Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 19
aði snjóbíllinn að reyna að komast upp fyrir höfðann og þar austur á sand og niður að strönd- inni, en þá var færð orðin svo þung, að hann brotnaði. Var þá hætt við allar frekari tilraunir að komast austur með bílana, en þeir héldu aft- ur að staðnum. þar sem björgunarsveitin hafði lagt af stað gangandi. Voru 2 menn sendir á eftir henni til frekari aðstoðar, ef með þyrfti. Frá björgunarsveitinni er það að segja, áð hún mun hafa gengið í einn og hálfan klukku- tíma, áður en hún varð vör við bátinn. Sáu þeir þá þrjú neyðarblys, sem bátsverjar skutu upp. Var förinni þá hraðað eftir megni, en það tafði fyrir, að báturinn reyndist vera austan við út- fallið á Blautukvísl, þeirri sömu sem mest hefur komið við sögu í sambandi við vatnavextina á Mýrdalssandi undanfarin sumur. Kvíslin reynd- ist algerlega ófær frammi við sjó, enda var hún í miklum vexti. Þurftu ,menn því að snúa við og ganga nokkuð upp með henni, þar til þeir komu að stað, þar sem hægt var að komast yfir hana. ÓÐU UPP UNDIR HENDUR Tókst að komast yfir hana að mestu á ís, en hann var ekki alls staðar traustur, svo að sumir fóru í vatn upp undir hendur. Er komið var austur yfir, var farið rakleitt niður að strönd- inni, en báturinn hafði strandað skammt austan við útfallið. Var hann kominn allhátt upp í sandinn. Hægt var að komast allnærri honum í útsogunum. Bundin var líflína utan um einn björgunarmanna, sem hljóp síðan eins nærri bátnum og hann gat í einu útsoginu og kastaði blökk með björgunarlínu upp í bátinn. Tókst það ágætlega þegar í fyrstu tilraun, en hann fór í sjó upp undir hendur í öldu, en tókst að standa hana af sér með hjálp líflínunnar. Þá mun kl. hafa verið stundarfjórðung yfir þrjú. Bátsverjar festu blökkina í mastrið og strax var byrjað að draga þá í land. Björgunin gekk mjög greiðlega og voru allir fimm skipverjar komnir í land eft- ir rúman stundarfjórðung. Allir voru þeir ó- meiddir, en blautir og nokkuð orðnir þrekaðir, enda erfið vistin í bátnum. GENGU 8 KM. Var þá þegar lagt af stað aftur í átt til bíl- anna. Reyndist Blautakvísl nú enn verri farar- tálmi en á austurleið, því að vaxið hafði í henni. Tókst þó giftusamlega að komast yfir. Var síðan gengið alla leið út yfir Höfðakvíslina, þangað sem bílarnir biðu, en sú leið mun hafa verið ná- Framhald á bls. 66. KortiS sýnir strand- staðinn austan við Blautukvísl. ófrand- 5t <x5u.Y VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.