Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 3
Upphafsár vélvæðingar í Vestmannaeyjum
Guðmundur Tómasson. Þorsteinn í Laufási. Mag'nús Hjörleifsson, Beyni.
„Marz“ 8.60 toiui.
Smíðaður í Danmörku árið 1911.
Guðmundur Tómasson Berg-
stöðum er fæddur að Gerðum í
Landeyjum 24. júní 1886. For-
eldrar hans voru Tómas Jóns-
son og Þórhildur Ólafsdóttir.
Guðmundur byrjaði ungur
sjóróðra í Vestmannaeyjum og
var svo á fyrstu mótorbátunum
t.d. á Ingólfi með Guðjóni á
Sandfelli og fleiri bátum. For-
mennsku byrjaði Guðmundur
1912 með m.b. „Víking.“ Síðan
tók hann „Marz,“ sem hann átti
hlut í, og var með hann til ver-
tíðarloka árið 1921. Eftir það
er Guðmundur með ýmsa báta
og er formaður enn í dag.
Guðmundur sótti sjó fast alla
tíð og hefur verið aflamaður á-
gætur. Hann er nú orðinn við
aldur og er enn glaður og reifur
sem ungur væri.
„Unnur“ 10.48 tonn.
Smíðuð í Danmörku árið 1911.
Þorsteinn Jónsson, Laufási,
er fæddur í Gaularáshjáleigu í
Landeyjum 14. okt. 1880. For-
eldrar: Jón Einarsson og Þór-
unn Þorsteinsdóttir.
Þriggja ára gamall kom Þor-
steinn með foreldrum sínum til
Vestmannaeyja og ólst upp með
þeim á Vilborgarstöðum. Eftir
fermingu réðst Þorsteinn á op-
ið skip til Hannesar Lóðs og svo
á vertíðarskipið Isak. Þorsteinn
byrjaði formennsku um alda-
mót á „ísak“ og var með hann
til vertíðarloka 1905, en þá
kaupir hann annan fyrsta vél-
bátinn og var það „Unnur“ 1.
Þorsteinn var alls með þrjá
báta með þessu nafni. Þorsteinn
var formaður til 1940 og var
með beztu fiskimönnum Eyj-
anna og aflakóngur í tvö skipti.
„Ceres“ 10.34 tonn.
Smíðaður í Danmörku árið 1911.
Magnús Hjörleifsson Reyni
var fæddur í Naustahvammi í
Norðfirði 5. des. 1891. Foreldr-
ar hans voru Hjörleifur Mar-
teinsson og Margrét Friðriks-
dóttir. Magnús byrjaði ungur
sjómennsku á Norðfirði og var
þar síðar formaður með m.b.
„Hrólf kraka.“ Til Vestmanna-
eyja fór Magnús ungur eða um
1910 til sjóróðra en 1912 er
Magnús háseti á m.b. „Ceres“
hjá Jóhanni Jónssyni í Brekku.
Árið 1914 er Magnús á þeim
sama bát en þá er Bjarni Há-
varðarson formaður meðbátinn.
1915 tekur Magnús við for-
mennsku á „Ceres“ og er með
hann til 2. marz 1920, að hann
ferst með allri áhöfn við 4 mann
í ofviðri suður af Bjarnarey.
Magnús var sjósóknari mikill
og aflamaður ágætur.
VlKINGUB
171