Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 26
Hafþór strandaði ....
Framhald af bls. 59.
lægt 8 kílómetrar. — Allir skipbrotsmennirnir
sýndu mikla karlmennsku á göngunni og gengu
óstuddir alla leiðina. Gangan var einnig erfið
björgunarmönnunum, því að þeir voru allir hold-
votir. Það var mikil mildi, að frostlaust var, því
að ella hefði getað illa farið.
TÓK 12 KLUKKUSTUNDIR
Klukkan var um sjö, þegar komið var til bíl-
anna. Var þá strax ekið með skipbrotsmennina
upp í skipbrotsmannaskýlið, þar sem þeir voru
færðir í þurr föt og veitt frekari aðhlynning.
Eftir klukkutíma dvöl í skýlinu var lagt af stað
aftur til Víkur. Var færð nú orðin enn verri en
kvöldið áður, því að snjórinn hafði hlánað og
vatnselgurinn var um allan sandinn. Þó gekk
ferðin bæði fljótt og vel, enda allt auðveldara í
björtu. Komu skipbrotsmenn til Víkur kl. rúm-
lega tíu á sunnudagsmorgun, og voru þá liðnir
tólf tímar frá því að lagt var af stað í björgun-
ina.
Björgunarsveit úr Álftaveri fór einnig af stað
um kl. 1 um nóttina. Hún komst að svonefndri
Dýralækjarkvísl, en varð að snúa þar við, því að
kvíslin var gjörsamlega ófær.
ÚR BL.VIÐTALI VIÐ PÁLMA SIGURÐSSON,
SKIPSTJÓRA
— Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
— Já, mig langar til að biðja þig um að flytja
alveg sérstakar þakkir frá okkur öllum til björg-
unarsveitarinnar og allra þeirra, sem þátt tóku
í að hjálpa okkur. Ég á engin orð til að lýsa
þakklæti mínu fyrir þetta ötula og fórnfúsa
starf. Ég er alveg sannfærður um, að við hefð-
um ekki haft nokkra von með að komast af án
aðstoðar þeirra. Og þegar við sáum ófærðina frá
Vík á strandstaðinn, þá er okkur óskiljanlegt,
hve fljótt sveitinni tókst að komast á vettvang.
— Og að lokum vil ég segja, að það er ein-
dregin ósk mín, að talstöð verði komið fyrir í
Vík, svo að hægt verði að grípa til hennar, ef
svipuð slys ber að höndum. Það er ómetanlegt
að geta haft samband við björgunarsveitir í tal-
stöð. Það var hræðilegur biðtíminn um nóttina,
bæði fyrir okkur um borð í bátnum, og hina, sem
biðu frétta af okkur. Talstöðin flýtti fyrir björg-
un. Það má ekki dragast, að slík talstöð fáist. En
ég endurtek þakklæti mitt til allra, sem að björg-
uninni stóðu. Þeir unnu mikið þrekvirki.
Áhöfn Hafþórs var þessi:
Pálmi Sigurðsson, formaður, Vestmannaeyjum.
ívar Nikulásson, vélstjóri, Reykjavík. Guðlaugur
Sveinsson, háseti, Reykjavík. Peter Dallberg, há-
seti, Færeyjum. Jegvan Joensen, háseti Færeyj-
um.
SPARISJÓÐUR
VÉLSTJÓRA
Bárugötu 11
Sími 16593
Pósthólf 425
*
Annast öll
venjuleg spari-
sjóðsviðskipti.
Opið daglega
kl. 4—6
nema laugardaga.
Járnsmíða- og vélateikningar
Áætlanir og eftirlit
Ýmiskonar fyrirgreiðsla
Guðfinnur Þorbjörnsson
VlðimelS 8 — Reykjavík
Sími 15831.
Mynd þessl er tekin um borð í þýzka skuttogarfanum „Bremerhaveny‘ £ vetur. Verið er
að hífa trollið inn úrskutrennunni, með góðum afla af karfa. Mennimir tíl hægri á
myndinni. sem voru að ganga frá hakborðshleranum, eru með kuldahúfur á hlöfðl,
teygja sig til þess að gæta að því, hvað verður um ísmolann, sem er rétt við bakborðs-
síðuna, en isþokan í loftinu bendir til þess, að kalt sé í veðri, það er því ábyggilega
notaleg hugsun fyrir þá, að geta farið undir dekk f algjörí skjól, til þess að gera að
aflanum, strax þegar búið er að kasta vörpunni aftur. (Myndin er úr tímarilinu AFZ).
VlKINOUR
66