Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 9
 Þessa mynd tók Ragnar Snæfells klukkan 15,47 nm borð f Oðni sunnudaginn 11. febrúar s.l. Sýnir hún Skarðsvík, þar sem skipið er að sökkva, iagzt alveg á hliðina. Nokkrum mínútum síðar hvarf Skarðsvík í hafið. Stapafell, sem bjargaði áhöfn Skarðsvíkur, sést bíða átekta til hægri á myndinni. B.v. Elliöi sekknr í Jöknldjnpi Frá gjúréUiniiin eaí af Elliáfa. SKÝRSLA SKIPSTJÓRA: „Miðvikudaginn 7. febrúar 1962 kl. 19.00 var farið á veiðar frá Siglufirði. I skipinu voru þá 90 tonn af ís og um 140 tonn af brennsluolíu. Einnig nokkur tonn af lýsi frá fyrri veiðiferð. Laugardaginn 10. febrúar 1962. Enginn afli kominn í skipið, lónað á sunnanverðu Látra- grunni með hægri ferð. Vestan stormur, 8—10 vindstig, stórsjór og hryðjur. Hiti nálægt frost- marki. Engin ísing á skipinu. Kl. 5,20 skipinu snúið undan og stefna tekin SA, hálf ferð. Kl. 10,00 skipinu snúið upp í veðrið 15 sjómílur NVxi/^N frá Öndverðarnesi. Kl. 16,20 var ætlun- in að snúa skipinu undan, en þegar skipið er komið um það bil flatt fyrir vindi. ríður á það bakborðsmegin mikill sjór og leggst það djúpt á stjórnborðssíðu. Haldið var áfram að snúa skip- inu undan með hálfri ferð, en það rétti sig ekki eðlilega. Þá var sett á stopp. Lá það þannig á stjórnborðssíðu um 10 mínútur. Var þá tekið það ráð að snúa skipinu aftur upp í veðrið, sem hafði gengið til vestnorðvestur fljótlega upp úr hádegi. Svipuð veðurhæð. Rétti skipið sig þá fljótlega VÍKINGUR Fannst mér þetta rnjög óeðlilegt og bað báts- manninn að athuga ofan í fiskilestar, en í því kemur 2. vélstjóri og segir, að það sé óeðlilega mikill sjór í fiskilestunum. — Bátsmaður var sendur niður í lest og færði þær fréttir, eftir að hafa athugað lestarnar. að það sé kominn mikill sjór í þær. Þá skömmu seinna leggst skipið á bakborðshlið og liggur á henni þungt í um 20 mínútur. Var beðið um að dæla olíu til stjórn- borðs. Þegar skipið var búið að rétta sig, bað ég bátsmanninn að fara aftur ofan í lest og athuga hvort hann sæi nokkuð, sem gæti gefið vísbend- ingu um, hvar lekinn myndi vera. Kom hann fijótlega aftur og sagði, að sjór streymdi inn um „ganneringu“ í afturlest uppi undir dekki, stjórnborðsmegin og sagði,, að útilokað væri að komast að honum, enda hækkaði sjórinn óðum í lestinni. Sagði ég þá öllum skipverjum, sem bjuggu frammi í lúkar að koma aftur fyrir og taka með sér hver sitt björgunarbelti og einn gúmmíbjörgunarbát, sem geymdur var frammi undir hvalbak. Eftir að skipið hafði rétt sig af bakborðssíðunni — lagðist það lítils háttar á stjórnborðssíðu, og bað ég þá um að olíu yrði dælt yfir í bakborðstankana, til þess að það 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.