Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 31
Svo var það frásögnin um,
hvernig þjálfarinn, monsieur
Lapol særðist, sem gekk um skip-
ið og var frekar ýkt í endursögn.
Farþegi nokkur hafði snúið sér
til Lapol og spurt hann hvort
hann kynni skylmingar.
Lapol var þekktur skylminga-
meistari áður en hann réði sig á
„Britannique" sem þjálfari.
Það var frekar sjaldgæft að
finna dýrkendur þessarar göfugu
íþróttar um borð og þótt þessi
áhugasami farþegi væri ekki lík-
legur til afreka á því sviði, svar-
aði þjálfarinn að hann skyldi með
ánægju eiga leik við hann. Far-
þeginn hét Holliday og var inn-
an skamms tíma mættur með til-
heyrandi útbúnað; grímu og
brjóstvörn, með þrístrendan
skylmingakorða í hendinni. —
Lapol leit á vopnið sperrti brún-
ir og sagði að hann væri ánægð-
ur, svo íklæddist hann hvítum,
nærskornum léreftsjakka.
Holliday þreifaði kurteislega á
jakkanum: „Er þetta ekki full
þunnt efni, mér þykir mest gam-
an að skylmast með „point
d’arret." Það gerir leikinn meira
spennandi og raunverulegri."
Það var vottur af afsökun eða
hlédrægni í málrómnum.
Point d’arret er lítill stál-
hnappur, sem festur er á sverðs-
oddinn. Hann er með þremur
hárbeittum oddum, sem rispa
grímu og brjóstvörn, en þunnt
léreft er þar engin vörn.
Lapol brosti umburðarlyndur
og sagði: „Þetta er í lagi, ég tek
áhættuna."
Það kostaði Holliday dálitla á-
reynslu að koma grímunni niður
yfir stálspangargleraugun. Þeir
heilsuðust og stóðu í skylmingar-
stellingum andspænis hvor öðr-
um. Lapol virti andstæðing sinn
fyrir sér með ánægjusvip. Holli-
day virkaði nokkuð þybbinn, en
hann virtist hafa góðan stíl og
var augsýnilega liðugur og snar
í hreyfingum. Lapol leit samt á
hann með augum þjálfarans og
taldi heppilegast að hefja vopna-
viðskiptin strax með snöggri
sókn, sem fólst í því að hann
VÍKINGUR
Um bortS í Britannique
sýndi Mr. Holliday ýmsa
óvœnta yfirburði, en
enginn vissi samt hver
hann var.
renndi sverði sínu inn með sverði
andstæðingsins og ætlaði að koma
lagi á síðu hans.
En árás Lapols mistókst al-
gerlega, og leiddi til þess að sverð
Hollidays náði því lagi, sem Lapol
reyndi að ná og á næsta augna-
bliki dreyrði blóð úr upphandlegg
Lapols, sem stóð orðlaus af undr-
un, en litli feitlagni farþeginn
reif af sér grímuna og hljóp til
Lapols áhyggjufullur á svip.
„Mér þykir þetta ákaflega leitt,
bið yður mikillega afsökunar."
En bak við stálspangargleraug-
un lýstu blá augu hans af spenn-
ingi og hann tautaði: „Alveg eins
og skylmingar í alvöru.“
Rauði bletturinn á handlegg
Lapols óx stöðugt. „Þetta er ekki
neitt, aðeins smá rispa,“ sagði
Lapol. Þetta var mín sök, næst
verð ég í réttum jakka.“
Skipslæknirinn taldi öruggara
að taka spor í sárið. Þannig hljóð-
aði sagan meðal farþeganna. —
Önnur saga var sögð af eldri
konu, sem var sessunautur Holli-
days við borð þriðja vélstjóra.
Konan bar sjaldgæfan hring á
fingri sér, með upphleyptum gim-
steini. Hringurinn gekk á milli
farþeganna við borðið. Holliday
skoðaði hann síðastur. Hann rétti
konunni hann aftur og sagði ann-
ars hugar: „Það hefir ekki verið
grátið yfir þessum hring.“
„Þennan hring átti móðirmín,“
sagði konan. „Faðir minn gaf
henni hringinn. Hún var mjög
óhamingjusöm. Hún....“
Konan þagnaði allt í einu og
leit óttaslegin á Holliday. „Hvern-
ig vitið þér þetta ? Ó, ég hefi víst
sagt yður frá því, — og þó — nei,
ég hefi engum sagt þetta fyrr.“
Konan varð alveg ringluð.
Hiram Holliday eldroðnaði upp í
hársrætur.
„Fyrirgefið frú,“ stamaði hann,
„ég meinti ekkert með þessu, —
en ég skal segja yður, að hlutir
geta stundum sagt frá.. .“
Hann þagnaði skyndilega, roðn-
aði ennþá meira. „Ég bið borð-
gestina afsökunar.“ Þvínæst yfir-
gaf hann borðið. Hinir yngri far-
þegar höfðu þessa atburði í flimt-
ingum og sögðu hver við annan:
„Varið ykkur bara, annars nær
Hiram Holliday í ykkur.“
Og þegar einhver spurði: „Já,
249