Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 32
Garðar Pálsson, skipherra: / ÖRYGGISMÁL SJÓMANNA Á undanförnum árum hefir mikið verið rætt og ritað um öryggismál sjómanna og það ekki að ófyrirsynju, þar sem hvert sjóslysið hefir rekið ann- að. Menn hafa beint skeytum sínum í ýmsar áttir, og eins og að líkum lætur hefir Skipaskoð- un ríkisins ekki farið varhluta af þeirri gagnrýni. Þegar sjóslys bera að hönd- um spyrja menn gjarnan, hvar orsakanna sé að leita, og ef nið- urstaðan liggur ekki ljós fyrir, þá er gagnrýninni oftast beint að þeim, sem með öryggismálin fara. Því verður eigi neitað að Skipaskoðun ríkisins fer með vandasamt hlutverk, þar sem þessi mál eru annars vegar og veltur því á miklu, að fram- kvæmd þeirra sé í fyllsta sam- ræmi við gildandi lög og reglur á hverjum tíma. Hin ströngu lög og reglu- gerðir, sem Skipaskoðun ríkis- ins á að sjá um framkvæmd á, verða að teljast gagnslaus, nema. að þeim sé framfylgt af sam- vizkusemi og ábyrgðartilfinn- ingu og að það sé ávallt haft í huga, að vam-æksla í slíku starfi eða smá linkind geta haft örlagaríkar afleiðingar í för með sér. Sjómenn verða skilyrðislaust að geta lagt traust sitt á þessa stofnun, sem vinnur fyrst og fremst að öryggismálum þeirra sjálfra. Störf Skipaskoðunar ríkisins verða alltaf vegin og metin eftir því sem tiltekst hverju sinni, þess vegna er á- ríðandi fyrir þessa stofnun að gefa ekki höggstað á sér með slælegum vinnubrögðum. Því miður hefir framkvæmd þessara mála hjá Skipaskoðun ríkissins ekki verið brotalama- laus og skulu nú færð nokkur dæmi því til sönnunar: Um hver áramót fer fram lögboðin skoðun á öllum skoðun- arskyldum íslenzkum skipum. Fulltrúar frá Skipaskoðun rík- isins koma um borð og eigalög- um samkvæmt að kynna sér að eigin reynd, að öryggismál við- komandi skips séu í fullkomnu lagi. Komið hefir fyrir að slíkir fullti'úar hafa látið sér nægja að spyrja vakthafandi stýri- mann, hvort þetta eða hitt, sem þeir tiltóku, væri ekki til staðar og í lagi og hafi svarið verið já- kvætt, þá hafa þeir tekið það sem góða og gilda vöru. Stundum hafa skipaskoðunar- menn ríkisins fengið að láni birgðaskrá viðkomandi skips og hafi þau tæki er skoða átti, ver- ið á þeirri skrá, þá hafa þeir talið það fullnægjandi. Þótt slík- ar skrár væru sannleikanum samkvæmar, þá er ekki þar með sagt að hinir sömu hlutir séu í því ásigkomulagi, sem lögin mæla fyrir um og heldur ekki víst að hlutirnir séu á þeim stöðum, sem þeim var ætlað að vera á. Þá eru til dæmi um það að umræddir menn hafa komið um borð í varðskip ríkisins og þeim hefir láðst að skoða hin ýmsu öryggistæki í þeirri fullvissu að þar gæti í engu verið áfátt, þar sem björgunarskipin sjálf ættu í hlut. Skoðunarmenn, sem sýna slíkt ábyrgðarleysi í störfum, eru alls elcki hæfir til þess að undirrita nein skjöl, er varða öryggisút- búnað skipa. Þá erum við komin að veiga- miklu atriði, sem vert er að hafa í huga. Eru það ekki einmitt þessar undantekningar, sem bjóða hættunum heim og eru oft á tíðum hinn veiki hlekkur þeg- ar á reynir. Nú kann margur að spyrja, verður öllu bjargað með því að þessum málum sé kippt í lag? ar skoðanir að tefja neitt skip, nema að öryggisútbúnaður þess sé í ólagi, og þá er tilganginum líka náð. Þessu svara ég hiklaust neit- andi, hér koma fleiri til, eða sjómennirnir sjálfir og ekki er þeirra hlutur betri, þegar málin eru rannsökuð niður í kjölinn. Hver skyldi trúa því að sjó- Stöðugrt er unnið að því að finna upp nýjar gerðir björgunarbáta. Hér má sjá nýj- ustu gerðir báta, búna til úr trefjaplasti. En úr því efni eru bátarnir rnjög léttir, auk þess sem þeir halda góðum styrkleika, og geta því búið yfir ýmsum þæglndum fram yfir eldri gerðir. 200 YÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.