Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Side 15
stjómarvalda til lendingarbóta á landi hér. — Geta má merkustu nýjunga í útvegsmálum á þessu tímabili, en það var netaveiði með þorskanetum. Skúli Magnússon hafði kynnst þessari veiðiaðferð í Noregi árið 1752 og lét reyna hér fyrstur manna. Þetta heppn- aðist vel, og þorskanetaveiði var nokkuð stunduð við sunnanverð- an Faxaflóa. Þrír Hafnfirðingar keyptu árið 1773 35 lesta þilskip, og gerðu það út til fiskveiða í tvö ár, en gáfust þá upp á útgerðinni, og skipið fúnaði niður í Hafnarfirði. Á árunum 1776 — 1787 voru af hendi konungsvaldsins gerðar ráðstafanir til þess að senda hingað fjölda þilskipa til fiskveiða og útgerðar við ísland. Skipstjóri og hluti skipshafnar á þessum skip- um var danskur, en íslendingar voru ráðnir á skipin til viðbótar. Skipin, sem urðu á þessum árum flest 42, höfðu aðsetur í Hafnar- firði. títgerð þeirra var talin léleg, og skipin illa búin að veiðar- færum. Útgerðin gekk illa og var hætt. Allar tilraunirnar til þilskipaútgerðar. sem ýmist hafði verið stofnað til af framsýnum, duglegum fslendinerum eða fyrir atbeina velviljaðra manna, sem áhrif gátu haft á framkvæmdavaldið. höfðu gefist þannier, að undantekinni útgerð Páls nrests í Selárdal, að ekki væri glæsilegt að halda áfram á þeirri braut. Samt gerðu menn sér lióst, að aðrar ástæður réðu en dugleysi eða vöntun á starfsgetu þeirra íslenzku manna, sem gáfu sig að þessum störf- um, heldur vissu rnenn að svo illa var búið að útgerðinni í verzl- unarháttum og öllum öðrum aðstæðum, að bað réði úrslitum. f lok 18. aldarinnar tók sér bólfestu í Hafnarfirði maður að nafni Bjarni Sigurðsson, síðar nefndur riddari, eftir að hann hafði verið sæmdur riddarakrossi. Pétt fyrir aldamótin festi Biarni kaun á dönsku biiskini og gerði það út til fiskveiða. Um svinað levt.i, eða árið 1803 kevnti Guðmundur Ingimundarson í Breiðholti skin f Noregi og kom á því til íslands og hóf fiskveiðar. Með útgerð þessara skina hófst samfelld bilskinaútgerð á íslandi. fór hægt vaxandi framan af 19. öldinni, en óx örar þegar leið fram um miðja öldina og seinni hluta hennar. Um síðustu aldamót urðu mikil straumhvörf í íslenzkri út- gerðarsögu. fyrsti togarinn kom árið 1902, bað var 205 smálesta skip, sem Islands Handels og fiskerrícompani á Patreksfirði kevnti og gerði út á kolaveiðar í þriú ár. Togarinn var svo seldur til Vest- mannaeyja og hafður til aðstoðar og eftirlits fiskiskinaflotanum þar. Árið 1904 — 1906 komu svo togararnir hver af öðrum og síðan áfram eftir bað. Fyrsta vélin var sett í oninn bát. Stanlev, á Isafirði árið 1902. bað var tveggja hesta vél, sem eyddi tveimur pundum af olíu á klukkustund. Það er nokkur vandi að gera sér grein fvrir þeirri öru bróun, sem átt hefur sér stað á þessu 60 ára tímabili. síðan um síðustu aldamót. Mað tilkomu togaranna og vélbátanna iukust allir mögu- leikar til fiskiveiðanna á margvíslegan hátt. Veiðarfæri onuu bát- anna og vélarlausu þilskipanna höfðu nálega eingöngu verið hand- færi, þó hafði lóðaveiði verið stunduð á opnum bátum á Vestfjörð- um og síðar á Breiðafirði. Fiskiskipastóllinn tók að aukast. bæði af togurum og vélbátum, og útbúnaður allur batnaði, jafnt skinin sem veiðarfærin. í árslok 1938 var fiskiskipastóllinn tæpar 13 þús. lestii’. samtals 496 bátar, undir 30 rúmlestum. Á síðasta ári var fiskiskinafloti landsmanna 41797 lestir, 787 bátar, hvalabátarnir eru meðtaldir í þessum tölum. Meðalstærð fiskibáta 1938 var 26,2 lestir, en árið 1962 var meðal- stærðín 53,1 lest. Verzlunarfloti landsmanna hefur á síðustu 20 VlKINGUB árum algjörlega verið endur- nýjaður og aukinn. Verzlunar- skipastóllinn var á síðasta ári 33 skip 47536 lestir og aðeins eitt skip eldra en 20 ára gamalt. Jafnhliða því sem skipastóll- inn hefur verið bættur, hafa átt sér stað stórfelldar framfarir með uppbyggingu vinnslustöðva fyrir fiskinn á landi. Ekki verð- ur annað sagt, en að velgengi undanfarandi ára hafi vel verið notuð til uppbyggingar fyrir framtiðina — ég segi velgengi, — þrátt fyrir það að við mun- um vel 17 aflaleysisár á síld- veiðum norðanlands. Við mun- um líka undanfarin erfiðleika- ár togaranna. Það tók okkur margar aldir, alla tíma févana þjóð, að ná því marki að vera útbúin veiðitækj- um á við nágrannaþjóðir okkar. í dag stöndum við með þann pálma í hendi að vera búin skipastóli betri en nokkru sinni fyrr og betur útbúnum veiðar- færum en þekkst hefur áður. Við höfum borið gæfu til þess að vera fljótir að tileinka okk- ur nýjungar í veiðitækni, sem hafa komið á markaðinn á hverjum tíma seinustu árin. Þetta á þó meira við um vél- bátaflotann í dag, en það er von mín, að togaraútgerðin nái líka því marki að vera búin beztu tækjum og tækni, sem til verða á hverjum tíma og það er trú mín að leiðir séu til í dag, sem fara megi, til þess að ráða að nokkru leyti bót á því aflaleysi, sem togaraútgerðin á við að búa í dag. Miðað við aðrar þjóðirhöfum við margfaldan afla með tilliti til þess mannfjölda, sem fisk- veiðar stundar. Alla tíð höfum við átt duglega og harðsækna fiskimenn. Sannarlega berum við hlýjan þakkarhug til þeiri’a gömlu kynslóða um margar ald- ir, sem lélegum skipastóli, illa búnum að veiðarfærum og öllu öðru, hafa með dugnaði og þrautseigju haldið lífi í þjóð- inni og komið okkur fram á þennan dag. Við dáumst að því, 183

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.