stað aust- an úr Mýrdal hinn 20. janúar 1930, voru það allt vermenn að fara til sjávar. Ferðast var á hestum, því að samgöngurnar voru þá ekki komnar í það horf, sem þær eru í nú. Ég var einn í hópi þessara manna. Farar- stjóri var Jón Árnason, bóndi í Norður-Hvammi, voru þarmeð í förinni synir hans 2 eða 3, sem voru togarasjómenn og voru þeir ráðnir í skiprúm áður en þeir fóru að heiman. Það var kalsaveður þennan dag, austan stormur og snjókoma og allhart frost. Við lögðum leið okkar vestur Mýrdal sem leið liggur, stöðugt bættust fleiri í hópinn, eftir því sem vestar kom. Náð- um við svo undir vestur Eyja- fjöll um kvöldið og gistum þar á nokkrum bæjum, því að við voi’um orðnir um 20 talsins. Um morguninn lögðum við svo af stað, var þá komin norðan átt og hörkufrost. Það var snjólétt þarna undir Eyjafjöllunum, en allar ár ýmist spilltar eða á haldi. — Þegar við komum að Markarfljóti leizt okkur ekki á blikuna. Það var í kreppu af ís- um, en autt á jnilli skara. Var nú ekki annað að gera en að láta hestana fara niður af skör- inni og ofan í álinn, gekk það sæmilega, var állinn djúpur á bóg og straumþungur. Svömluð- um við svo yfir fljótið slysa- laust. — Gekk okkur nú ferðin greiðlega vestur Landeyjamar, því að hin vötnin, Álarnir Af- fallið og Þverá voru öll á haldi. Um kvöldið náðum við Ægis- síðu og gistum þar um nóttina. Var þar all-þröngt á þingi. Var nú ekki farið lengra á hestun- um, en bíllinn tekinn í þjónustu okkar. Sneri nú Jón fylgdar- maður austur, en við settumst upp á opinn vörubíl. Snjólítið var í Holtunum og Flóanum og sóttist okkur ferðin greiðlega. Fengum við okkur hressingu við Tryggvaskála og héldum svo ferðinni áfram vestur ölfusið. — Þegar við komum upp í Kamba tók að versna færðin, og í miðjum Kömbum gafst bíllinn upp. Var nú ekki um annað að velja en að treysta á hesta post- ulanna og ganga upp á gamla móðinn. Tókurn við síðan far- angur okkar og lögðum á Hell- isheiði. Færð var sæmileg, en versnaði er vestar dró. Við förunautar bárum allir all- þungar byrgðar, þetta 40 — 50 pund, var það farangur okkar. Var ætlunin að ná „Hólnum“ um kvöldið og var allmikið kapp í mönnum hver þreytti gönguna bezt og næði fyrstur að Kolvið- arhóli. Við urðum 3 fyrstir — Hákon Einarsson, úr Vík, Vig- fús álafsson frá Lækjarbakka og ég. Var þá að dimrna að kveldi og komin snjókoma. •— Koimu hinir félagar okkar svo hver á fætur öðrum von bráðar. Þarna á Kolviðarhóli hjá Sig- urði gestgjafa, var margtmanna komið á undan okkur, svo að allt húsnæði var upptekið þá er við bættumst við. Keyptum við okkur heita máltíð, sem við höfðum sannarlega þörf fyrir. Var okkur síðan búin gisting uppi á efsta lofti. Sváfum við þar í flatsængum, Mýrdæling- arnir og áttum góða nótt, því að húsið var miðstöðvarhitað og hiti nægur. Það snjóaði allmikið um nótt- ina, svo að um morguninn var ekki fýsandi að leggja af staf gangandi með allþungar byrgð- ar. En við drifum okkur af stað í bítið. Var nú ekki minna kapp í mönnum heldur en daginn áð- ur, því að nú var við bæði Ár- nesinga og Rangæinga að keppa. I Svínahrauni og á Sandskeiði var mikil ófærð, þetta í hné og mitt læri, en við þrömmuðum þetta ótrauðir. Náðum við svo að Lögbergi til Guðmundar bónda. Keyptum við okkur þar kaffi og kökur, Mýrdælingar. Hinir voru einhvers staðar á eftir, en við vorum ekkert að hugsa um þá. Síðan héldum við ferðinni á- fram. Á Lögbergi fréttum við að bílfært væri úr Reykjavík upp að Baldurshaga. Pöntuðum við bíla þangað að sækja okkur. Færðin fór nú smá batnandi eftir því sem neðar dró. Náðum við að Baldurshaga í dimmu eins og áætlað var, voru þá bíl- arnir ekki komnir, svo. að við settumst niður og hvíldum okk- ur. Bílarnir komu svo skömmu síðar. Settumst við inn í þá og óku þeir síðan til borgarinnar hindrunarlaust. Skildu nú leiðir okkar félaga úr Mýrdalnum og fór hver þangað, sem frændur og kunningjar bjuggu. Ég fór vestur á Framnesveg 61, til Sí- monar Ólafssonar, móðurbróður VÍKINGUR 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.