Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 33
skemmtilega kaldhæðinn. Menn vissu ekki einu sinni hvar hann dvaldi í frítímum sínum. Það eina, sem þeir vissu var, að Holli- day hafði síðustu þrjú til fjögur árin sparað saman ársfríin sín og afsalað sér mörgum frídögum, til þess að eiga tíma og peninga til Evrópuferðar. Holliday hafði orðið að hætta háskólanámi af heimilisástæðum, en nú hafði hann engar slíkar skyldur lengur. Hann var frír og frjáls í heim- inum og hafði setið við prófarka- lestursborðið í átta ár. Hann var maður ráðsettur og ógiftur. En menn grunaði sízt að utan skrifstofutímans væri Hiram Holliday ævintýragjarn maður, og að hann með striti, óþreytandi elju og áreynslu hafði tileinkað sér líkamlega leikni hinna róm- antízku hetja. Innra eðli þeirra virtist hon- um meðfætt. Á þennan hátt byggði hann upp mótvægi gegn hinum harða, grimma og óhrjá- lega skrípaleik raunveruleikans, sem blaðamenn eru dæmdir til að kljást við, og sem gerir þá smám- saman tilfinningasljóa og hug- sjónalausa vegna þess að engar hetjur finnast lengur og dreng- skapurinn er útdauður og góð- verkin eru aðeins unnin gegn fyrirfram greiðslu. í hvert skipti, sem hugsjón varð að engu í túlkun blaða- manna, óx þrá hans eftir hetju- dáð, ráðvekni og drengskap, hreinni fegurðardýrkun, sönnum mannkærleika og siðgæði, og ó- bilandi kjarki. Lífið sjálft var í öllum sínum tilbrigðum oft og tíðum æsispenn- andi leikur, og á þessu æviskeiði sínu las Hiram Holliday bækur, sem fjölluðu um þróun mann- kynsins og hann vissi, að ef hann fengi tækifæri til að koma á þá staði, þar sem mannkynssagan varð til, myndu steinarnir og aðr- ir hlutir, sem fornaldarmenn höfðu handleikið, segja honum ótrúlega margt, sem mundi þroska hann og svala óslökkv- andi þorsta hans eftir að skynja þennan heim og sem aðeins hafði VÍKINGUR verið til fyrir hann frá sjónar- hóli starfsfélaga hans við blaðið. Árum saman hafði hann verið sér þess meðvitandi að hann hafði óvenjulegan næmleika fyrir hlut- um, sem verið höfðu 1 nánu sam- bandi við fólk. Þetta var eðlileg- ur næmleiki, en sem nálgaðist þó ofskynjun. Til er fólk, sem gengur inn í hús, sem er til sölu, eða leigu og segir: „Maður hefur það á til- finningunni að hér líði manni vel, hér vil ég eiga heima. Hiram Holliday hafði, sem yfirburða- prófarkalesari, megnustu and- styggð á hroðvirknum og dug- lausum fréttamönnum, og hann leið hreinlega sálarkvalir þegar blaðamaður reyndist vera gjör- sneiddur mannlegum skilningi á því að gefa frásögn sinni lífrænt gildi. Hann sat dag hvern og las í þeirri bók, sem gaf yfirlit yfir allar lífshræringar í heiminum, en honum fannst oft að helming- inn af blaðsíðunum vantaði. Þó var líkamleg leikni hans ennþá undrunarverðari. Hann lærði að framkvæma það, sem gerir menn að sjálfstæðum einstaklingum, það sem menn verða að kunna til þess að bjarga lífi sínu og limum í því umhverfi, sem ekkert réttaröryggi er til og hann tileinkaði sér nýja leikni. Hann sótti æfingar í skylm- ingum og skotfimi, æfði sig með skylmingasverðum, höggsverðum, skammbyssu og riffli. — Hann gleymdi aldrei þeirri hrifningu, sem gagntók hann þegar kennari hans í skotfimi sagði: „Megin- atriðið í skoteinvígi er að koma andstæðingnum í 25 metra fjar- lægð. Flestir skjóta út í bláinn með pístólu á þessu færi og hitta ekki, — en sá sem kann að skjóta, hann hittir.“ Hann hafði byrjað seint og gat þessvegna ekki gert sér vonir um að verða sérstakur snillingur í þessum íþróttum, en hann hafði náð þeirri leikni, að hann var ánægður. Hann lagði á sig mikið erfiði við að læra að fljúga. Hann gekk í skotfélag borgarinnar og þjálfaði sig þar einu sinni í viku. Hann gerðist meðlimur í íþrótta- klúbb, lærði hnefaleik og fékk einnig nokkra æfingatíma í jiu- jitsu. Allt þetta færði honum auk- inn áhuga á lífinu, og þegar hann með sverð í hönd nálgaðist and- stæðing í skylmingasalnum, — fannst honum hann vera Arta- gnan í eigin persónu. Um allt þetta vissi enginn, en honum var nóg að hann hafði aflað sér þá öryggiskennd, að hann óttaðist ekkert. En Hiram Holliday var enginn draumóramaður. Það vakti hjá honum þægilegar kenndir, að hann gat, ef svo bar undir, sýnt hæfni sína í veruleikanum. En ennþá hafði hann aldrei bjargað mannslífi, skotið á annað en skot- skífu eða lagt hendur á náung- ann. öll framkoma hans; kringlu- leitt andlitið, sandgulur hárlubb- inn, stálspangargleraugun, feit- laginn líkaminn og hin hlédræga framkoma stuðlaði sízt að því að hann lenti í æfintýrum. Hann vakti hvergi sérstaka at- hygli og engum datt í hug að í honum byggi annað en það, sem fyrsta augnatillit gaf í skyn. Það var einkennandi fyrir hið hversdagslega líf Hirams, að hann fylltist sterkri þrá eftir að ferðast til Evrópu, og öðlast þar með tækifæri til að lenda í ævin- týrum og ósk hans var uppfyllt — vegna greinarmerkis í próf- örk. Þetta greinarmerki fékk nafn- ið: „Komman, sem var hálfrar milljón dala virði.“ „Varðmaðurinn" vann óvenju- lega rætið skaðabótamál, sem ein- göngu var að þakka staðsetningu kommu í greininni, sem máls- höfðunin reis útaf. Þegar hand- ritið var athugað kom í Ijós, að komman var ekki þar, en Hiram Holliday hafði í sínum myndug- leik sem prófarkalesari sett hana þarna. Útgefandinn var fegnari en orð fá lýst að vinna málið, sem hefði getað kostað hann mikil fjárútlát og blaðið álitshnekki, og til þess að kenna núverandi og 251

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.