Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 2
hann muni ekki, hvað hann
hefur verið tómlátur sjálfur
þegar hagsmunir félaganna
voru í veði, en þegar allir
hugsa svona, þá standa allir
jafneinir, enda þótt svo og svo
falleg samtök séu til á papp-
írnum.
Menn verða að muna að
menn gera almenn samtök til
þess að tryggja sjálfan sig í
framtíðinni. Þegar að því rek-
ur að það eru hagsmunir
manns sjálfs, sem við liggja,
enda þótt engin spjót standi
á manni í svip. Það er nokk-
urskonar samábyrgð, sem
menn tryggja sér og eiga að-
gang að, ef illa fer, og því er
sá ber að baki ef í nauðir rek-
ur, sem hefur ekki viljað
styðja samtökin fyrr en hans
persónulegu hagsmunir voru
í veði.
Þetta er svo auðskilið og
sjálfsagt, að róleg íhugun
þess hlýtur að gera það hverj-
um manni ljóst. Sá sem ekki
vill hjálpa öðrum, honum
verður ekki hjálpað. Það er
svo auðskiljanlegt, að ef eng-
inn vill taka á, nema að hans
persónulegu hagsmunir séu í
veði, þá er aldrei nema einn
maður starfandi í samtökun-
um í hvert sinn, sá sem á-
hættuna á, en hinir sitja hjá
og bíða eftir því, að hjálpar-
þörfin standi á þeim
Varðandi Sjómannastéttina
hefur fyrr á árum verið erfitt
að aðskilja verkamenn og sió-
menn í smærri byggðarlög-
um, þar scm starfssvið þeirra
hefur á mörgum tímum verið
samtvinnað.
Nú á seinni árum hefur
þetta skýrzt betur, þar sem
hægt er að styðjast við lög-
skráða sjómenn.
Allir sjómenn eiga að eiga
þá félagslegu ósk, og þann
skilning, að nauðsyn beri til
þess að sameina alla sjó-
Á síðustu mánuðum virðast
hinir ágætu fiskifræðingar okk-
ar vera farnir að trúa því, að
hægt sé að veiða of mikið af alls
konar fiskitegundum, og er það
kannski á 11. stundu. En betra
er seint en aldrei og vonandi
verða gerðar viðhlítandi ráðstaf-
anir til þess að fyrirbyggja ger-
eyðingu flestra tegunda nytja-
fiska. En ekki hefur annað verið
að sjá en að því hafi verið
stefnt í síríkari mæli 2—3 síð-
ustu áratugi. Og nú er svo komið,
að þessum fiski er aldrei sleppt
úr sjónmáli allt árið. Og það, sem
verra er, hann fær ekki tíma til
þess að hrygna en er strádrep-
inn hvar sem hann er. Nú gagn-
ar honum ekki lengur að hætta að
koma upp á yfirborðið eða fjar-
lægjast landið og dýpka á sér.
En eins og fyrr segir eru augu
fiskifræðinganna, sem ekki hafa
séð ástæðu til þess að vara við
þessari hættu, sem ýmsir verr
upplýstir sjómenn o.fl. hafa talið
stafa af ofveiði, nú loks er að
opnast fyrir þeirri staðreynd, að
enginn brunnur er svo djúpur að
ekki verði þurrausinn.
Nú er aðallega talað um þorsk
og síld, sem hætta sé á að minnki.
ef þessir fiskar eru strádrepnir
áður en þeir verða kynþroska.
Þetta eru vægast sagt ákaflega
hógværar ákvarðanir hjá sér-
fræðingum.
mannastéttina um sín hugð-
ar- og framfaramál, svo sjó-
mannastéttin nái þeirri fé-
lagslegu reisn sem henni ber,
innan okkar litla þjóðfélags.
G.H.O.
Reynslan hefur líka kennt okk-
ur (eða hefur hún kannski ekk-
ert kennt okkur ?), að karfinn við
ísland er enginn samanborið við
það, sem var.
Hann var drepinn í ómældum
og óhemju stórum stíl án þess að
vera hirtur á árunum 1923 og
allt fram til 1940. Þá var ekki
haft svo mikið við að taka hann
úr nótinni, ef meira bar á rauð-
um lit en ljósum, heldur var pok-
inn opnaður og öllu sturtað út.
Afli oft 15—20 pokar eftir 15—
30 mínútna tog og flaut þá belg-
urinn upp 40—50 m frá skipinu.
Allur fiskur, bæði karfi og ann-
að, sem þannig var farið með,
var dauður eftir þessa ferð upp
á yfirborð sjávar og gerðu þess-
ar aðfarir því sama gagn eða
ógagn og hin stjórnlausa veiði-
græðgi nútímans, þar sem þó allt
er hirt, brætt og malað í skepnu-
fóður eða áburð án tillits til þess
hvort fiskurinn er stór eða lítill
og án tillits til, hvað hægt væri
úr honum að vinna, ef við mætt-
um vera að því að gera hann að
mat og nýta hann á skynsamleg-
an hátt.
Nei, hér er líkast því, að stefnt
sé að gereyðingu, sem taki sem
skemmstan tíma, en má kosta
það, sem kosta vill. Og allt til
þessa hefur enginn hlustað á, þótt
ein og ein rödd hafi varað við of-
veiði.
ooooooooooooooooooooooooooooooooo<xxx>
Guifiinnur 1‘orbjörnnson:
UM OFVEIII
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
220
VÍKINGUR