Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 32
en hver er þessi Holliday/* var
svarið: „Það er maðurinn, sem
sér í gegnum ykkur.“ En aðeins
örfáir farþegar þekktu hann í
sjón.
Ungri stúlku datt náðarsam-
legast í hug að labba með honum
um þilfarið og spjalla við hann.
Hún starfaði hjá amerísku stór-
fyrirtæki og var send til Parísar
til að gera vöruinnkaup, og var
í fylgd með systur sinni, sem var
vngri og laglegri.
> Þær rákust á hann eftirmiðdag
nokkurn, á þeim tíma, sem far-
þegarnir skemmtu sér við ýmis-
konar íþróttir og leiki. Hann leit
svo einmana og feimnislega út,
að systurnar kenndu hálfpartinn
í brjósti um hann, og sú eldri tók
hann með sér í göngutúr.
Þau drukku kaffi og líkjör í
reyksalnum, og samræður þeirra
voru frjálsar og óþvingaðar, eins
og gerist hjá fólki, sem veit að
það muni ekki sjást aftur.
Þegar hafskipið seig hægt inn
í höfnina í Southamton, stóðu
systurnar á háþiljum og virtu
fyrir sér hina smáu dráttarbáta,
sem másandi drógu hið tröllvaxna
farþegaskip að hafnargarðinum.
„Hefurðu nokkurntíma rekizt
á leiðinlegri manngerð,“ hreytti
yngri systirin út úr sér, „og hann
hefir verið hér um borð alla leið-
ina. Hamingjan má vita hvaða
erindi hann á til Englands. Hann
hlýtur að vera stórkaupmaður."
Eldri systirin leit í sömu átt
og sá hvar Hiram Holliday stóð
niður á þilfarinu. Hann virtist
feitlagnari en venjulega í víðum
frakkanum með linan hatt, og
yfir handlegg hékk regnhlíf, því
alltaf rignir í Southampton. —
Hann starði fjarrænum augum á
hafnarmannvirkin og gisinn skóg
af skipsmöstrum og reykháfum.
„Hann,“ svaraði eldri systirin,
„hann er einn sá rómantískasti
maður, sem ég hefi nokkru sinni
fyrir hitt. Hann er fæddur fimm
hundruð árum of seint, drottinn
má vita hvernig lífssaga hans
verður.“ Hún andvarpaði, því
Holliday hafði vakið tilfinningar
250
og kenndir hjá henni, sem hana
hafði ekki órað fyrir áður.
Yngri systirin skellihló. „Nú
slær úti fyrir þér í ellinni,“ sagði
hún, og sú eldri leit aftur í átt-
ina til Hiram Holliday, en hann
var horfinn.
Hvernig á því stóð, að Hiram
Holliday var tvær persónur og
önnur var fædd of seint.
Sérhver maður lifir tvöföldu
lífi.
1 fyrsta lagi er það sú persóna,
sem er manninum sjálfum með-
vitandi, og hinsvegar maðurinn,
sem vinir og kunningjar þekkja.
Munurinn á þessum tveim per-
sónum, sem maður skiptist í, get-
ur verið ærið misjafn, — en hann
er þó alltaf fyrir hendi.
Hinn hversdagslegi maður, sem
leitaði að farangri sínum í Sout-
hampton, samanstóð af tveimur
persónum, sem voru eins fjar-
lægar hvor annarri og Evrópa
frá Ameríku, — og þó voru þær
ekki ókunnar innbyrðis.
Spyrði maður yfirmann próf-
arkalestursdeildarinnar við dag-
blaðið „Varðmaðurinn“ í New
York, mundi hann svara: „Gamli
Holliday" (og þó var hann aðeins
38 ára, en virkaði eldri fyrir
hinn langa starfstíma sinn). —
Hann var einhver sá bezti próf-
arkalesari, sem við höfum nokkru
sinni haft hér, en hann þroskast
ekkert og hann nær aldrei lengra
hjá blaðinu, ef maður rispar
hann, blæðir aðeins kommum og
punktum.“
1 fimmtán ár hafði Holliday
setið 1 prófarkalestursdeild
„Varðmannsins,“ leiðrétt próf-
arkir, skrifað fyrirsagnir og
skipulagt allt það, sem athafna-
mennirnir lögðu inn, fréttamenn,
blaðamenn og dálkahöfundar,
sem ferðuðust um heiminn og
söfnuðu fréttum og allskonar efni
í blaðið.
Heimsviðburðirnir runnu í
gegnum greipar hans í orðum,
vélrituðum orðum á gráan, ódýr-
an pappír; — morð í matsöluhúsi
í þriðju götu, sprengjuflugvél,
sem þeytir gulum sandi upp í ryk-
ský í Abessinyu, harðir ritdóm-
ar um leikrit, flóð, sem fleyttu
fólki og húsum á burt, ástarharm-
leikir meðal fátækra og ríkra,
eldsvoðar, fellibyljir, stríð, upp-
finningar og hetjudáðir — í ó-
fegruðum lýsingum — og Holli-
day hafði lagt allar óþarfa blekk-
ingar á hilluna.
Þessu var öllu hent í hann til
leiðréttingar og endurritunar og
eftir setningu til prófarkalesturs,
— átta klukkustundir á dag, —
svik, stjórnmál, innlend og er-
lend fjársvik, þjófnaðir, nauðg-
anir og líknarstarfsemi. „Varð-
maðurinn“ var morgunblað, og
vinnutími Holliday var frá því
klukkan þrjú á eftirmiðdögum til
ellefu á kvöldin, sunnudagar og
einstaka virkir dagar frí.
Hann kom aldrei of seint í
vinnuna og enginn minntist þess
að hann hefði nokkru sinni verið
veikur. Hann kom, fór úr jakk-
anum, hneppti upp vestinu, losaði
um bindið og flibbann, lagði sex
vel ydda blýanta fyrir framan sig
ásamt tveim vindlingapökkum, og
þar með beið hann eftir verkefn-
unum.
Þegar yfirmaður hans henti til
hans grein, las hann hana yfir og
gerði sér grein fyrir efni hennar.
Hann athugaði hvort hætta væri
á málsókn útaf henni, hvort nóg-
ur „matur“ væri í greininni og
hvort hún væri vel stíluð. Hann
leiðrétti villur og samdi fyrir-
sögn í samræmi við efni hennar.
Að þessu loknu undirritaði hann
vinnu sína og afhenti yfirmanni
sínum.
Hann neytti morgunverðar á
veitingahúsi í grenndinni, ogbjó
í tveim herbergjum. Ekki lifandi
sál í hinum mörgu deildum stór-
bíaðsins hafði minnstu hugmynd
um, hvað hann aðhafðist utan
vinnutímans, eða hvað hann hugs-
aði þegar hann var í starfi.
Starfsbræður hans vissu ekki
annað en að hann kæmi hvergi,
tæki sér aldrei neitt fyrir, sæi
aldrei neitt, tæki aldrei þátt í
samkvæmum og ætti enga vini.
Yfirmanni hans og vinnuíé-
lögum féll vel við hann, því hann
var kurteis, hjálpsamur og oft
VlKINGUR