Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 22
■
í
m
í HðKHIMKiHi'ÍHKIK
IHiiÍKIHIIÍKHKIi
tamson:
'Unniteinn SsteJ^á.
Sjórinn á hrygningarsvæðunum
við suðvesturland
Sú staðreynd er löngu kunn,
að lífverur sjávarins eru háðar
umhverfinu. Ljóst er af rann-
sóknum, sem ná til fjölmargra
hafsvæða, að útbreiðsla hinna
einstöku fisktegunda er að miklu
leyti komin undir hinum ýmsu
þáttum umhverfisins, svo sem
hitastigi, straumum og efnum
sjávar. — Rannsóknir á hafinu
sjálfu eru því mikilvægar frá
hagnýtu sjónarmiði, ekki sízt
fiskveiðiþjóð eins og okkur Is-
lendingum.
Á undanförnum árum hafa ís-
lenzkar sjórannsóknir einkum
beinzt að síldveiðisvæðunum
norðan og norðaustan íslands.
Má segja, að hafstraumar á
þeim slóðum séu nú þekktir í
aðalatriðum, svo og ástand sjáv-
ar á landgrunnssvæðunum norð-
anlands á flestum árstímum. Þá
vitneskju má að miklu leyti
þakka kerfisbundnum athugun-
um, sem framkvæmdar voru
mánaðarlega um tveggja ára
skeið á tímabilinu 1953—1955.
Þar sem gagnasöfnun um ástand
sjávar hefur til þessa aðallega
verið bundin við síldarleitarleið-
angra á vorin og sumrin um
fyrrgreihd svæði, hafa fá tæki-
færi gefizt til sjórannsókna
sunnan og suðvestan íslands. —
Að vísu eru til einstakar athug-
anir frá mismunandi árum, sem
gerðar hafa verið á grunnslóð-
um sunnan íslands og í Faxa-
flóa, en mjög mikið vantar á,
að til sé samfelld mynd af á-
standi sjávarins á þessum hluta
íslenzka landgrunnsins, þar sem
aðalhrygning nytjafiska okkar
fer fram. Nokkur almenn atriði
eru þó kunn, og mun ég drepa
á fáein þeirra í þessu stutta er-
indi.
Landgrunnssvæðið, sem nær
frá fjöruborði að grunnhlíðun-
um, er mjög misbreitt við
strendur landsins. Mjóst er það
undan miðri suðurströndinni,
aðeins nokkrar sjómílur — en
breikkar svo verulega þegar
komið er vestur undir Vest-
mannaeyjar. Sé miðað við 200
m. dýptarlínuna sem ytri tak-
mörk landgrunnsins, er breidd
þess nálægt 30—40 sjómílur á
mestum hluta Selvogsgrunns. —
Landgrunnshlíðarnar eru mjög
brattar undan Suðurlandi. —
Skammt utan við 200 m. dýpt-
arlínuna snardýpkar niður á út-
hafsdjúpið, en vestast á svæðinu
og út af Faxaflóa er aflíðandi
halli allt niður á 500 m. dýpi.
Hlýr og tiltölulega saltur sjór
sunnan úr Atlantshafi liggur
upp að suðurströnd landsins,
beygir vestur með landgrunns-
brúninni og norður með henni
vestanverðri. — Á landgrunns-
svæðinu er megin straumstefn-
an einnig réttsælis, þ.e. í sömu
átt og aðfallið. Sennilega fylgir
straumurinn að mestu leyti út-
línum landgrunnsins. Svo má
heita að engar beinar straum-
mælingar hafi verið gerðar á
grunnsvæðinu við sunnan og
vestanvert landið. Vitneskja um
hafstrauma á einstökum stöðum
— er því mjög af skornum
skammti. — Af rekaflösku-
tilraunum má ráða, að á svæð-
inu frá Vestrahorni að Reykja-
nesi muni meðalstraumhraði í
yfirborði vera nálægt 4 sjóm. á
sólarhring. En hafa verður hug-
fast, að straumarnir eru sí-
breytilegir og mjög háðir vind-
átt. Straumakort, sem venju-
lega eru byggð á athugunum
margra ára, sýna því einungis
meðaltalsástand, sem getur ver-
allfrábrugðið ástandinu í ein-
stökum tilvikum.
Ef litið er á hitakort af haf-
inu umhverfis ísalnd, sést að
allmiklu munar á sjávarhita
sunnanlands og norðan. Á skipa-
leið við Suðurland vestanvert er
meðalhiti í yfirborði nálægt 6°
á veturna, er mjög jafn mánuð-
ina janúar til apríl. en virðist
ná lámarki í febrúar. Hitastigið
hækkar ört frá miðjum apríl til
júníloka, og hámarki nær það
um mánaðamótin júlí-ágúst. —
Kemst þá hitinn upp í 10—11°
að meðaltali. Árssveiflan, þ. e.
munur á hæsta og lægsta hita,
nemur því nálægt 5°. Á utan-
verðu Selvogsgrunni er mismun-
ur sumars og vetrar minni en
upp við ströndina, þar sem á-
hrifa frá landi gætir töluvert,
verður munurinn meiri. í Faxa-
VÍKINGUB
62