Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Page 37
„Ufið er saltfiskur". Já, rétt er það, en framleiðsla sjávarafurða okkar liefur mikið breytzt á síðari árum. Vinalegu stakk- stæðunum, sem hér áður fyrr brostu svo vel við okkur allt umhverfis lamlið, fækkar óðum off eru að verða sjaldgæf sjón. garnirnar við málsrannsókn; því að hann sýndi þeim fyrr- nefndu enga tillitssemi og þeim síðarnefndu enga linkind. Hann átti enga samvizku og enga miskunn. Til að fá máli sínu framgengt, dró hann yfir sig hjúp gerfiráðvendni, brennandi og barnslegs áhuga, sem gerði það að verkum, að kviðdómend- um fannst hann oft bara frem- ur hrjúfur, ósérhlífinn loddari. Engu að síður átti hann meiri slægð en naðra, og það nöðru- eitur var ekki til, að það væri ekki í munni hans. Billi blóðhundur, eins oghann var nefndur, var áhrifameiri persóna í réttarsölunum en sak- sóknarinn, John Henry Peck- ham sjálfur, sem gerði sig á- nægðan með þessa tilhögun, þar sem hann aðhylltist þá almennu YÍKINGUB skoðun, að það yrði að vera mis- indis,maður í hverri lagaskrif- stofu, hvort s©m hún væri opin- ber stofnun eða einkafyrirtæki. Satt að segja fannst honum O’Brien meira en rétt og slétt skrifstofugagn, þar sem hann gat treyst honum til að fá fram sektardóm í hverju erfiðu máli. Það var eins og hann sagði í vinahópi: „Ef blóðhundurinn hefur ekki nauðsynleg gögn til að fá fram sektardóm, þá aflar hann þeirra!“ Með því að O’Brien var ekki einungis dugnaðarforkur, heldur líka mikilvægur pólitískur með- algöngumaður, bældi hinn virðu- legi saksóknari, John Henry Peckham niður persónulega ó- beit sína á hundinum og leyfði honum að sleikja hönd sína. Hann neyddist líka til að sætta sig við hávaðasemi hans og gor- geir. Því að utan réttarsalarins — og jafnvel líka stundum inn- an hans, ef því var að skipta — var Billi blóðhundur hrokagikk- ur og fullur af derringi og lög- krókaoflæti — hvar sem hann fór, umkringdur og eltur af hjörð smjaðrara, skrifara, stefnuvotta og lögregluþjóna, sem snöttuðu fyrir hann, báru bækur hans, möppur og skjöl, keyptu fyrir hann leikhúsmiða, símuðu fyrir hann, tilkynntu komu hans og skriðu fyrir hon- um — alveg eins og við gætum ímyndað okkur rómverskan senator með samskonar skap- gerð umkringdan þýum sínum, sem ruddi mannfjöldanum úr vegi fyrir honum. Allt var þetta Billa blóðhundi sem lífsloft, og hann var í essinu sínu, æpti að 205

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.