Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 4
Þá tók út af m.s. Særúnu Sigþór Guðnason, sklpstjóri Sjóslys á iii Klukkan hálf átta aö morfjni 30. janúar s.l. varð það slys í Látraröst, að vélskipið Særún fékk á si(j brotsjó, sem. braut af því brúna og tók hana út með þrem mönnum. sem þar voru og fórust þeir allir: Sigþór Guðnason, skipst.jóri. Sæfelli á Seltjamamesi, 36 ára a/5 aldri, sonur Guðna Jóhanns- sonar, skipstjóra, Sæfelli og konu hans, Jóhönnu Þorsteins- dóttur. Sig-þór var kvæntur Odd- nýju Jónsdóttur og áttu þau þr.jú börn, öll á unga aldri. KonráS Hjálmar Konráðsson, stýrimaður, Njálsgötu 51, 38 ára að aldri, sonur Konráðs heitins Hjálmarssonar, kaup- og útgerðarmanns í Neskaupstað og konu hans, Ólafar Þorkels- dóttur. — Kvæntur var Konráð Sigríði Þorláksdóttur, Jónsson- ar, skrifstofustjóra, Njálsg. 51. Björgvin Hlíöar Guömunds- son, háseti, Framnesveg 23, 28 ára að aldri, sonur Jóhönnu Petru Björgvinsdóttur, Hlíðar- Konráð Konráðsson, stýrímaður Særnnn enda í Breiðdalsvík. Björgvin var kvæntur Valdísi Þorláks- dóttur og áttu þau 2 ung börn. Blásiö í talrörið — síðan ekkert. Eins og áður segir, var skip- ið statt í Látraröst. Nokkru áð- ur en slysið varð, hafði 1. vél- stjóri vakt. Var þá farið að draga úr hraða skipsins í verstu ólögunum. Er hann ræsti stýri- mann kl. 6,30 og síðan 2. vél- stjóra kl. 7,00, var að vísu slæmt í sjó og gekk á með dimm- um snjóéijum, en veður var ekki sérlega hættulegt. Fór hann síð- an að sofa. Telur hann sig hafa verið að festa svefn, er hann hrökk upp við að skipið hallað- ist mikið á bakborða og kastað- ist hann fram úr hvílunni. Annar vélstjóri, sem hafði vakt í vélinni, heyrði blásið snöggt í talrörið, sem liggur frá stjórnpalli í vélarrúm, í sama mund og skipið fékk á sig brot- sjóinn. Hljóp hann samstundis Björgvin Hlíðar Guðmundsson, háseti í Látraröst til og svaraði, en fékk ekkert svar. Þaut hann síðan upp og varð strax var við hvernig kom- ið var fyrir skipinu. Hrópaði hann þá í brúna á þá menn, er hann vissi að áttu að vera þar, en fékk ekki svar. Slitur eftir af brúnni. Fór 2. vélstjóri þá niður og sagði félögum sínum frá hinum válega grun sínum. Sættu síðan báðir vélstjórarnir lagi að kom- ast í slitur þau, er eftir voru af stjórnpallinum. Er þangað kom, varð þeim fyrst fyrir að ahuga stýrið. Var stýrishjólið, sem er aftast í brúnni, albrotið, nema þrír „pílárar" — en af þeim brotnuðu tveir á leiðinni í land. Urðu þeir strax varir við að stýrið var virkt og gátu þeir því snúið skipinu upp í vind og sjó. Næst varð fyrir þeim að at- huga talstöð skipsins, en óhægt var um vik, þar sem ljóslaust var og gekk yfir ,með niðdimm- VÍKINGUE 44

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.