Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 10
Óðinn liefur tekið Skarðsvík í
tog-. Til vinstri á myndinni
sjást Þorkell máni og ber
Stapafell í togarann. Skarðs-
vík er í miðju, en iengst til
hægri er Júpiter.
(Ljósm.: Adolf Hansen).
hefði frekar slagsíðu á það borðið, vegna þess,
að ég taldi að lekinn myndi vera stjórnborðsmeg-
in um hádekkið. Skipti það engum togum, að
skipið rétti sig fljótlega, en lagðist svo að segja
samstundis á bakborðssíðu — Það var um kl.
18,15 — og það svo mikið, að ég gerði mér litlar
daginn 11. febrúar s.l. Til hægri á myndinni er gúmmibáturinn,
sem slitnaði frá Elliða með mönnunum tveimur. Á myndinni er
Skarðsvík, sem tæpum fjórum timum síðar endaðl á hafsbotni.
vonir um, að það myndi rétta sig aftur, enda
gerði skipið það ekki. Það skal tekið fram, að ég
bað loftskeytamanninn að senda út hjálparbeiðni
um leið og vitað var um sjóinn, sem kominn var
í lestarnar. Staðarákvörðun 25.0 sjórn. NV1/2N
frá öndverðarnesi. Þegar svona var orðið útlitið,
sló ekki að ástæðulausu óhug að mönnum, sem
lýsti sér m. a. í því, að tveir af þremur gúnnní-
björgunarbátum voru settir út, án minnar vit-
undar og í algjöru leyfisleysi. Báðir bátarnir
slitnuðu strax frá skipinu og fór annar mann-
laus, en í hinum fóru þeir hásetarnir Egill Stein-
grímsson og Hólmar Frímannsson. Og ekki skán-
aði við það að missa þarna tvo bátana, því að
þá var aðeins einn 20 manna gúmmíbátur, sem
við töldum að væri nothæfur, eftir. Útilokað var
að koma trébátunum í sjóinn. Að auki höfðum
við korkfleka um borð og tóku tveir hásetar, þeir
Guðmundur Ragnarsson og Páll Jónsson hann
og hugðust bjarga sér á honum, en um það vissi
ég ekki, fyrr en töluvert seinna, er ég spurði eft-
ir þeim. Það ótrúlega skeði, að þeir gátu haft sig
að skipinu aftur við illan leik, og voru þeir næst-
um úrvinda af þreytu og kulda. Ég brýndi það
fyrir mönnunum, að skipið myndi geta legið
svona á hliðinni tímunum saman, svo að það
væri engin hætta á öðru en það yrði búið að
finna okkur, áður en það sykki, því að ég var
búinn að fá fréttir um, að togarinn Júpiter, sem
var ekki svo langt í burtu, væri á leið til okkar.
Færðist þá ró og stilling yfir mannskapinn smátt
og smátt. Neyðarblysum var skotið af og til til
leiðbeiningar Júpiter. Var skotið alls 20 blysum.
Fljótt eftir að skipið lagðist á hliðina, slokknuðu
Ijósin, en loftskeytamaðurinn hafði samband við
Júpiter um neyðarsendi. Eftir að skipið lagðist
50
VlKINGUR