Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 36
□ UÐFINNUR ÞDRBJDRNSSDN :
Forðumst stöðnun
Það verður tæplega sagt, að Is-
lendingar séu gróin siglingaþióð.
Enda þótt forfeður okkar, land-
námsmenn, hafi „komið með eld-
inn um brimhvít höf........ og
stýrðu eftir stjarnanna skini,“
þá líður svo langur tími (niður-
lægingartími) þar á milli ,þar til
þjóðin tekur fyrst við sér um að
vera sjálfri sér nóg um siglingar,
sem segja má, að sé fyrst með
stofnun Eimskipafélags íslands
1914, eða fyrir rúmum 50 árum.
Á þessum 50 árum hefur margt
ótrúlegt skeð, bæði í siglingum
og á mörgum öðrum sviðum, og
höfum við íslendingar verið hlut-
gengir og vel það í siglingum,
fiskveiðum og á ýmsum öðrum
sviðum, einkum ef miðað er við
höfðatölu, en þá sláum við yfir-
leitt öll met-
Þegar Eimskip byrjar 1914, er
hér yfirleitt ákaflega rólegt yfir
flestum hlutum. Þá var ekkert
verkalýðsfélag til, né önnur
stéttarfélög, sem gerðu sínar
kröfur. Verkföll voru óþekkt fyr-
irbrigði og jrfir- og næturvinna
var yfirleitt lögð við dagsverkið,
sem meira var miðað við sólar-
gang en klukkuslag.
Margt hefur breytzt frá þeim
tíma og margt til bóta, þótt
reynslan hafi sannað, að erfitt sé
að lagfæra allt með lagafyrir-
mælum án undantekninga.
Á þessum 50 árum, sem ég hér
hef minnzt á, hefur orðið ákaf-
lega ör þróun á ýmsum sviðum,
m.a. og ekki sízt á sviði siglinga.
Hin svo til nýtilkomnu gufuskip
1914 (sem leystu seglskipin af
hólmi) eru nú orðin úrelt með
tilkomu mótorskipa, sem hafa al-
gerlega útrýmt þeim, sem hag-
nýtum atvinnutækjum og hillir
undir ennþá meiri byltingu með
hagnýtingu kjarnorku og hver
veit hvað. Þetta er að sjálfsögðu
254
Guðfinnur Þorbjörnsson.
eðlileg og æskileg framþróun,
framþróun til þess að geta veitt
hvers konar þjónustu fyrir sem
minnst gjald.
En samfara þessari þróun
verður ekki komizt hjá því, að
við verðum að samræma ýmis
ákvæði við hinn nýja tíma, sem
áttu við á sínum tíma, en þarfn-
ast endurskoðunar. Við getum þá
heldur ekki lokað augunum fyrir
því, sem er að gerast allt í kring-
um okkur.
Hinar mannfreku gufuvélar
fyrri helming aldarinnar hafa
verið leystar af hólmi með diesel-
vélum, sem daglega verða æ sj álf-
virkari og óháðari sífelldu eftir-
liti. Þetta hefur alls ekki farið
framhjá íslenzkum útgerðar-
mönnum og skipafélögum, sem
vissulega hafa fylgzt með þess-
ari þróun, og hafa kappkostað að
fá skip með nýtízkuvélum í stað
hinna eyðslufrekari, til þess að
vera betur á vegi stödd í sam-
keppni við erlenda aðila.
En hér er í fleiri horn að líta.
Á þeim rúmum fimmtíu árum,
sem hér er talað um, hefur fæðst
ótölulegur grúi af ýmsum stéttar-
félögum, stéttarfélögum, sem
vissulega áttu fullan rétt á sér á
sínum tíma og hafa komið margs
konar umbótum á, svo sem vöku-
lögum, meðan þeirra var þörf,
o.fl. ofl.
Þessi stéttarfélög, sem vissu-
lega, 'eins og fyrr segir, hafa
komið ýmsu góðu í verk, hafa líka
sínar skyldur við þjóðfélagið og
mega ekki loka augunum fyrir
breyttum aðstæðum innanlands
og utan hvert á sínu sviði. Ættu
þau reyndar að hafa forgöngu
um lagfæringar á ýmsum laga-
ákvæðum, sem stétt þeirra varð.i
um leið, eða helzt áður en þau
eru orðin úrelt og til óþurftar,
sem því miður er mikið af í dag.
tJrelt ákvæði um mannfjölda
án tillits til nauðsynjar, réttindi,
sem miðuð eru við tegund skipa,
en ekki stærð né siglingaleið.
Ég ætla hér aðeins að nefna
örfá dæmi til stuðnings þessum
ummælum. Dæmi, sem virðast
meira vera miðuð við stöðnun en
heilbrigða skynsemi og þróun
tímans.
1. Er eðlilegt að skipstjóri, sem
siglt hefur árum saman á tog-
ara og hefur haft réttindi til
að halda skipi sínu með 40-
45 manna áhöfn hvert um
heimshöfin sem er, skuli ekki
mega hreyfa sama skip, ef
skipt er um vél og skipverj-
um fækkað um % bara fyrir
það að skipið er komið í ann-
an flokk skipa og hætt að
vera fiskiskip?
2. Vélstjórafélagið, það ágæta
félag, er með miklum dugnaði
fyrir löngu búið að vinna vél-
stjórana upp úr því að vera
eins og illa gerðir kyndarar
niðri á skipsbotni í viður-
VÍKINGUR