Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 24
niður fyrir 5°, hvorki í yfir-
borði né við botn.
Á dýpri hluta landgrunnsins,
undan suðurströnd landsins, þar
sem úthafssjórinn er yfirgnæf-
andi á öllum árstímum, eru
breytingar ár frá ári tiltölu-
lega litlar, einkum á veturna, og
nemur þar mismunur einstakra
ára vart meira en hálfri gráðu.
Samanburður á sjávarhita Sel-
vogsgrunnssvæðisins í janúartil
febrúar síðustu þrjú árin sýnir,
að í fyrra og hitteðfyrra hefur
hitastig verið talsvert yfir með-
allagi, en með kaldara móti nú
í vetur. Á það jafnt við u,m yf-
irborð og djúplög sjávar. Nær
landi er mismunur einstakra
ára meiri, enda gætir þar áhrifa
frá landi í ríkara mæli. Fyrir
rúmum hálfum mánuði, þegar
athuganir voru gerðar á svæð-
inu næst landi milli Vestmanna-
eyja og Reykjaness, mældist
sjávarhiti um 5° í yfirborði, en
tæpar 5,5° við botn á 20—30
faðma dýpi. — Er það 1—1
lægri hiti en á líkum tíma í
fyrra og hitteðfyrra. I Faxa-
flóa er svipaða sögu að segja.
Sjórinn er þar nú allsstaðar
kaldari en í fyrra, einkum inn-
anverðum flóanum. Þessi mis-
munur stafar sjálfsagt af hinni
köldu veðráttu undanfarna mán-
uði.
Ég hef nú rakið fáein almenn
atriði, er snerta sjóinn úti fyrir
suðvesturströnd landsins. Vit-
neskja okkar um eðli og ástand
þessa auðuga hafsvæðis er þó
mjög af skornum skammti, eins
og ég gat um í upphafi þessa
máls. Á næstu árum þarf að
stórauka þessar rannsóknir —
einkum á hrygningartímanum.
Á þessum hluta íslenzka land-
grunnsins þurfum við að gera
ýtarlegar mælingar á hinum
ýmsu þáttum umhverfisins. —
Leggja verður áherzlu á að kort-
leggja skilin milli strandsjávar
og Atlantssjávar og rannsaka
þarf hvernig og hvers vegna
þau færast til á ýmsum tímum.
Hér dugar ekkert minna en
margar yfirferðir á mánuði
meðan á hrygningartímanum
stendur. Gera þarf víðtækar
straummælingar á öllu svæðinu
og kanna þarf veðurfarsleg á-
hrif á hrygninguna sjálfa og á-
stand sjávarins. Skal ég nú með
nokkrum dæmum leitast við að
rökstyðja, hvers vegna ég tel
þessar rannsóknir mikilvægar
frá sjónarmiði hagnýtrar fiski-
fræði.
Hitastigið má hiklaust telja
einn af veigamestu þáttum um-
hverfisins. Vetrarsíldveiðin og
þorskveiðin við Noreg eru sígild
dæmi um það. Þegar vetrarsíld-
in gengur upp að norsku strönd-
inni, safnast hún í gífurlegum
torfum við skilin milli strand-
sjávarins og úthafssjávarins. —
Þar geta norskir fiskifræðingar
gengið að henni vísri, hafandi
sjávarhitann að leiðarljósi. Eft-
ir ákveðinn umþóttunarfíma
tekur síldin að leita inn á grunn-
in, og með því fylgjást norsku
fiskifræðingarnir og vísa flot-
anum á torfurnar. Sýnt hefur
verið fram á, að á Lófótenmið-
unum safnast þorskurinn á
hrygningartímanum í þéttar
torfur á skilunum milli strand-
sjávar og úthafssjávar, þar sem
hitastigið er milli 4° og 6°. —
Norðmenn gerðu sér snemma
grein fyrir þessu nána sam-
bandi milli sjávarhita og út-
breiðslu þorsksins og hagnýttu
sér það. Rannsóknir síðari tíma
hafa leitt í ljós, að hitaskilin á
Lófótenmiðunum eru breytileg
ár frá ári, en möguleikar til að
stunda veiðarnar eru að miklu
leyti undir því komnir, að skilin
séu ekki alltaf langt undan landi.
Af veðráttu sumars og hausts
má ráða nokkuð um það, hvar
strandsjávarskilin liggi að vetri
og þar með fá hugmynd um
veiðihorfur og líklega veiðistaði.
Við Noreg er strandsjórinn
blandaður ferskum Eystrasalts-
sjó og verður því ávallt eðlis-
léttur borið saman við Atlants-
sjóinn úti fyrir. •— Þar verða
skilin milli strandsjávar og út-
hafssjávar því mjög greinileg
og áhrif þeirra á fiskigöngur
þess vegna auðsæ.
Við strendur íslands, þar se,m
skilin milli strandsjávar og út-
hafssjávar eru engan veginn
skýrt afmörkuð, gegnir allt öðru
máli. Áhrif umhverfisins á út-
breiðslu tegundanna verða hér
miklu ógleggri og erfiðara að
rekja þau. Af rannsóknum okk-
ar hér við land má þó benda á
ótal dæmi um hagnýtan árang-
ur af sjávarhitamælingum. —
Nærtækasta dæmið er frá síld-
arleitinni norðanlands, en þar
hefur reynslan sýnt, að skarpar
hitabreytingar ráða miklu um
göngurnar. Við síldarleit hér
suðvestanlands hefur hitamælir-
inn einnig reynzt hinn þarfasti
þjónn. Jakob Jakobsson, fiski-
fræðingur hefur tjáð mér, að
reynsla sín sé sú, að síldar verði
yfirleitt ekki vart innan þeirra
marka, þar sem hitastigið tekur
að lækka verulega vegna áhrifa
strandsjávarins. En á veturna
er landið að sjálfsögðu kaldara
en sjórinn og þess vegna lækkar
sjávarhitinn eftir því sem nær
dregur ströndu. í fyrra um þetta
leyti varð síldar lítið vart, þeg-
ar komið var inn fyrir 7° jafn-
hitalínuna, en nú í vetur, þegar
sjórinn er kaldari, hafa mörkin
reynzt nálægt 6° jafnhitalín-
unni. Kveðst Jakob haga leit-
inni að talsverðu leyti með hlið-
sjón af hitadreyfingunni.
Þorskvertíðin við Suðvestur-
land byggist sem kunnugt er á
hrygningargöngu. Ekki virðist
ósennilegt, að hrygningarstöðv-
arnar séu að einhverju leyti
bundnar við ákveðinn fallanda
(gradient), þ.e.a.s., að þær sé
fremur að finna, þar sem breyt-
ingar verða örastar á hitastig-
inu eða öðrum þáttum umhverf-
isins. Þyrfti þetta atriði að
rannsakast gaumgæfilega. —
Hrygning þorskfiskanna fer
fram uppi í sjó. Þar eð eggin
eru örlítið léttari en sjórinn á
því dýpi, þar sem fiskurinn
hrygnir, leita þau upp til yfir-
borðsins og geta þá borizt lang-
ar leiðir fyrir straumi og vindi.
VÍKINGUR
64