Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 37
kennda yfirmenn, sem ganga næst skipstjóra að mannvirð- ingum. Þetta félag vill ekki viður- kenna, að meira eða minna sjálfvirkar dieselvélar þurfi á færri hálærðum vélstjórumað halda, en gufuvélar með ein- um eða fleiri kötlum, sem aldrei mátti líta af. Því skuli hin gömlu ákvæði um tölu vél- stjóra og réttindi standa ó- högguð, allt miðað við hest- öfl og (eða) tonnatal skipsins (eftir því sem betur kemur út) án tillits til þess, hvort þessir menn eru til eða ekki. Heldur er gripið til undan- þáguheimildanna, sem löngu eru orðnar þjóðarskömm, en að endurskoða úrelt laga- eða samn ingaf yrirmæli. 3. Til munu vera lög um loft- skeytastöðvar og loftskeyta- menn á íslenzkum skipum. Þessi lög eru að sjálfsögðu miðuð við morsekerfi og þá einnig við útlærða menn, en hafa af einhverjum ástæðum verið bundin við 12 manna áhöfn. Síðan þessi lög og viðkom- andi stéttarfélagssamningar urðu til, hafa orðið stórstígar breytingar á fjarskiptavið- skiptum (með tilkomu hinna auðveldu talstöðva) • Einnig hefur verið unnt á mörgum af hinum minni skipum með tilkomu dieselvéla að halda skipshöfn innan við 12 menn (kyndarar og kolalemparar óþarfir) og því hægt að spara útlærðan loftskeytamann, sem flestum tilfellum er ekki til. En að þessi ákvæði séu endur- skoðuð og samræmd nútíman- um, það liggur ekki fyrir. 4. Siglingareglur kveða á um að 500-700 tonna skip (frakt- skip) skuli hafa tvo stýri- menn (báða með farmanna- prófi). Sjálfvirkur radar-, bergmálsdjúpmælir auk sjálf- stýringar hefur ennþá eklci VÍKINGUR gefið tilefni til endurskoðun- ar á þessum ákvæðum. Ég ætla ekki að þreyta lesend- ur Víkings á lengri upptalningu (ef Víkingur þá tekur þessa rót- tæku ádeilu), aðeins benda á að við megum ekki líta á okkur sem stórveldi, sem getur siglt sinn sjó án þess að taka tillit til ná- grannaþjóðanna, þjóðanna, sem við lærðum af á sínum tíma og þjóðanna, sem við getum (og verðum) að læra af í nútíð og framtíð, ef við höldum áfram að keppa við þær í samgöngum á sjó. Það er staðreynd, að Norð- menn og Danir sigla með allt að helmingi færri menn um borð í sínum skipum en við. Þeir hafa tekið nútíma tækni, ekki að^ins x------------------------------ íslendingar hafa getið sér orð fyrir afburðadugnað í sjó- mennsku og fiskveiðum og hafa verið fljótir til að grípa hvers konar nýjungar, sem miðað hafa til aukinnar fiskveiði. Hefur þá meiru ráðið von um aukningu aflans en hitt, hvað tilkostnaður ykist eða á hvern hátt bezt væri hægt að nýta hinn mikla afla- Þannig hafa síldveiðar gengið til undanfarin ár, að síldin hefur verið sótt æ lengra og á dýpra vatn en áður voru tök á, með stærri skipum, öflugri veiðarfær- um og nýtízkutækjum, sem gera glöggum skipstjórum unnt að bókstaflega sjá hana á miklu dýpi. Veiðin hefur því haldizt og jafnvel aukizt, án þess að um nýjar göngur sé að ræða. Hin stórvirku tæki, kraftblökk og djúphafsmælir, hafa að vísu kostað okkur noklcur skip, en merkilega fá mannslíf. Þeir menn, sem þessar veiðar hafa stundað, hafa borið mikið úr být- um brúttó, kannski tvö- eða þre- föld ráðherralaun, en .... hvað er um þjóðarhag? Hraðinn og að nokkru leyti, og eru menn til þess að fækka mönnum á skipum sínum eftir því sem tæknin gefur tilefni til. Hins vegar vantar mikið á, að við höfum gert það sama (eins og drepið er á hér að framan). Þrátt fyrir það er það stað- reynd, að þessar þjóðir og fieiri ráða farmgjöldum að og frá landinu í heildardráttum á frjálsum markaði, og erum við því háðir þeim meira en margan órar fyrir. Það er því ekki aðeins þegn- skaparskylda hinna mörgu stétt- arfélaga að aðlaga sínar reglur nútímanum, heldur bein þjóðar- nauðsyn, sem ekki ætti að fresta öilu lengur en orðið er. ★ -------------------------------a samkeppnin við síldveiðar (og fiskveiðar yfirleitt) er orðinn slíkur, að gætnari mönnum hrís hugur við. Jafnvel fiskifræðing- ar okkar, sem okkur hefur stund- um þótt bjartsýnir á óþrjótandi veiði, eru farnir að óttast of- veiði ? Hvort afkoma hinna dýru skipa, sem ennþá veiða síld og annan góðfisk, án tillits til hvort hún (eða hann) er til viðtals, (ekki beðið eftir að síld vaði) er í réttu hlutfalli við aflamagn, eru aðrir dómbærari um en ég, en vissulega eru tvær hliðar á hverju máli. Við setjum í bræðslu (gúanó) meirihlutann af okkar síld. Ekk- ert annað kemur til greina, þeg- ar um hina óskaplegu veiði er að ræða, og það merkilega er (og óeðlilega), að verðmunur á síld til vinnslu (gúanó) eða söltunar er svo óverulegur, að ekki svarar kostnaði að sigla inn með góða síld, enda oftast langt að fara til þess að unnt sé að hagnýta hana á skaplegri hátt en í bræðslu. Nú virðist stefnt að því, að öll 255 Kapp er bezt með forsjá

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.