Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 28
Ekið um Reykjavíkurhöfn 4. grein. Viðgerðabryggja — Bílavog I beinu framhaldi Ægisgötu liggur langur og mjór vegur út í sjóinn eftir grjótgarði, sem hlaðinn hefur vcriö út í miðja höfn. A útenda þessa gai'ðs hefur veriÖ gerð bryggja úr járni og tré, hann breikkar til beggja liliða. Þessi bryggja var á sínum tíma gamalt fyrirlicit um athafnasvæði til viðgerða á togaraflotanum, og hefur liún nú gegnt því lilutverki síðastliðin 25 ár. Við þessa bryggju, sem er allstór að flatarmáli, geta 5 skip af togara- stærð legl'ð samtímis, 2 við hvora hlið og eitt við endann. Sökum ókyrrðar, er austurhlið hennar og endinn lítið notað fyrir skip, sem í aðgerð eru, svo að þau eru 05 mestu leyti að vestanverðu, og þá að sjólfsögðu í margföldum röðum, oft 4—5 hvert utan á öSru. Hefur þessi staður verið nefndur „þanghafið“. Auk þess a'ð hafa átt aS heita aðal- viðgerðabryggja öll þessi ár, hefur austurhlið þessarar bryggju verið mik- ið notuö fyrir stærri skip. Hér háfði Hæringur samastað meðan hann var vi'ð lýði, bæði legupláss um árabil, og' hér var hann við vinnslu karfa o.fl., og var bryggjan þá notuð sem hrá- efnisgeymsla. Hér liafa stór vöruflutn- ingaskip verið afgreidd, og hér hafa legið herskip og skemmtiferðaskip. Hér eru oft ótrúlega margir bílar og önnur ökutroki af ýmsum strorðum og gerðum. Öll umferð til og frá þessari bryggju, hvort sem um er að ræ>ða ökutæki eSa gangándi menn, verður að fara eftir hinni þvengmjóu götu á garðinum, og má kalla það merkilega handleiðslu, hve sjaldan hefur orðið slys á þessum sta*ð. Breikkun þessar- ar götu sýndist nauðsynlegri fram- kvæmd en ýmislegt annað, sem gert hefur verið hvarvetna í höfninni. Skipin, sem hér liggja í viðgerS, oft í fjór- og fimmföldum röðum, eins og fyrr segir, eru oft 1—4 m. frá bryggjunni og því lítt aðgengileg. Landgangar o.fl. ákaflega lélegir, ef nokkrir finnast, og yf'irleitt mjög við- sjólir. Skipin eru venjulega mannlaus, og þá bundin þannig, að þau geta ralla'ð hæðarmun flóðs og fjöru tvis- var á sólarhring, án þess að hreyfa þurfi landfestar. Bundin eins og kálf- ur viö tjóðurhæl. Kengir fyrir land- festar eru inni á miðri bryggju, og eru þær því ýmist liggjandi ofan ó bryggjunni, meinlausar og sakleysis- legar, en geta þó verið óþægilegar fyrir ökutæki. En í annan tíma eru þær spannstrengdar skáhallt upp á skipin og eru þá mjög aðgæzluverðar, enda stórhættulegar. Á þessari viðgcrðabryggju er enff- inn krani, enginn shni og engin þceg- indi fxjrir almenning dða ]>á sem hér eiga aS vinna, þægindi, sem talin eru nauðsynleg og valdboöin á hverjum vinnustað, enda ríkt gengið eftir, aS þau séu fyrir hendi. Pámennir hópar gatnagcrðarmanna og aðrir starfs- mannaflokkar eru með kaffistofur og kamra á hjólum livert sem fari'ð er. Hér virSist allt slíkt umstang óþarft meS öllu, og er þessi bryggja að vísu ekkert einsdæmi um þessa hluti. Þetta vantar alls staSar við höfnina, og eru raunaleg dæmi þess sjáanleg hvar- vetna, ef einhver er vantrúaður. Ekki þarf að liafa hér langa dvöl, til þess að sjá, a'ð öll vinna cr ákaf- lega erfiö og sein. Mikill hluti vinnu- dagsins fer í ferðalög, sendiferSir, færslur og lagfæringar hinna mörgu tauga frá landi til skips að ógleymd- um vangaveltum og alls konar tilburö- um við að koma verkfærum, efni og mönnum milli bryggju og skips, þegar ]>annig stendur á sjó og vindi. Má tclja gott, ef hi'lmingur vinnudags kemur til skila. Svona liefur þetta veri'ð í öll þessi ár, og svöna er það ennþá. Þaö er eins og þaS liggi ekki meira á cn þetta. Allir sjá, að skip, sem liggur í við- gerS, þyrft.i að hafa fast og öruggt samband við bryggjuna. Auðvelt er alð hafa fríholt eöa flotbúkka, sem skipiS væri fast bundið við og rynni upp og niður sliskju á bryggjunni. Væri ]>á ekki nema um hæöarmun flóðs og fjöru að ræða, sem leysa mrotti meS föstum stigum. Þá hyrfu líka hinar hvimloi'ðu landfestar inn á bryggjuna. Þá er að sjólfsögðu alveg vonlaust aö ætla að framkvæma nokkra vinnu í skipi, nema það fái aS liggja óhreyft á sama stað. Til- færslur á skipum stöðva alla vinnu á þeim og ættu ekki aö koma til greina. En ])á ]>yrfti brvggjuplássiC að vera notað á annan hátt, og betur en gert er hér og annars staðar í ])essari höfn. hér oru skipin stokkuS upp eins og spil hvenær sem er og virðist ekk- ert hægt viö því að gera. Eg rotla ekki að dæma um þaö, hvort það er Reykjavíkurhöfn, samtök útgeiCarmanna eða þeir aðilar, sem taka að sér að framkvæma vinnu á skipum í liöfninni, sem rottu að sjá um, aS sæmileg aöstaða væri til þeirra hluta, en vissulega er hún og hefur alltaf verið ákaflega bágborin og öll- um þossum aðilum til vanvirðu. McC- an ekki er bætt úr þessu, vcrður öll skipavinna fyrir neöan allar liellur mn afköst, og verð. — Þetta lendir þyngst á útgerðarmönnum í bili, en skaðar verktaka og alla Reykvíkinga bcint og óbeint, og er algerlega óviS- unandi í okkar miklu útgerðarborg. Ofan viC Ægisgarðinn er sérkenni- legt hús, byggt á skeri (torgi), sem klýfur umferðaræðar í fjórar liöfuö- áttir. Þetta hús er kallað „Skeifan", snotur bygging með klukkutumi, enán klukku. Þar er til húsa kaffi- og mat- sala, og er staðurinn sennilega nokk- uö heppilega valinn til þeirrar starf- semi. Þó held ég, að betra hefði veriC aö staðsetja þessa greiðasölu utan við götuna, neðan viö hana. Þar er öllu rólegra og ekki alveg í umferöar- straum. En lótum þatö vera, mcðan viðskiptavinir þcssa fyrirtækis ekki kvarta og komast lifandi út og inn. En ekki verður sagt, að það sé meS öllu hættulaust, þcgar umferS ormikil. Hér eru vegnir stórir bílar með karfa frá Eaxagaröi á leið inn á Kirkjusand, bílar mcö karfabein og annan úrgang frá Kirkjusandi á leið inn á Klett. Bílar meS l)rotajárn úr Landssmiðjunni á leið inn í Borgar- tún. Bílar með síld frá Ingólfsgaröi á leið í annað slcip viö sömu bryggju. vIkingur 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.