Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Síða 33
menn gerðu leik að því að hlunn - fara skipaskoðunarmenn, sem að þessum störfum vinna og með því móti stofna sínu eigin öryggi í hættu. En því miður eru til dæmi um það, að slíkt hefir átt sér stað og jafnvel gengið svo langt að öryggistæki hafa verið fengin að láni frá öðrum skipum, til þess að full- nægja kröfum skipaskoðunar- manna við slíkar skoðanir, og andvaraleysið hefir verið svo mikið að menn hafa hælst um á eftir. Þá hefir það komið fyrir að sjómenn hafa fjarlægt öryggis- tæki til stundar notkunar, en ekki hirt um að setja þau á sama stað aftur. Slíkt kæruleysi er vítavert og Setti ekki að líð- ast á neinu skipi. Ekki er til of mikils mælst, að sjómenn sinni sínum eigin öryggis- og velferðarmálum af heilum hug og skulu þeir því hvattir, til þess að vera vel á verði og láta aldrei sinnuleysið ná tökum á sér, þessum málum til ófarnað- ar. Sjómenn, tökum höndum sam- an við Skipaskoðun ríkisins og rennum styrkari stoðum undir þetta starf með því að vera bet- ur á verði en endranær. Við skulum tilkynna Skipaskoðun- inni tafarlaust, hvenær sem við verðum varir við að öryggisút- búnaði skips er áfátt í einhverju. Skipaskoðun ríkisins ætti að sjá um. að dæmin sem rakin eru hér að framan og snerta hana, endurtaki sig ekki. Sú óvænta áhætta, sem sjó- menn eiga við að glíma, ernógu mikil, þótt þeir hlutir sem ráða má við í tíma auki ekki á erfið- leikana. Sjómenn ættu að kynna sér eftirfarandi lagagrein, sem fjall- ar um öryggi skips. 1 lögum um eftirlit með skipum nr. 50, 31. júlí 1959 gr. 58 segir svo: Nú er sJcipi, sem eigi hefir gilt haffærisskírteinni eða 'far- bann hvílir á, lagt úr höfn eöa skip er annars á ferð óhaffært, án þess aö brýnasta rumSsyn sé Hér sjást irngir menn við matarframleiðslu. J>eir eru nemar við útlendan kokka- skóla. Góður kokkur er því gulls ígrildi, ekki aðeins á hótelum í landi heldur og um borð í hverju skipi, þar sem hann skipar ábyrgðarmikið starf. til og skal þá eigi beita vægari refsingu en varðhaldi. Réttindasviptingu samkvæmt þessari grein skal beita við yfir- vélstjóra, loftskeytamenn og aðra yfirmenn skips, eftir því sem við á, ef þeir gerast brotlegir gegn lögum þessum eða taka þátt í brotum þeim. Fyrir nokkrum vikum var skipi lagt úr höfn hérlendis án haf- færisskírteinis og auðvitað án lögskrémingar. Hefði skipstjór- inn óskaS eftir lögskráningu á skipiS, þá hefði lögskráningar- skrifstofan neitað honum um skráningu, þar sem haffæris- skírteinið var ekki í gildi fyrir þá sök að öryggisútbúnaði skips- ins var áfátt. I þessu tilfelli verður ofan- greindri lagagrein vafalaust beitt gagnvart öllum yfirmönn- um skipsins, sannist það að þeir séu brotlegir. Sjómenn ættu að vita það, að þessa lagagrein er erfitt að brjóta, ef lögskráð er á skip, það sem lögskráningar- skrifstofan sér um að öllum um í'eglum sé fylgt. Nú vaknar sú spurning, hvort árleg skoðun sé fullnægjandi og hvort hún ein sé nógu mikið að- hald kærulausum útgerðarmönn- og sinnulausum sjómönnum. Ég fyrir mitt leyti held að ráða mætti bót á þessu með því að Skipaskoðun ríkisins hefði tvo færa starfsmenn í sinni þjón- ustu, sem framkvæmdu fyrir- varalausar skoðanir á skipum og bátum allt árið um kring. Starf- svið þeirra ætti ekki að tak- markast við Reykjavík, heldur vera allt landið. Ekki ættu þess- ar skoðanir að tefja neitt skip, nema að öryggisútbúnaður þess sé í ólagi, og þá er tilganginum líka náð. SPARISJOÐIJR VÉLSTJÓRA Bárugötu 11 Sími 16593 Pósthólf 425 ANNAST ÖLL VENJULEG SPARI- SJÓÐSVIÐSKIPTI. OPIÐ DAGLEGA KL. 4—6 NEMA LAUGARDAGA. KL. 10—11. VlKINGUR 201

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.