Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Blaðsíða 32
hinum 24 leiðangursmönnum ennþá í lifenda tölu. Allir, að undanteknum einum, náðu sér eftir þessar hörmungar, og Gree- ly og hinir fimm félagar hans fengu glæsilegar móttökur þegar þeir sigldu inn í höfnina í New York. BJÖRNINN hafði reynst svo traustur og sterkur í íshafsferð- um, ■ að bandaríska stjórnin tók hann umsvifalaust í sína þjón- ustu og frá 1886 sigldi hann í Kyrrahafinu undir fána banda- rísku strandgæslunnar í Alaska um 40 ára skeið, með árlegar ferðir inn í Beringssund um Point Barrow inn í Beauforthaf. BJÖRNINN var notaður í margþætta leiðangra á þessu tímabili. Ferðir með matvæla- birgðir til langsoltinna eskimóa, amerískra hvalveiðiskipa, sem festzt höfðu í ísnum á norðlæg- um hvalveiðislóðum. Með BIRN- INUM lögðu leið sína læknar,. sem líknuðu hinum sjúku íbúum og ferðalöngum N-íshafsins. — Yfirmenn skipsins giftu mörg eskimóabrúðhjónin á afturdekk- inu. — Skipstjórinn var dómari jafnt í stórglæpamálum sem smá- hnupli. Skipshöfnin bældi niður marga uppreisnina meðal ör- þreyttra áhafna hvalveiðiskipa þúsundir mílna frá heimkynnum sínum. B JÖRNINN flutti fyrstu hreindýrin frá Síberíu til Al- aska, 12 talsins. Þá var það síðla hausts 1887 að forlögin „útnefndu" þetta einstaka happaskip til björgun- arleiðangurs, sem reyndist öllu frægari en Greely ævintýrið 1884. í nóvember 1887 varð smá- floti hvalveiðiskipa of seinn fyr- ir að snúa heimleiðis frá veiði- svæðum sínum í Ishafinu, með þeim afleiðingum að þau sátu föst í ísnum nálægt Point Barr- ow. Skyndiboð barst til San Franc- isco um að skipin sætu föst í ís, og að yfirvofandi hætta væri á að skipshafnirnar, 275 manns yrðu hungurmorða. BJÖRNINN, 210 sem virtist hafa allan útbúnað til þess að gegna hlutverki skjótrar björgunar, fékk skipun um að lesta án tafar heila hjörð hreindýra og flytja þau í skyndi til Point Barrow. Þegar skipið átti ófarnar 85 mílur til Nome 14. desember, var ísinn orðinn það þykkur, að ekki var um annað að ræða en snúa við. Skipstjórinn Mike Healy hélt til Nelson eyju og þar var björg- unarsveitin sett á land. — Það voru: D.H. Jarvis liðsforingi, E.P. Bertholf undirforingi og S.J. Call skurðlæknir, allir frá bandarísku strandgæzlunni. Frá hægri: D. H. Jarvis liðsforingi, S. J. Call skurðlæknir. E. P. Bertliolf undirforingi. Með aðstoð innfæddra tókst leiðangursmönnunum að ná landi með útbúnað sinn. Þeir sættu brimlagi við eyðilega kletta- strönd, Hinir innfæddu létu fúslega í té hunda, sleða og leiðsögumenn. 18. desember lögðu þeir upp í hina einstæðu ferð til Point Barrow 1600 mílna vegalengd. Framundan lá harðfrosin, sporlaus heimskautsauðnin mis- kunnarlaus, búin öllum þeim geigvænlegu hættum, sem mæta varð á þeim slóðum. í þessari einstæðu ferð sinni tókst þeim að smala saman 450 hreindýrum að meðtöldum 292, sem þeir fengu á Prince of Wales höfða, og á hreindýra- stöðinni Teller tókst þeim að telja eftirlitsmanninn W.T. Lopp og innfædda aðstoðarmenn hans á að hjálpa þeim við að reka hreindýrin áleiðis til Point Barr- ow. Hvíldarlaust hélt þessi „eyði- merkurlest áfram ferð sinni. — Mörg hreindýranna urðu hungr- uðum úlfum að bráð. — Önnur urðu viðskila við hópinn 1 kaf- aldshríðinni. Kuldinn nálgaðist hámark á þessum slóðum, — en þrátt fyrir hörkufrostið og hríð- ina svitnuðu leiðangursmennirn- ir í erfiði sínu og var þá ekki um annað að gera — að frjósa í hel eða halda áfram að hreyfa sig. Hríðarstormurinn æddi í al- mætti sínu. Frostnálarnar bitu sem hnífseggjar. Það lá við að mennirnir græfust í fanndríf- unni. Stundum urðu þeir að bera farangur og sleða yfir hæðir og auð klettadrög, sem stormurinn hafði berblásið. Hundar og menn voru orðnir uppgefnir af að draga þunga sleða, en hvíldar- laust var áfram þumbast norður á bóginn og alltaf var fylgt hinni krókóttu strönd Alaska í áttina til Point Barrow. Og endalok þessarar hetju- legu ferðar varð glæsilegur sig- ur leiðangursmanna. Hinn 29. marz 1888 náði leiðangurinn til Barrow þorpsins og fann hinar innilokuðu skipshafnir illa haldn- ar í Barrow hvalstöðinni. Hvalveiðimennirnir voru ó- hreinir, tötrum klæddir og heilsufarið var harla bágborið. En þeir voru velflestir sjóaðir, og vanir harðræði, — og allir voru þeir á lífi. Með komu hreindýrahjarðar- innar var hungurvofunni svift burtu. En til þess að tryggja að matarforðinn entist þar til ísa leysti og BJÖRNINN næði fram til Port Barrow, var þegar í stað tekin upp ströng matar- skömmtun. Þakka má hinum ströngu regl- um, sem Jarvis og Call settu við VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.