Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 17
t vaxandi mæli gefa nú fiskveiðiþjóðir gaitm að því að nauðsyn krefur að leggja áherzlu á fiskuppeldi. Rann■ sóknir fara nú fram víða um heim á þessum málum. Að ofan sést ein slík uppeldisstöð. ingu sína á lifnaðarháttum síld- arinnar og fá svör við ótal tilgát- um í sambandi við þroskun svils og hrogna, gots og klaks, vaxtar og næringarskilyrða við breyti- legar aðstæður. 1 þessum norska smáfirði, sem síldin reikar um, munu einnig fást svör við þeim lögmálum, sem stjórna ferðum hennar og einnig við því hversvegna hún heldur langtímum kyrru fyrir. Þarna munu fram fara síldar- merkingar í stórum stíl, einnig með það fyrir augum að fá ör- ugga vitneskju um það hvernig sildin þolir merkingu. Þetta mun hafa framtíðarþýðingu fyrir síld- armerkingar, við mat á endur- veiði og magni. Devold segir að geysimikill á- hugi ríki innan ICES fyrir þess- ari áætlun um „fiskabúrið." — Megingrundvöllurinn er auðvitað sá, að við höfum um árabil stund- að víðtækar rannsóknir á upp- vaxtarsvæðum síldarinnar. — En þetta er í fyrsta skiptið að fisk- veiðiþjóðirnar leggjast á eitt um rannsóknir sem hér um ræðir. Á þeim tímum, þegar við sjá- um framá síaukinn ágang á síld- arstofninn í norðurhöfum og ekki hvað sízt í Norðursjónum, er stórátak í auknum rannsóknum lífsnauðsyn. Með alþjóða samstöðu sem hér um ræðir, myndast breiðari fjár- hagslegur grundvöllur fyrir nauðsynlegum árangri, sem verða mun uppistaðan í nánari og hag- nýtari vinnubrögðum fyrir vís- indamennina. Fiskuppeldisstöð í Japan. SJOFERÐAVERS Lag: Af djúpri hrygg'ö ákalla ég þig. I þínu nafni ó Jesús, ég ýti nú frá landi, Heilagur Drottinn hjálparfús, hlíf oss við öllu grandi, Gef þú oss björg og blessun þín, Bæn almáttugur heyr þú mín, Hjálp veit í háskastandi, Einar Bogason frá Hringsdal, Arnarfirði. Ö###*B>mBKBKBKeKBKBKBKBKBKBKBKBKHKBKBKBKBKBKHKBKHKHKBKHK Þelta vers orti Einar og notaði í meira en 40 ár. er liann lagði hál sínum frá landi til fiskveiða. Jafnframt búskap stundaði hann sjóróðra við Arnarfjörð. VÍKINGUR 235 i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.