Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 17
Skipbrotsmenn af EUiða um borff í Júpiter. — TaUff frá vinstri: Páll Jónsson (sem var á flekanum), Jóhann Matt- hiasson, Haukur Kristjánsson, Sigurffur Jónsson, Matthías Jóhannesson, 1, kyndari, Am- grímur Jónsson, 3, stýrimaffur, og Pétur Þorsteinsson. Hjalti Björnsson snýr baki í ljós- myndarann. Júpiter í brúnni, þar sem hann ræddi við frétta- menn og fleiri, er vildu vita um nánari tildrög björgunarinnar. — Einn komumanna gekk til Bjarna og þakkaði honum hina giftumiklu björg- un, sem raunar væri ekki hægt að þakka eins og vert væri. — Það er ekkert að þakka. Þetta var aðeins guðleg forsjón, svaraði Bjarni þegar í stað. Við töfðum fyrir Bjarna stutta stund. Hann sagði okkur að þeir á Júpiter hefðu legið til hlés við Elliða, sem stöðugt hallaðist meira og meira á bakborðshliðina. Mikið lán hefði verið,, hve bj örgunarlínunni var skotið frá Elliða út í Júpi- ter og strax hægt að senda þeim bátinn yfir. —Þeir gátu skotið línunni undan vindinum til okkar, sagði Bjarni. — Og ætlið þið að standa lengi við? spurðum við Bjarna. — Nei, við förum út í nótt kl. 3,00. Skarðsvík sftkk á lirinilcið ár lcitarlciftangri. víkin út til að leita að gúmmíbátnum af Elliða ásamt öðrum Snæfellsnesbátum og var við leit- ina þar til báturinn fannst. Báturinn lá á hvolfi og mennirnir lágu í botn- inum í sjó. Hann var á svipuðum slóðum og tog- arinn sökk. — Það voru. 6—7 vindstig og var að ganga upp í NA ofan í vestan sjó. — Við sendum út hjálparbeiðni. Óðinn var í ca. 15 rnílna fjarlægð og var kominn eftir 45 mínútur. Hann tók okkur í slef. Það voru 10 mílur 1 var og hefðum við komist í sléttan sjó, þá gat verið að hægt yrði að koma við dælu og það dygði. En báturinn fylltist á hálfum öðrum klukkutíma. Þegar við þorðum ekki að vera lengur um borð, yfirgáfum við hann. Þá voru komnir til okkar togarinn Þorkell máni og Júpiter, sem var með skipbrots- mennina af Elliða og Stapafellið, sem tók okkur upp. Þess má geta í þessu sambandi, að skip- stjórinn á Stapafellinu er Guðmundur Kristjóns- son, bróðir Sigurðar á Skarðsvíkinni. Skarðsvík SH 205, sá báturinn, sem fyrstur kom að gúmmíbjörgunarbátnum með hinum látnu mönnum, tveim, af Elliða, kom ekki aftur úr þeirri leit. Leki kom að bátnum um 15 sjómílur V-NV af Öndverðarnesi. — Áhöfnin, 6 manns komst á gúmmíbátnum yfir í Stapafellið. Skipstjórinn á Skarðsvík var hinn kunni afla- kóngur þar vestra, Sigurður Kristjónsson, enda hafði báturinn skilað þriðjungi hærri afla en næsti bátur í þeim 19 róðrum, sem af eru þess- ari vertíð. Fyrstir að gúmmíbátnum.. Um 7 leytið á laugardagskvöldið fór Skarðs- VÍKINGUR Sökk fimm mínútum seinna. — Voruð þið komnir yfir í Stapafellið, þegar Skarðsvíkin sökk? — Já, hún sökk 5 mínútum eftir að við vor- um farnir frá borði. Okkur gekk vel að komast yfir á gúmmíbátnum. Skarðsvíkin var nýr bátur,, kom til landsins í ársbyrjun 1961. Hann var 87 smál. að stærð og búinn fullkomnustu tækjum. Áhöfnin á Skarðsvíkinni var öll frá Rifi. ___ Mennirnir voru: Sigurður Kristjónsson, skip- stjóri, Friðjón Jónsson, stýrimaður, Sigurður Árnason, vélstjóri, Almar Jónsson, matsveinn, Guðmundur Guðmundsson, Sigurjón Illugason. 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.