Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 21
Neðansjávarmynd af skipsskrúfu. c) Kapall. Tengir sjónvarpsaug- að og ljóskastarana við við- tækið ofansjávar. d) Sjónvarpsviðtækið og fjar- stýriútbúnaður. Sá sjónvarpslampi, sem nú er algengastur í sjónvarpsaugum fyrir neðansjávarsjónvarp, er Antimontrisulfid Vidikon og er tiltölulega ljósnæmur, ódýr og þolir vel hnjask. í þrýstihylk-' inu er komið fyrir nákvæmum rakamælum, sem gefa strax til kynna, ef einhvers leka verður vart. Allt eftir því hvert verkefnið er í hvert skipti eru NS-tækin ýmist látin hanga á kaplinum, sambyggð sleðagrind, sem síðan er dregin eftir sjávarbotninum, eða þau eru innbyggð í nokkurs konar fljúgandi neðansjávar- væng, sem stjórna má þannig, að hann haldi alltaf vissri fyrir- fram ákveðinni hæð yfir sjávar- botni. Við minni verk og athug- anir geta kafarar haldið á tækj- unum, en þau vega aðeins 2—3 kg. í vatni. Sú spuming, sem fyrst kemur í huga, er sú, hversu langt sé hægt að sjá neðansjávar með NS-tækjum. Yfirleitt má segja, að með góðum tækjum sjáist 10 —16% lengra en kafari sér eða 3—13 m., allt eftir því hve hreint vatnið er. Vatnið gleypir ljósgeislana mjög fljótt í sig, en bezt komast ljósgeislar með tíðn- inni 500 mm (blágrænt ljós) í gegn, sem sézt m.a. á því, að i 10 m. dýpi er aðeins hinn blá- græni hluti dagsbirtunnar fyrir hendi. Eftir því sem vatnið er óhreinna — því betur komast lengri bylgjulengdirnar í gegn (rautt ljós). Jafnvel þótt bjart sé í veðri, er ekki hægt að nota NS-tæki án ijóskastara, nema niður í ca. 6 m. dýpi. í 20 m. dýpi er dagsbirtan ekki nema 5% af því, sem hún er við yfir- borðið. i j ,'■ Hagnýt notkun tækjanna. Fyrir úthafsveiðarnar sjálfar hefur NS enn sem komið er litla hagnýta þýðingu. Til þess að sjá fiskitorfur í nokkurri fjar- lægð eru tæki, sem nota hljóð- bylgjur (Asdic o.fl.) mikluhent- ugri. Lítillega hefur þó verið reynt að fylgjast með botnvörp- um og netum með NS, fen gefist misjafnlega vel. Við athuganir með NS á fiskum, verður að hafa í huga, að ljóskastararnir hafa alltaf truflandi áhrif á þá, hvort sem þeir nú laðast að eða fælast ljósið. — Þess vegna er stöðugt unnið að fullkomnun enn ljósnæmari tækja, sem nota mætti án ljóskastara í allt að 50 m. dýpi. í dag eru NS-tæki aðallega notuð við eftirfarandi störf: a) Athuganir á sjávarbotninum og gróðri og dýralífi þar. Þá er oft sambyggð tækjunum fjarstýrð neðansjávaimynda- vél, sem getur tekið allt að 50 litmyndir. Annars er oft- ast látið nægja að taka ljós- myndir af myndinni á sjón- varpsskerminum ofansjávar. b) Aðstoð við lagningu á sæ- köplum, pípum og þess hátt- ar í sjó. c) Athuganir á neðansjávar- mannvirkjum, svo sem brúm, Sjónvapsmynd neðansjávar af fiski í neti. bryggjum, undirstöðum alls konar, fyrirhleðslum, stífl- um o.s.frv. — Hér geta þeir byggingafagmenn, sem ekki kafa sjálfir. gei-t sér Ijósa grein fyrir ástandi eða skemmdum þessara mann- virkja. d) Athuganir á skipum, .botni þeirra, stýri og skrúfu. e) Leitar- og björgunarstörf. — Þetta er eitt aðalsvið NS- tækja. Sá sem stjórnar leit eða björgun og ekki kafar sjálfur. hefur nú tækifæri til að fylgjast með störfum kaf- aranna og aðstoða og leið- beina þeim. Kafaramir geta einnig glöggvað sig á öllum aðstæðum áður en þeir kafa, og síðast en ekki sízt er með sjónvarpinu og grípurum hægt að bjarga hlutum úr dýpi, sem kafarar kæmust ekki ofan í. f) Ýmsar rannsóknir fisk- og hafrannsóknarstofnana, at- huganir á netum, kvikmynd- un og ljósmyndun neðansjáv- ar. Sparnaður á tíma og fé, þar sem NS er notað, sérstaklega við leit, björgun og athuganir á neðansjávarmannvirkjum, er mikill. Yfirleitt eru tækin notuð köfurum til aðstoðar, en þó oft ein sér. Samanborin við kafar- ann hefur sjónvarpið eftirtalda kosti: a) Hægt er nota það í sterkum straumi, þar sem kafari gæti ekki athafnað sig. b) Engin tímatakmörk á köfun. c) Þolir mikið dýpi (allt að 2000 m.) . d) , Engin slysahætta. VÍEINGUB 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.