Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 13
VÍKINGUR VarðskipiS ÓSinn flutti lík hinna tvegg-ja siglfirzku togarasjómanna til Reykjavíkur, er örendur voru í gúmmíbjörgunarbátnum, er hann fannst. Félagar jieirra af ElliSa voru á bryggjunni er varðskipið Iagði að. Skipuðu þeir sér í heiðursfylkingu, meðan lík félaga þcirra voru flutt í land. Meðal viðstaddra voru ættingjar hinna látnu, Egils Steingrímsshonar og Hólmars Frímannssonar. ÞEIR SEM FÓRUST í GÚMMÍBÁTNUM. Báðir skipverjarnir á bv. Elliða, sem voru í gúmbjörgunarbátnum er slitnaði frá togaranum skömmu eftir að leki kom að skipinu um sex- leytið á laugardagskvöld, voru látnir, er bátur- inn fannst 17—18 klst. síðar. Höfðu þeir látizt af vosbúð í bátnum, en illviðri var alla nóttina og nístingskuldi. Þeir sem fórust voru Egill Steingrímsson, há- seti, fæddur 31. janúar 1926 og Hólmar Frí- mannsson háseti, fæddur 22. október 1935. Báðir voru ókvæntir. Egill lætur eftir sig tvo syni og Hólmar aldraða foreldra. Fjölmörg skip hófu leit að týnda gúmbátnum strax á laugardagskvöld. Tóku þátt í leitinni a. m.k. 12 bátar frá verstöðvum á Snæfellsnesi — þeim sem næstar voru slysstaðnum, Sandi, Ólafs- vík og Grafarnesi. Einnig tóku ,ms. Esja og varð- skipið Óðinn þátt í leitinni, og þegar skipverj- amir 26 af Elliða voru komnir heilu og höldnu um borð í Júpíter, sneri Bjarni Ingimarsson skipstjóri skipi sínu strax til leitar að gúmbátn- um. — Öll þessi skip leitUðu um nóttina, en í birtingu hélt gæzluflugvélin Rán frá Reykjavík vestur til leitar og síðar fleiri af Keflav.flugvelli. Flugmenn einnar leitarflugvélanna komu fyrst auga á gúmbátinn, en vélbáturinn Skarðsvík varð fyrstur að bátnum laust fyrir hádegi. Voru mennirnir þá látnir sem fyrr segir. Líkin voru tekin um borð í varðskipið Óðin, sem flutti þau til Reykjavíkur. Hólmar Frímannsson, háseti

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.