Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 31
Eru væntanlegar nýjungar í björgunartækjum skipa? í tímaritum Sjómannasamtak- anna á Norðurlöndum birtast nú margar athyglisverðar grein- ar um björgunartæki í skipum. — Yfirleitt eru greinahöfundar sammála um, að nothæfni hinna gömlu björgunarbáta sé svo vafasöm, að þeir geti í fæstum tilfellum gegnt sínu tilætlaða hlutverki sem björgunartæki — sérstaklega eftir að yfirburðir gúmbátanna urðu ótvíræðir. í hinum ótal tilfellum við sjóslys undanfarin ár. Síðustu mánuði hafa þó kom- ið fram raddir um, að þau at- vik geti komið fyrir, að aðstæð- ur skapast að þessi björgunar- tæki veiti ekki nægjanlegt ör- yggi, enda hafa margir forystu- menn sjómanna í þessum efn- um velt fyrir sér slíkum vanda- málum. í janúar-hefti „Radiotelegraf- en“, tímariti danska loftskeyta- mannafélagsins, birtist grein um betta efni. Er þar með rökum bent á þau ótal tilfelli við sjóslys, þar sem hinir gömlu björgunarbátar boma að litlu eða engu haldi og að við sjósetningu þeirra í of- viðri og stórsjó hætti þeim við að brotna við skipshlið. Davíð- og talíur séu iðulega bundnar 1 klakadróma og auk þess séu bátarnir opnir fyrir ágjöf og kulda. bá fylgir sá ókostur gúmbát- unum, að þeim er fleygt í hafið að blásast upp og menn verða \ flestum tilfellum að stökkva útbyrðis og klifra upp í þá hold- yotir, og í köldu veðri er hætta a að þeir afkælist mjög fljótt. Nú hefur danskur maður — Anton Bach Sörensen að nafni, ^afizt handa um endurbætur á björgunartækjum, og eftir mikla vinnu og við eigið fjárframlag lefur honum tekizt að teikna og sniíða nokkurs konar „björgun- ai'klefa“ (redningskabine), sem VÍKINGUB hann hefur gert tilraunir með og hefur sú reynsla, sem af þessu tæki fékkst leitt í ljós, að það uppfyllir þau skilyrði, sem ætlast var til, hvað sjóhæfni snertir. A. B. Sörensen hugsar sér „klefann‘, smíðaðan úr alumini- um eða öðru léttu efni, vel ein- angraðan og í lögun eins og meðfylgjandi mynd sýnir. — Meðfram veggjunum eru bekkir, og geta skipverjar spennt sig fasta eins og í sætum flug- véla. í botninum er vatnshylki, sem gefur klefanum stöðugleika. í borðinu er geymsla fyrir flugelda, gas til upphitunar, matvæli. föt, teppi, neyðarradio- sendi. móttökutæki o.fl. — Stigi liggur niður úr opinu á þaki klefans, en því ,má loka vatns- þétt, en beggja megin við það eru sérstakleg útbúnir loft- ventlar, sem tryggja örugga loftræstingu. Klefanum er ætlaður staður á hentugum stað á dekki eða efri þiljum og má sjósetja hann með bommu. Sé það ekki hægt, flýtur hann upp af sjálfu sér, ef skipið sekkur. Skipverjar geta komizt í klef- ann um borð í skipinu og geta þeir þar notið allgóðrar aðbúð- ar þó þeir séu fáklæddir, þrátt fyrir sjógang og kulda, þar sem hitunartæki eru fyrir hendi. í klefanum má geyma meiri birgðir en í björgunarbát eða gúmfleka og skilyrðin fyrir not- kun neyðarsenditækja eru mikl- um mun betri. Þá er gert ráð fyrir, að slíka klefa megi smíða úr eldtraustu efni, sem myndi henta fyrir ol- íutankskip sem öruggt björgun- artæki, ef logandi olía breiddist út yfir hafflötinn. Danska skipaeftirlitið hefur fengið teikningar af þessu björg- unartæki og munu sérfræðingar rannsaka nánar nothæfni þess. Hin alltof tíðu sjóslys víðs- vegar um heim vekja áhuga fjölmargra á því að finna upp nýrri og betri björgunartæki. Má til fróðleiks geta þess, að eftir Hans Hedtoft-slysið, en skipið rakst á ísjaka út af Kap Farvel við suðurodda Græn- lands, streymdu um fimmtíu teikningar og tillögur til danska skipaeftirlitsins, um endurbætur á björgunartækjum, en engin þeirra þótti nothæf. öruggt mun þó, að áfram verður haldið að endurbæta og fullkomna hin ýmsu björgunar- tæki skipa, og framtíðin mun leiða í ljós, hvort björgunarklef- inn hans A. B. Sörensens verður eitt skrefið í þeim efnum. Guðm. Jensson. 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.