Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Blaðsíða 39
limur. Ljósmynd hans er í saka- mannaskránni, það eru fingra- för hans líka. Hann er sekur, það getið þér reitt yður á. Hann á sér ekki meiri von en grýlu- kerti í helvíti.“ „Hafið þér talað við hann? Hafið þér heyrt hans sögu ? Haf- ið þér spurt lögreglumanninn, sem handtók hann?“ hélt gamli lögmaðurinn áfram. „Nei, það hef ég ekki og ætla heldur ekki að gera!“ svaraði O’Brien hranalega. „Hann get- ur sagt sögu sína í vitnastúk- unni og ef kviðdómendum finnst hún trúleg, geta þeir sýknað hann.“ „Hvaða líkindi eru til þess, að kviðdómurinn trúi honum, eftir að þér eruð búinn að segja að hann hafi afplánað fangelsis- dóm?“ spurði herra Tutt. „Það vekur andúð kviðdóimendanna á honum fyrirfram.“ „Þess vegna er honum líka bezt að játa strax,“ sagði blóð- hundurinn og glotti. „Og þetta kallið þér réttvísi!“ sagði Tutt titrandi röddu. „Jæja, takið hann þá fyrir og fjandinn hirði yður!“ „Það verður gert,“ sagði O’Brien hlæjandi. „Ég skal taka hann fyrir eftir svo sem tíu mínútur, þegar hinar ákærurn- ar hafa verið afgreiddar. Og þá“ — hann beygði sig áfram og hvæsti framan í herra Tutt — skal fjandinn hirða yður“ . Um leið og réttarþjónn tók Mooney og færði hann aftur í varðhald, var hendi tekið í jakkahlíf herra Tutts. Hann sneri sér við og leit í ófrítt and- lit stúlkunnar með herðarsjalið. „Ó, herra lögfræðingur,“ sagði hún biðjandi. „I guðs bænum látið þá ekki dæma hann saklausan! Óþokkinn hann Del- aney vitnaði gegn honum þegar hann var dæmdur í fyrra skipt- ið. Hann *e? handbendi Morri- sons. Þeir báru hann lognum sökum og fengu hann dæmdan. Ó, bjargið honum! Hann er svo traustur og góður piltur og hef- ur aldrei gert flugu mein. Ég YlKINGUR veit að þér eruð mikill lögfræð- ingur og leggið yður ekki niður við svona ómerkileg mál, en“ — hún lækkaði röddina —,ég er búin að spara saman níutíu doll- ara, og þá skuluð þér sannar- lega fá ef þér getið bjargað hon- um.“ „Herra Tutt klappaði henni á handlegginn. „Svona, svona,“ sagði hann sefandi. „Ég skal gera hvað ég get, en þó ekki vegna pening- anna yðar. Hvað heitið þér, góða mín?“ „Annie Murphy.“ „Þekkið þér manninn, sem Paddý vann hjá áður en hann var dæmdur? „Já, mjög vel.“ „Farið þá og komið með hann hingað.“ Stúlkan hraðaði sér burt og herra Tutt gekk til sætis síns. „Ef ég fæ nokkurn tíma högg- stað á þessum þorpara," tautaði hann við sjálfan sig og horfði á O’Brien þar sem hann breiddi úr sér við dómgrindurnar, ,,þá Guð hjálpi honum!“ IV í þeim hildarleik, sem nú var að hefjast, stóð Paddý O’Moon- ey illa að vígi að tvennu leyti: Kviðdómendurnir höfðu verið gerðir andvígir honum fyrir- fram með því að láta þá vita um fangelsisvist hans; í öðru lagi var hann ofurseldur ill- kvittni saksóknarans bæði vegna þessarar refsivistar og hins, að herra Tutt var verjandi hans, en honum átti O’Brien grátt að gjalda frá fyrri tímum, er Tutt hafði flett ofan af honum og sýnt hans sanna innræti. Ofan á þessa gömlu óvild bættist nú þessi ögrun. Heift hans í garð Mooneys fyrir að neita að játa sig sekan blés að glæðum haturs hans á Tutt og hatur hans á Tutt eitraði og magnaði heift hans í garð Mooneys. Hann varð viti sínu fjær af ofsa ef nokkur dirfðist að leggja stein í götu hans. „Komdu hérna með mér,“ urraði hann til Delaneys og dró hann fram í anddyrið. „Komdu með það sem þú hefur á þennan náunga og dragðu ekki af. Ég ætla að gefa þessum gamla hræsnara ráðningu, sem hann gleymir ekki í bráðina!" Hjartað hoppaði í Delaney. Þessum O'Brian var ekki aldeil- is fisjað saman! Nú fengi hann Delaney annan sektardóm á af- rekaskrá sína og kannskemundi saksóknarinn skrifa lögreglu- stjóranum meðmælabréf og hrósa honum fyrir að koma Mooney aftur í tugthúsið! Og þó að það brygðist, mundi Micky Morrison ekki gleyma því! Embættisframi blasti við honum á næstu grösum! Hann hefði getað kysst O’Brien eða sleikt skóna hans — og það hefði víst flestum okkar þótt öllu lystugra. „Hlustið nú á,“ sagði hann og allt að því flaðraði upp um sak- sóknarann. „Þetta er upplagt mál. Ég gómaði þennan þorp- ara og annan byssubrjót — Mulligan með ránsfenginn. Ég fékk yður vopnið áðan. Mulligan fæst til að bera vitni á móti honum gegn loforði um skilorðs- bundinn dóm. Þetta er allt í hendi! Þér steikið hann lifandi!“ „Ágætt. Segðu Mulligan að ég geti notað hann og farðu með hann inn í eitt af kviðdómenda- herbergjunum og hlýddu honum yfir framburðinn. Ég vil ekki eiga nein mistök á hættu núna. Og þú tapar ekki á að það er ég, sem flyt málið!“ „Nei, það er orð og að sönnu, herra saksóknari! Ég er yður afskaplega þakklátur!“ hrópaði Delaney með þessum smeðju- lega aðdáunarróm, sem verkaði eins og græðissmyrsl á sálar- meiðsli blóðhundsins. „Og þá skal ég hundur heita, ef þér verðið ekki aðalrannsóknari við næstu kosningar!“ „Jæja, þá af stað með þig! Af stað!“ skipaði O’Brien og skálmaði inn í réttarsalinn aft- ur. 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.