Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Blaðsíða 34
Þyrilvœngja dró bát út úr ísalögum Þyrilvængjur eru til margra hluta nytsamar og ryðja sér mjög til rúms erlendis. Ekki er okkur þó kunnugt um fyrr en nú, að slíkar vélar má nota til dráttar og það meira að segja á hinn furðulegasta hátt. Myndirnar sem birtast hér voru teknar skammt undan Sví- þjóð í vetur, en á sundunum þar var mikill ís sl. vetur eins og flestir muna. Eitt sinn var þessi vélbátur á leiðinni inn til Gautaborgar. En þá bilaði skyndilega vél bátsins og bát- urinn festist í ísnum. Nú voru góð ráð dýr, því að ísbrjótar gátu ekki liðsinnt bátnum. Kom mönnum þá til hugar að athuga um þyrilvængju. Flugan kom fram eftir skamma stund og settist á ís- breiðuna rétt hjá bátnum, síðan var dráttarkaðli komið fyrir milli báts og flugvélar og þyrl- an lyfti sér og hóf að draga bátinn. Og viti menn, þessi dráttur gekk vel og þyrilvængj- unni tókst að mjaka bátnum út úr ísnum og inn á opinn sjó, þar sem annar bátur gat tekið við og dregið bilaða bátinn inn til Gautaborgar. Já, ekki er að furða, þótt margur hér á landi sé nokkuð langeygur eftir slíku undratæki sem þessu. >f Það var liöifi langt. nætur og lög- rcgluþjóninn sá aS Andrés kora vaggandi fyrir götidiomiS og gægS- ist á l)áðum áttum niður götuna. Hvert ert þú að fara, spurSi liann Andrés. A fyrirlestur. En ])að er komin nótt og engiim fyrirlestur á þessum tíma sólarliringsins. Ónei. ekki minn. Konan byrjar ckki fyrr en ég kem heim. 202 Myndin að ofan sýnir þyrilvængrjuna nýsetzta á ísinn hjá bátnum. 1 miðið sést hvar dráttartauginni hef- ur verið komið fyrir og ilugtækið til- búið að lyfta sér. Neðst má sjá þyrilvængjuna á iofti og draga bátinn út úr ísbreiðunni. YÍKIN0UR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.