Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 22
Endurnýjun líkamshluta
Þótt útlimur sé tekinn af
salamöndru, vex nýr í staö-
inn. — Hversvegna eru dýr,
sem hærra eru komin í þró-
unarstiganum ekki gædd
þeim hæfileika? Leitaö er aö
ástæóunni með tilraunum á
froskum og salamöndrum.
Það þýðir ekki að ætla sér að
handsama skriðdýr með því að
grípa í halann á því, eða krabba
með því að grípa í einhverja
klóna, halinn, eða klóinn brotna
af dýrunum, en þau sjálf sleppa.
Því, sem þau fómuðu á hættunn-
ar stund, geta þau bætt sér upp
í góðu tómi með endumýjun.
Salamöndrur geta þetta líka. Þó
að þær missi halann eða útlim,
vex þeim aftur hali eða útlimur
rétt eins og ekkert hafi í skor-
ist. Froskar njóta líka þessara
forréttinda á uppvaxtarárunum.
þegar þeim lýkur, verðaþeirað
láta sér nægja þá útlimi, sem á
þeim eru. Önnur dýr og maður-
inn fá ekki nýja limi á neinu
skeiði æfinnar, en eru samt. þó
í minna mæli sé gædd hæfileika
til endumýjunar. Sár þeirra
gróa, neglur vaxa aftur á tám
og fingrum o. s. frv. Geta til
að endurnýjast að meira eða
minna leyti er sameiginleg öllu
sem lífsanda dregur.
Mikilsvert væri, ef maðurinn
einhvemtíma öðlaðist getu til að
endurnýja vefi sína og líkams-
parta fram yfir það, sem nú er.
En þó það kæmi ekki til greina,
þá hafa líffræðingar áhuga á
málinu, því það sýnir, að þróun
á sér stað hjá fullvöxnum dýr-
um. Hin fullvöxnu líffæri
„muna“ sumt úr þróunarsögu
sinni og endurtaka það, þó á
takmarkaðan hátt sé, og stund-
um ekki alveg réttan. Á mann-
inum gróa sár, sem koma á húð-
ina. Beinin gróa og komast í
samt lag þótt þau brotni. Sama
gildir um sinar, æðar, vefi, blóð-
ið o. s. frv. Vöðvar endurnýjast,
þótt þeir skaddist. Sundurskorin
taug skýtur út trefjaendum og
grær saman. ef aðstæður em
góðar. Nýr fótur vex þó ekki á
manni í stað þess sem hann
missir. Líkamspartúr úr rnarg-
brotnum vefjum endurskapast
síður en sá, sem er einfaldur að
gerð. í manninum er það lifrin,
brisið og munnvatnskirtlarnir,
sem hafa þennan hæfileika. Dýr,
sem standa neðar í þróunarstig-
anum,. eiga auðveldara með að
bæta sér upp tjón á limum og
líkamspörtum en þau, sem
lengra eru komin. Hydran telst
til frumstæðra dýra, en þó hún
sé skorin í sundur í marga
pai*ta, þá bætir hver partur við
sig því, sem hann vantar. Svo
rótgróin er endurnýjunarhæfi-
leiki slíkra dýra, að þótt þau
séu tætt í sundur og pörtunum
þrengt í gegnum gróft efni, þá
hópast partarnir saman aftur og
verða að nýjum einstaklingum.
Fiskum og líka láðs og lagar-
dýrum geta vaxið uggar, halar
og aðrir partar. Eðlur geta end-
urnýjað halann og part af skolt-
inum en ekki aðra limi.
Hvernig stendur á því, að
lægri hryggdýr geta endurnýjað
ýmsa parta sína, en æðri dýr og
maðurinn geta það ekki? Rann-
sóknir á þessu hafa snúist um
froskana. En hjá þeim kemur
fram minnkandi hæfileiki með
aldrinum. Froskungi sem missir
hala eða lim, fær annan auð-
veldlega í staðinn. Eldri frosk-
ungi með þroskaðri limi, endur-
nýjar þá ekki jafn fullkomlega,
og þar kemur, að hann fær ekki
nýja afturfætur. Enn þá getur
hann samt fengið sér nýja fram-
fætur, ef þörf krefur. En um
það leyti sem hann nálgast það
að verða fullkominn froskur,
missir hann einnig þann hæfi-
leika.
Lazzaro Spallanzini, upphafs-
maður rannsókna á endurnýjun
líkamsvefja, segir árið 1768: Ef
froskar geta endurnýjað limi,
þegar þeir eru ungir, hvers
vegna ættu þeir þá ekki líka að
geta það, þegar þeim er farið
meira fram. Er hin furðulega
endurnýjun, sem á sér stað hjá
eðlum að þakka áhrifum vatns
sem dýrin voru látin vera í?
Ekki er það að sjá á Salamöndr-
um sem gátu endurnýjað parta
sína á þurru landi. En fyrstáð-
umefnd dýr fá nýja leggi í
vatni og á landi. Af hverju geta
þá ekki æðri dýr og betur þekkt
gert slíkt hið sama. Vonandi fá
þau þennan hæfileika. Er fjar-
stæða að vonast eftir því, að
mennirnir geti þetta líka, þegar
fram líða stundir?
Leitin að hagstæðum skilyrð-
um byrjaði með athugunum á
Salamöndrum. Ef útlimur á
Salamöndru er tekinn af, hilm-
ar fyrst yfir sárið, sárið grær.
ör myndast, eftir 10 daga fer
örið að eyðast, þar kemur bunga.
Þetta er vaxtamabbi, gerður úr
frumum sem skipta sér í sífellu
og líkjast einföldum frumum
vaxandi fósturs. Frumur þessar
virðast vaxa út úr gömlum vef j-
um í yfirborði sársins, en ná-
kvæmlega hvar þær eiga upptök
sín er ekki vitað, Þær geta kom-
ið frá óþroskuðum varafmmum,
frá vöðva- eða beinmyndunar-
frumum í ósérhæfu ástandi eða
þó hvorutveggja. Hvar sem þess-
ar fmmur eiga upptök sín, þá
líkist vöxtur þeirra hér eftir
fósturvexti. Fyrst í stað marg-
faldast þær með hraða, sem
minnir á vöxt krabbameins. En
gagnstætt því sem gerist um
krabba, sem heldur áfram að
vaxa stjórnlaust, fer vöxtur end-
umýjunarvefjanna að hægja á
sér og taka á sig ákveðna lögun,
sem að síðustu verður nýr út-
limur. Þegar endurnýjun hefur
staðið í viku, líkist vaxtamabb-
inn orðið útlimsmyndun á Sala-
möndrufóstri. Nabbinn lengist
nú og verður keilulaga. Eftir
þrjár til fjórar vikur er komið
t. d. handleggslögun með bugðu
VÍKINGUR
190