Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 33
míns. Var mér þar tekið opnum örmum og boðið að vera svo lengi sem ég vildi, á meðan ég væri að koma mér í skipsrúm. Hvíldi ég mig nú vel eftir ferðina, enda veitti ekki af því, ég hafði harðsperrur í fótunum í marga daga á eftir, en það jafnaði sig fljótt. Fór ég nú að skoða mig um í Reykjavík og þótti margt nýstárlegt að sjá, sem eðlilegt var. Þegar ég var búinn að vera nokkra daga að skoða mig um og hugsa ráð mitt, ákvað ég að ganga á fund Hjalta Jónssonar (Eldeyjar-Hjalta), frænda míns og biðja hann liðveizlu um ráðn- ingu í skipsrúm. Fór ég svo dag nokkurn á hans fund, sagði ég honum er- indi mitt. Hann tók mér vel og kvaðst rnyndi sjá til hvað hann gæti gert fyrir mig. Togarinn Ólafur var þá í Englandsferð og var skipstjóri á honum Karl Guðmundsson — tengdasonur Hjalta. Ritaði Hjalti honum síð- an bréf og upp á lagði mér að sitja um að hitta hann strax og skipið kæmi í höfn. Að þessum ráðum fór ég, hitti Karl strax um kvöldið þá er hann kom í höfn, las hann bréfið og að því loknu leit hann á mig hátt og lágt, sagði mér síðan að hann skyldi ætla mér pláss og kvaðst myndi hafa samband við mig þegar að lögskráningu kæmi. — Leið svo fram að þeim tíma, er togarar fóru að fara á saltfisk- veiðar, var það um 10. febrúar. Hringdi Karl þá í mig og sagði mér stað og stund, er ég ætti að mæta til skráningar. Gengum við síðan allir félagar mínir, sem áttu að verða á skipinu á fund Baldurs Steingrímssonar, lögskráningarstj. og fór skrán- ing fram fljótt og vel. Var ég nú orðinn lögskráður togarahá- seti. Togarinn Ólafur var 339 smá- lestir brúttó, byggður í Hol- landi. Var hann mislukkað skip að sumu leyti. Upphaflega átti hann að vera bátadekkslaus, en var breytt í það að hafa báta- VÍKINGUR dekk, voru þá steyptar margar smálestir í botninn til þess að halda ballansi. Var hann alltaf mjög aftur hlaðinn og háska- legur á lensi. Vélarafl var 600 hestöfl. Skipstjóri var, eins og fyrr segir, Karl Guðmundsson; stýri- maður Sigurjón Mýrdal; vél- stjóri Jón Hjálmarsson og báts- maður Pétur Þórðarson. Voru þetta allt samanvaldir kappar í fangbrögðunum við ægi. Háset- ar voru flestir ungir menn, og víða að. Eigendur og útgerðar- menn var Alliance h.f. Fyrstu túrana fórum við vestur í Jökuldjúp. — Var þar margt skipa og af mörgu þjóðerni. — Fiskuðum við þar allvel. Bar ekkert sérstakt til tíðinda. Mér féll sjómennskan allvel, var ekki neitt sjóveikur, að vísu var þetta erfitt starf fyrir mig, ó- vanan, því þá var staðið í 16 stundir, en hvílst í 8. Síðari hlutann í marz var svo haldið á Selvogsbanka. Þar var ógrynni af skipum og fiskur mikill, sér- staklega þegar að farið var að toga við „Hraunið", þar var ó- skaplegur mokstur — stundum togað í 10 mínútur og var þá trollið fullt. Karl þótti með þeim skarpari þarna við Hraunið — sumir rifu mikið. Þarna var farið til og frá um bankann þar til í miðjum maí. Eftir bankavertíðina gerðum við einn túr austur á Hvalbak, þar var mikill fiskur, en mjög smár var ljótt að sjá hvernig farið var með uppvaxandi fiskistofn, miklu var mokað í sjóinn aftur. Aflann úr þessum túr lögðum við upp á Seyðisfirði. Þar tók- um við kol, salt og vistir og var nú ætlunin að gera einn langan túr fyrir Norðurlandi, sem og varð. Var fyrst haldið norður á Grímseyjarsund,. þar var reit- ingsafli, síðan var haldið á Skagagrunn. Þar var góður afli fyrst, en dvínaði þá er skipum fjölgaði. Þar næst var haldið á Horn- banka og togað þar 20—30 míl- ur norður af Horni, var þar frekar tregur afli. Veður var gott allan tímann sem við vor- um fyrir Norðurlandi. Sérstak- lega var fagurt veður á meðan við vorum á Hornbanka, logn og sólskin á hverjum sólarhring. Þar var það sem ég sá miðnæt- ursólina, var það dásamlegt að sjá. Ég hafði ekki hugsað mér að slík kyrrð og fegurð ríkti þarna úti á hafinu. Að lolcum var haldið vestur á Hala til þess að klára túrinn, vorum við þar í tvo eða þrjá daga að toga, var þá skipið fullt, enda kolin á þrotum. Svo var haldið suður og gekk allt að óskum. Þegar við komum suður undir Snæfellsnes var hringferðinni lokið fyrir mér á þessari fyrstu vertíð minni um borð í togara. Þegar við vorum komnir inn á bugt, kastaði Karl og tók eitt hal, en þar var lítið að fá — nokkrar körfur af stútungi, sem skipstjóri gaf körlunum í soðið. Héldum við síðan til hafnar í Reykjavík. Vertíðinni var lokið, enda komið fram undir rniðjan júní. Þegar gert var upp, þá sýndi reikningurinn 1600 kr. þjenustu yfir úthaldið. — Þá var krónan verðmeiri en nú! Ég var nú búinn að ljúka einni vertíð um borð í togara og nú vildi ég sem fyrst komast heim. Tók ég mér svo far aust- ur með bifreið frá BSR. — Þá komust þeir ekki lengra en í Hlíðina. Var nú mikill munur á að ferðast eða um veturinn. Sumar var í lofti og snjórinn og ísarnir ekki lengur til farar- tálmunar. Helgi á Hlíðarenda reiddi okkur farþegana austur yfir vötn, að Seljalandi undir Eyjafjöllum. — Þar tók Brand- ur Stefánsson við. Komst ég svo um kvöldið heim í fögru júní-veðri. Nú er öðru- vísi umhorfs bæði í samgöngu- málum og atvinnuháttum. — Nú fer enginn unglingur lengur ríð- andi á hesti austan úr Mýrdal um hávetur í ævintýrahug um að komast í atvinnu sem togara- sjómaður í Reykjavík. 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.