Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 31
Um smokkfiskveiðina 1874 Herra ritstjóri! Hér með sendi ég y'Sur til viðbótar við groin mína i síðasta blaði yðar „Brautryðjanda- starf á sviði smokk- og kúfisksöflun- ar,“ og jafnframt sem athugasemd við grein herra kennara, Jóhanns Hjalta- sonar í sunnudagsblaði Tímans 14. júní s.l. |>ar sem hann segist segja í bókinni: Frá Djúpi og Ströndum,“ sem út kom 1939: „Sá, sem fyrst fann það upp hér vestra, að draga smokk á færi hét Kristján og var Hjaltason ættaö- ur úr Súðavík í Álftafirði“ o.s. frv. Segist hann hafa þetta eftir Kolbeini Jnkobssyni fyrrum bónda í XJnaSsdal á . Sncef jállaströnd. Þar sem þessi Kristján Hjaltason er sami maðurinn sem ég get um í ofanritaðri grein minni og sem gisti hjá Einari föSur- bróður mínum í Hringsdal, og fékk hjá honum smokköngulinn, er ég lýsi í greinninni, sem Kristján fór svo meS norður til Isafjarðar, vil ég leyfa mér að gera eftirfarandi athuga- semd: Sumarið 1901 ferSaSist dr. Bjarni Sæmundsson um Vestfirði og Strandarsýslu og leitaði upplýsinga um fiskveiðamál lijá helztu útgerSar- mönnum á þeim slóðum. í skýrslu sinni til landshöfSingja 1901, sem út kom í 28. árg. Andvara 1903, segir dr. Bjami, er hann ritar um Aniar- fjörS, sjá bls. 105: „Um fiskveiðar í firðinum fræddi mig: Einar Gíslason í Ilringsdal, fegðarnir Ásgeir og Gísli á Álftamýri, Matthías á Baulhúsum, síra Lárus í Selárdal, Thorsteinsson, kaupmaSur á Bíldudal og GuSmnnd- ur Kristjánsson skipstjóri í Reykja- vík. I skýrslunni um Isafjarðardjúp segir: sjá bl. 90. Af hinum mörgu mönnum, er fræddu mig um fiskimál- efni viS Djúpið vil ég nefna: Nefnir hann svo í skýrslunni 23 helztu út- gerðarmenn við DjúpiS, og þar á meðal Kolbeinn í Dal (UnaSsdal), sem Jóhann kennari segir aS sé lieim- ildarmaður sinn fyrir fregninni um að Kristján liafi fyrstur fundiS upp vestra að draga smokk á færi. Raun- ar virðist vera þó nokkur beygur í Jóhanni að liafa fregnina eftir Kol- beini, þar sem hann segir: „Raunar VlKINGUE er aldrei fyrir það aS synja, að eitt- hvað geti skolast til í minni mnnna, er það á skemmri tíma en 60 árimi, enda þó skýrir séu.“ Eftir að dr. Bjami hefir hlýtt þessum 29 merkismönnum yfir og spurt þá spjörunum úr um fiskveiðamar á Vestfjörðum og talað viS menn í Strandarsýslu, segir hann í skýrslunni bls. 105: „Einar í Hrinr/s- dal veiddi hann fyrst á öngla áSur var hann aSeins brúlcaSur þegar hann rak.“ Iívers vegna man Kol- beinn í Dal né neinir af hinum 22 Djúpmanna eftir Kristjáni 1901, þcg- ar þeir gefa dr. Bjarna upplýsing- amar um fiskveiðamar? Vill Jóhann kennari svara þessari spumingu. Eg skil ekki að nokkmm geti dulist að þessi skýrsla dr. Bjama sanni að ég hafi farig meS rétt og satt mál. Um bikarinn, sem þeir nyrðra gáfu Krist- jáni fyrir að færa þeim smokköngul- inn, sem ég vil leyfa mér að nefna töfrasprota, vegna viðbragða þeirra, sem Djúpmenn tóku við smokkfisk- veiSamar eftir sögu Teits Jónssonar mágs Einars, sem stóS í smokköngla- smíSinni ásamt fleiri smiðum um haustið, hefi ég oftir Arngrími kaup- manni Bjamasyni, er ég hitti hann í Reykjavík fyrir nokkrum ámm. Hann sagðist hafa liitt Kristján fyrir all- mö-rgum árum og liafði hann þá sýnt sér bikarinn áletraðan. Ekki gat Arn- grímur um liverig áletrunin hljóSaSi. Af því ég minnist á viðbrögS þau, er Djúpmenn tóku, er Kristján færði þeirn öngulinn og kenndi að nota hann til smokkveiðanna og koma drift á smokköngulssmíðina, langar mig mönnum til gamans, þó það sé þessu máli óskylt, en höfSu þó heillarík og skemmtilog áhrif, að minnast á önnur viðbrögð, sem Súð- víkingar, Einar Vatnsfirðingur, Loft- ur Gíslason í Bæ og fleira mannval á Vestfjörðum tóku, er þeir fengu lierútboSiS frá Hrafni Oddssyni, er hann átti í ófriSnum við Sturlu Þórðarson 1263. Brugðu þeir svo hart við að þeir settu stórskip yfir fjöll, sem vart þótti fært yfir lausum mönn- um. Lauk þessu meS því, aS Hrafn neiddi Sturlu Þórðarson til aS lofa því að fara til Noregs í óvinahendur. Þá var sem liulin hönd hjálpaði Sturlu og tæki í taumana, ])egar mest. lá á, því Hákon konungur versti ó- vinur Sturlu andaðist áður en Sturla steig á skip. Er hann kom til Nor- egs sættist hann viS Magnús konung. Flutti kvæSi um hann og föSur lians. Sagði konungur: „að hann kvæði bet- ur en páfinn.“ Ilann skemmti kon- ungi og hirðinni með sögum. Ilann samdi sögur af Magnúsi konungi og Hákon gamla föSur hans, sem þykju mjög merkileg fornrit. Fyrir hin mörgu kvæSi sem liann orti um Magn- ús konung þáSi hann margfalda sæmd fyrir. Hann varð hirðmaður konungs og skutulsvein. HafSi konungur haim mjög við ráSagerSir sínar. Konungur sagði við Sturlu, um leið og hann drakk af sáttarbik- amum og rétti hann Sturlu, sem drakk af lionum líka.:: „Vín skal til vinar drekka.“ Sturla kom út með lögbók fyrir Islendinga. Sturla varð siSar lögmaSur, þar til hann sagöi því embætti um þaö loyti, sem Staða- málin og deilur útaf þeim byrjuðu. Má því með sanni segja, að öll þessi viðbrögS Vestfirðinganna snérust Sturlu og þjóSinni til gæfu og geng- is. Þar sem þjóðin á í Sturlu, höfund að tveim merkum konungasögum. Auk ])ess er Sturla talinn aðalhöfundur hinnar merku bókar Sturlungu, þar sem Sturla fær almenningslof fyrir óhlutdrægni. En vel má vera aS Vest- firðingarnir hafi verið baksárir, eftir að hafa sett og bakað tólfæringana yfir vestfirzku fjöllin. Einar í Hring- dal er því brautryðjandi smolckfislc- veiSanna hér á landi og JcúfisIcveiS- anna viS Arnarf jörS. Einar Bogason frá Hringsdal. X- Þegar skotinn kom í heimsókn frá Ástralíu, voru tveir brreður hans komnii' með alskegg. Ilvað er aS sjá þetta, spurði hann. Jú, þú stakkst af af mcS rakhnífinn! 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.