Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 42
NYTT VANDAMAL Eflirfnrandi ritsljórnnrgrrin Itirlist nýlega í onska timaritinn Shiphuihliny and Shippinq record. Fyr- ir sjófarendur er greinin atliyglisverd u|> er því birt hér lausicgn þýdd. l»ar segir: Hér sést einn hinna gríöarstóru borunarpramma, sem nú valda nokkr- um áhyggjum viS siglingar í NorSursjónum. Það eru nokkrir mánuðir síð- an minnst var á það í þessu blaði að mikill fjöldi olíu- og gasleitar- skipa dreifður um Norðursjóinn, mundu valda truflunum á skipa- ferðum. Þetta vandamál var ný- lega tekið til umræðu í blaði yf- irmanna í verzlunarflotanum, Merchant Navy Journal. Þeir viðurkenna reyndar hinn mikla ávinning fyrir brezkt efnahags- líf, að mikil olía eða gas fyndist, en blaðið bætir við. En það gæti að hinu leytinu skaðað þjóðarhag að ekki litlu leyti, ef þátttakend- ur í olíuleitinni yrðu svo margir að þeir trufluðu siglingar að og frá höfnum landsins. Hinir mörgu skipaeigendur verða óum- flýjanlega að hafa gætur á slíkri þróun, og koma í veg fyrir að olíuleitarskipunum verði peðrað út á sjálfar siglingaleiðirnar. Réttast væri að taka málið upp, áður en of mörg borunarleyfi eru veitt. Þegar olíufélögin hafa fengið sín borunarleyfi, og stað- sett sín skip, er um seinan að hefjast handa. Eins og sakir standa nú, væri full ástæða til að skipafélögin sneru sér til ríkis- an. Með hann hefir Óskar verið með miklum myndarbrag til sjós og lands. Þó árin hafi færst vfir „Baldur,“ heldur hann ennþávelli og ber af fyrir snyrti-ogmyndar- brag, hvar sem strik hans liggur. Angantýr Framhald af bls. 240 mennsku að staðaldri, en hefir siglt ýmsum bátum í utanlands- ferðum árlega. Angantýr var traustur og at- hugull formaður og góður afla- maður á þorskveiðum og fórst öll sjómennska með prýði. Hann er nú annar hafnsögumaður í Vestmannaeyjum. stjórnarinnar o g annara sem málið varðar, og reyna að tryggja það að ákveðnum svæðum verði haldið hreinum svo að siglingar truflist ekki. Sum þessara borunarskipa (rigs) eru í rauninni eyjar gerð- ar af mannahöndum. T. d. er borunarskipið „Sea Quest“ sem smíðað var hjá Harland & Wolff fyrir B. P. 15000 lestir að þvngd og turnar þess 320 feta háir. Þiljur sem eru þríhyrningur, eru 100 yardar á hlið. Fyrir nokkru, segir í grein Merchant Navy Journal: Áður en nokkrar bor- anir hófust, leitaði yfirmanna- sambandið sér vitneskju um það, hvað mundi ske, ef borunarskip yrði fyrir ásiglingu. Við þá at- hugun kom í ljós að skipstjórn- armaður sem talinn væri eiga sök á slíku óhappi, mundi ekki kærður fyrir glæpsamlegt athæfi samkvæmt lögum um — Olíu á siglingaleiðum — frá 1955, en hvort hann mundi bera borgara- lega ábyrgð á hugsanlegum skemmdum af olíuútstreymi í sjóinn, var nokkuð í óvissu. Að líkindum mundu skipstjórnar- menn teljast ábyrgir svo og skipaeigendur, en skipaeigendur mundu geta takmarkað ábyrgð sína samkvæmt lögum um verzl- unarskip frá 1958. Nokkur andmæli hafa komið fram frá þeim sem vilja gera lítið úr aukinni ásiglingarhættu vegna olíuleitarskipanna. Aðal- forstjóri Shell U.K. Exploration <£ Production Ltd. Mr. G. Willi- ams, segir að við strönd Mexico séu 5000 borunarskip, þar sé fjölfarin skipaleið, en árekstrar mjög sjaldgæfir. Hann segir að borunarskip á Norðursjó verði vel lýst og búin þokuhornum til leiðbeiningar. Þetta getur verið í lagi, segir greinarhöfundur enn fremur, þar sem nóg er af sjónum. En stað- setning slíkra tækja á svæðum þar sem er stöðugur straumur af skipum í allar áttir, það er annað mál. Jafnvel þó öll aðvörunar- tæki séu fyrir hendi til þess að forða ásiglingu, mundu þessi bor- unarskip vissulega auka þrengsl- in, sem þegar eru fyrir hendi og tefja siglingarnar. Hallgr. J. VÍKINGUR 260

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.